Vörður

Tölublað

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 1

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 1
Útgefandi: Midstjórn íhaldsflokksins. Afgreiðslumaður og gjaldkeri Ásgeir Magnússon Hrannarsfíg 3 — Síwi 1432 VII. ár. Kefkjavík IS. mai IttðO. 24. blað. „Dögun nýrrar aldar“ Herdísarsjóðurinn og Staðarfellsskóli. Brot úa ræðu Hákonar Kristóferssonar. „En það sem strax vekur eft- irtekt er hið látlausa undan- hald Ihaldsins í Danmörku, eins og hjer á íslandi og hvar- vetna í nágrannalöndunum. Við þessar kosningar hafa þeir tap- að fimtungi liðsins í Danmörku. Þjóðirnar snúa baki við nátt- tröllum úrelts skipulags og sambúðarhátta og horfa mót dögun þeirrar aldar, sem færir þeim hófsamlegar og bróður- legar úrlausnir á höfuðvanda mannkynsins, atvinnustríðinu og fjandskap í sambúð milli inanna og þjóða“. Þannig farast stjórnarblaðinu Tímanum orð um úrslit dönsku kosninganna nýlega, er vinstri- mannastjórnin varð að gefast upp og sócíalar bættu við sig 8 þingsætum í hinu nýkjörna rík- isþingi. Gleðin yfir sigri þeirra er augljós eins og við mátti bú- ast, jafnvel þótt sigurinn yrði eigi hvað sist á kostnað þess flokks, sem Framsóknarflokk- urinn íslenski hefir jafnaðar- lega talið sjer hliðstæðastan í stjórnmálum. Tíminn flutti hjer fyrrum eigi sjaldan hugnæmar greinar um vinstristefnuna i stjórnmál- um þjóðanna. Eftir greinar- kornið síðasta mega allir skilja, hvað „vinstri“ táknar nú á Tímans máli og núverandi stjórnar. „Dögun nýrrar aldar“ sjer stjórnarliðið þegar sócíal- istar vinna stórsigra á kostnað borgaraflokkanna. Þá birtir yf- ir herbúðum íslensku stjórnar- innar! Það er virðingarverð hrein- skilni, sem þarna kemur i ljós. Fyrir síðustu kosningar hefði Alþýðiiblaðið verið látið flytja þetta þakkarandvarp islenskra „vinstrimannaforingja*. Nú ger- ir ekkert til hvort það er Tím- inn eða Alþýðublaðið, því nú eru ekki kosningar nálægt. Samkvæmt ummælum Tím- ans eru það sócíalistar, sem vænlegastir eru til að greiða fyrir því, að „bróðurlegar lir- lausnir" verði í „höfuðvanda mannkynsins, atvinnustriðinu“. Öðruvísi er ómögulegt að skilja ummæli þessa blaðs, sem ís- lenskir bændaforingjar þó gefa út. Eina ráðið til þess að „bróðurlegu úrlausnirnar" fáist, er þetta: að sócíalistar nái full- um völdum. Menn dögunarinn- ar eru þessu samkvæmt Jón Baldvinsson og Hjeðinn, Har- alur ritstjóri, Sigurjón samn- ingamaður og Erlingur. Af þessum mönnum eiga Fram- sóknarþingmennirnir svo að læra sanngirni og víðsýni, til þess að góð málalok fáist í at- vinnustríðinu. — En til þess að flýta því, að þessi hugsjón megi rætast væri það óneitanlega besta ráðið, að Framsókn hætti við sjálfstæða flokkstilvern og gengi formlega undir verndar- væng Alþýðuflokksins, þvi þá fyrst yrð* eining andans full- komin. Og væri þá von um að takast mætti að koma á kröfu- göngu næsta afmælisdag Jónas- ar dómsmálaráðherra, þ^í þá væri i öllu falli visir liðsmenn þar sem er áhöfn Sambands- hússins — og hún er fjölmenn. -— — Jónas Jónsson hefir löngum gert sjer far um, að telja lesendum Tímans trú um, að andlegur skyldleiki sje á milli íhaldsflokksins og danskra afturhaldsmanna. Það er ógæti- legt af Jónasi að vera minn- ast á þetta. í fyrsta lagi vegna þess, að sjálfur er hann fyrsti íslenski ráðherrann, sem dirfst hefir að beita einræði i stjórn sinni. Hann stjórnar með ofríki, óvirðir dómstóla og kúgar lög- gjafarvaldið. Hann ofsækir menn en hossar og hampar skó- sveinum sínum og veitir þeim fríðindi. Gengur hann í mörgu skör lengra út fyrir takmörk þess sem þingbundnum ráðh. leyfist en Estrup gainli gerði nokkurntíma. Jónas veit það, að einræðis- stjórn Estrups varð dönskum hægrimönnum að falli. Þeir hafa ekki biðið hennar bætur enn þann dag í dag. Og þá ætti hann að geta skilið, að með stjórn sinni á íslenska bænda- flokknum er hann að kveða flokkinn í þann