Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 2
2
V O R Ð U R
að ganga fram hjá skilmálum
gjafabrjefa, þá mundi engir
sjá sjer fært að gefa slíkar
gjafir. Þeir geta þá ávalt átt á
hættu, að ákvæði þeirra yrðu
síðar að engu höfð.
Jeg skal viðurkenna að þetta
stendur i gjafabrjefi Magnúsar
Friðrikssonar og má því máske
segja að Alþ. hafi lofað þessu.
En jeg tel þáð nú samt ekkert
samþ. Alþ. þótt þetta hafi ver-
ið borið undir einhverja nefnd
í þinginu, ef það hefir ekki ver-
ið samþ. af Sþ. eða annari
hvorri deild þingsins. Jeg hefi
áður leyft mjer að bera fram
Loksins föstudagskvöldið 10.
þ. m. var sýnd málamynda-
viðleitni til þess að Ijetta af
því þinghneyksli sem orðið er
af meðferð þingsins á vinnu-
dómsfrumvarpinu. Dómsmála-
ráðherranna hafði ekki fyr sýnt
sig við umræður um þetta
merka mál. Nú kvaddi hann
sjer hljóðs. Taldi hann að
vinnudómsfrumv. væri sprottið
af öfgum Ihaldsmanna. Gegn
þeim færi svo öfgar jafnaðar-
manna. Framsóknarmenn einir
færu hinn gullna meðalveg.
Kvað hann samþykt frumvarps-
ins mundu hafa þær afleiðing-
ar, að ef verkamenn neituðu að
hlýða dóminum yrði ríkið að
geti neytt þá til að taka upp
vinnu en ef útgerðarmenn neit-
nðu að hlýða honum, yrði
stjórnin að taka skipin eignar-
námi. Ólafur Thórs tók þá til
máls. Benti hann ráðherra m.
a. á, að jafnvel þótt ástæða væri
til að gera ráð fyrir, að nú eft-
ir að málið hefði sofið á 3ja
mánuð á þinginu, væri margir
farnir að ryðga í þvi, mundu
þó flestir muna, að 2 af 5 flutn-
ingsmönnum frumvarpsins væri
Framsóknarmenn og ætti þvi
flokkurinn % af þeim öfgum,
sem ráðh. taldi felast í frum-
varpinu. En annars væri það
eftirtektarvert, að bæði ráðherr-
ann og aðrir andmælendur
frumvarpsins yrðu að leggja alt
annan skilning í frumvarpið en
frumvarpið gæfi ástæðu til, til
þess að fá átyllur til að and-
mæla því. Frumvarpið sjálft
bæri það með sjer — enda
hefðu allir formælendur þess
tekið það fram að gildi þess
fælist í því, að með dómsúr-
skurði væri þær tálvonir drepn-
ar, sem til þessa hefðu valdið
öllum kaupdeilum hjer á landi.
En hitt væri alger misskilning-
ur að ríkið þyrfti að beita
nokkrum þvingunarráðstöfun-
um, því að tilgangur dómsins
væri sá einn, að ef útgerðar-
menn vildu gera út, yrðu
þeir að borga dómsúrskurð-
að kaup, og ef verkamenn
vildu vinna yrðu þeir að gera
það fyrir dómsúrskurðað kaup.
Að öðru leyti talaði Ólafur
alment um málið. En í miðri
ræðu Ólafs tók dómsmálaráð-
herra á rás og sýndi sig ekki í
deildinni þær 3—4 stundir sem
umræðurnar stóðu eftir þetta.
Annars lýsti Pjetur Ottesen
hinni algerlegu dæmalausu með-
mótmæli gegn þessu. Og jeg
hefi sömu skoðun enn.
Mjer þykir nú að sinni ekki
ástæða til að fara frekar inn á
þetta mál. Jeg býst nú við að
hæstv. dómsmálaráðh. muni
gefa góð og gegn svör, eins og
vænta má af honum. Syldi það
gleðja mig mjög ef þau sýndu
það að ótti minn væri með öllu
ástæðulaus og að enginn lík-
ræningjaháttur væri framinn í
þessu máli. —• En því nafni
kalla jeg það, ef stjórnin ekki
framkvæmir síðasta vilja lát-
inna manna.
ferð stjórnarflokkanna á þessu
máli, á þessa leið:
Frumvarpinu var útbýtt 22.
febrúar.
Fyrst er það tekið á dagskrá
25. febrúar en var tekið út af
dagskrá.
Daginn eftir er málið aftur
á dagskrá en er tekið út.
Enn kemur það á dagskrá 4.
mars og tekið út af. Loks hinn
5. mars er málið til umræðu
og er vísað til allsherjarnefnd-
ar 7. mars.
Sextán dögum síðar hafði
minnihluti nefndarinnar, Magn-
ús Guðmundsson og Hákon
Kristófersson, skilað áliti sínu.
Nefndarálit 2. minnihlutans,
Gunnar Sigurðsson, kom 1. mai,
tveim mánuðum og 6 dögum
eftir