kút, sem hann keinst ekki úr aftur fyr en fyrnd eru afglöp þeirrar stjórn- ar, sem hann var lífið og sálin í. -— En þau fyrnast seint og eiga eftir að verða berari en þau eru þegar orðin. Og senni- lega fleiri. En Jónasi er óhætt, þó Fram- sóknarflokkurinn fái uppdrátt- arsýki. Hann á athvarf þar sem er vigi hinna bróðurlegu úr- lausna“, í Alþýðuflokknum. Og þaðan dreymir hann um að gjóta augunum á „nátttröll hins úrelta skipulags“, sem nú er á stjórnarfari íslendinga. Glímuflokkur frá glimufjelaginu Ármann, fer að öllu forfallalausu til Þýskalands í sumar undir stjórn Jóns Þorsteinssonar fim- leikakennara. Ráðgerð er að lialda glímusýningar í einum 20 borgum. Islandsvinurinn Reinhard Prinz er aðal hvata- maður að för þessari, 12 glímu- menn taka þátt í förinni. Er þess að vænta, að menn geri sjer að skyldu að greiða fyrir því, að glímumenn vorir fái tækifæri til þess að sýna hina þjóðlegu iþrótt vora í stórborg- um Þýskaland. Það sein jeg vildi sjerstak- lega vekja máls á, er um gjafa- fje Herdísar sál. Benediktsen. Það kemur fram i aths. við fjárlagafrv. um 14. gr. XV., að styrkveiting til húsmæðraskól- ans á Staðarfelli er látin falla niður, þar eð ákveðið er að Herdísarsjóður taki hann að sjer. Jeg ætla nú að leyfa mjer að bera fram fyrirspurnir til hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) og vona, að jeg fái greið og góð svör. í fyrsta lagi vil jeg spyrja hæstv. ráðherra, hver hefir á- kveðið þetta og i öðru lagi, með hvaða heimildum það er gert. Það er ekki fyrir það að synja, að þegar hinum svokallaða hús- mæðraskóla á Staðarfelli var komið á laggirnar, var talsverð- ur uggur í mjer og öðrum um það, að þegar búið væri að smeygja inn litla fingrinum, mundi öll höndin koma á eftir. Það kom sem sje greinilega í Ijós hjá ónefndum mönnuin, að þarna væri möguleiki til að láta sjóð Herdísar sál. taka til starfa og blanda honum inn í Staðar- fellsgjöfina eða öllu heldur söl- una. Sá sem mest barðist á móti þessu, var hv. 2. lkj. (I. H. B.) og ýmsir fleiri, og það leiddi til þess, að stofnað var til harð- vítugra mótmæla gegn því, að þetta kæmi fyrir i framtíðinni. Jeg hefi einhverntíma sagt og það er í samræmi við skoðanir fjölda manna, að þetta gæti ekki orðið, nema.því aðeins, að ekki yrði farið eftir ákvæðum þeim, sem felast í arfleiðslu- brjefi Herdísar. Jeg hefði ald- rei.gert ráð fyrir því, að nokk- ur stjórn treysti sjer til þess að ganga á svig við siðasta vilja þessa eða annara gefenda. Til þess að skýra þetta nánar, skal jeg lesa nokkur atriði úr brjef- inu, með leyfi hæstv. forseta. 3. liður hljóðar svo: „Að lokum ákveð jeg, Herdís Benediktsen, sem minn síðasta vilja, að þegar útfararkostnað- ur minn hefir verið heiðarlega greiddur ásaint kostnaði þeim, er skiftin eftir mig hafa í för með sjer, og þegar framanskrif- uðu hefir verið nákvæmlega fullnægt, þá skulu allar þær eignir, sem eftir mig verða skuldlausar, eður þrir fjórðu partar allra skuldlausra eigna minna, aðeins með þeim tak- mörkunum, sem jeg hef ákveð- ið í 2. lið, ganga til stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi, og er sú ráðstöfun mín gjörð, bæði af einlægum vilja minum og samkvæmt þeirri ósk, sem einkadóttir mín elskuleg, Ingi- leif Sólborg Charlotta Benedikt- sen ljet fleirum sinnum í ljósi við mig sein sinn hjartans vilja“. í 4. lið stendur ennfremur: „Þessi gjöf mín til kvenna- skólastofnunar á Vesturlandi óska jeg að beri nafn okkar mæðgna og heiti „minning Her- dísar og Ingileifar Benediktsen". Gjöfin skal vera undir stjórn og umsjón landshöfðingjans yf- ir íslandi, og er það vilji minn, að henni verði komið í konung- leg ríkisskuldabrjef og renturn- ar lagði upp í 10 ár og þeim bætt við höfuðstólinn, sem ald- rei má skeraða, heldur aðeins verja vöxtum hans til áminnstr- ar skólastofnunar. Að uingetn- um 10 árum liðum, skal enn leggja upp renturnar af öllum höfuðstólnum, eins og hann þá er orðinn, þangað til svo mikið fje er fyrir hendi, að landshöfð- inginn, eftir samráði við amts- ráðið í Vesturamtinu, álitur það nægilegt til þess að setja kvennaskólann á stofn, svo að hann geti tekið til starfa án þess að höfuðstóllinn sje skert- ur“. Það þarf ekki að lýsa hin- um rauða þræði þessa brjefs, sein er sá, að skólinn skuli ekki setlur á stofn fyr en hann er orðinn svo efnaður að hann geti sjeð fyrir sjer sjálfur. Þetta byggi jeg bæði á brjefinu og eins á umsögn manna sem voru þessu kunnugir og þekt höfðu þessa merkiskonu, Viðvíkjandi þvi atriði að í brjefinu er talað um lándshöfðingja, þá segir sig sjálft, að í þess stað er nú um viðkomandi ráðherra að ræða. En um amtsráðin er það að segja að aðrir aðilar'hafa kom- ið í stað amtsráðs Vesturamts- ins. Get jeg í því efni visað til kgl. tilsk. frá 2. inars 1908 sem hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Þá er til þess kemur að stofna Ivvennaskóla í hinu fyr- verandi Vesturamti af sjóði „Minning Herdísar og Ingileifar Benediktsen" skal leita álita sýslunefndanna i nefndu amti um þau alriði, er amtsráði Vesturamtsins var ætlað að hafa afskifti af samkvæmt gjafabrjefi frú Herdísar Bene- diktsen“. Jeg vona nú að hæstv. dóms- rálaráðh. lái mjer það nú ekki, þótt jeg furði mig á, ef þessari ákvörðun hefir verið slegið fastri, án þess að viðkomandi sýslunefndum hali verið gefinn kostur á að segja álit sitt um það. En mjer er kunnugt urn að það hefir ekki verið gert. Þess hefði þó mátt vænta, því hæstv. stjórn var vel kunnugt um öll þau andmæli sem fram hafa komið gegn því að þessi sjóður tæki til starfa fyr en hann væri þess megnugur að sjá um skólann að öllu leyti, og að honum yrði ekki slegið saman við annað gjafafje. Jeg get ekki fallist á þá afsökun, sem jeg býst við að hæstv. stjórn muni koma með að þessu hafi verið slegið föstu þegar tekið var við Staðafells- gjöfinni. Enda á að kenna þá gjöf við þá fóstbræðurna. Gest heit. Magnússon og Magnús heit. Guðmundsson. Og enda þótt sá skilningur sje í það lagður, að Alþ. hafi tekið við gjöfinni með þvi skilyrði að Herdísarsjóðnum yrði slegið saman við hann, þá getur það ekki skoðast hindandi, því slíkt var ómögulegt að gera, nema með því að ganga á svig við síðasta vilja stofnanda sjóðsins. Um það, hvert fyrirkomulag yrði haft á skólanum, legg jeg ekki eins mikið upp úr, þótt miðað væri við Ytrieyjarskól- ann, þá hafa breyttir tímar gef- ið rjett til hagkvæmara fyrir- komulags. Hitt er aðalatriðið að sjóðurinn sje ekki látinn byrja fyr að starfa, en hann er fær um að bera uppi allan kostnað af skólahaldi. Sjóðurinn var í árslok 1927 kr. 141736.04 og við það hafa svo bæst 5% vext- ir á árinu 1928, nemur það nokkrum þúsundum kr. Jeg hafði ekki búist við því að sjá þetta í aths. við fjárlagafrv. Jeg verð að líta svo á, að þetta sje geTt án hæfilegrar heimild- ar. — Jeg veit það, að jeg tala hjer fullkomlega í samræmi við vilja þeirra aðila, sem um þetta eiga að fjalla og sem jeg nefndi áðan. — Það er nú máske barnalegur skilningur hjá mjer, en jeg leit nú saint svo á, að Alþ. kæmi þetta ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það eru ráðh. og sýslunefndirnar sem hafa umráða- og ákvörðunar- rjett um þenna sjóð. Og standi sá skilningur minn óhaggaður, þá sje jeg ekki að Alþ. hafi neitt með þetta að gera. Og þá er því líka óheimilt að taka á móti gjöf, sem setur það skil- yrði að þessir sjóður sameinist henni og að þar verði skóli frú Herdísar settur. Og jafnvel þótt Alþ. hafi gert eitthvað i þessu máli, sem því bar enginn rjett- ur til, þá heimilar það nú stjórninni engan veginn að gera þetta. Ef hún hefir gengið fram hjá rjettum aðilum, þá hefir hún að minu viti enga heimild haft til að stofna þenna skóla nú. Ef sú regla yrði upp tekin

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.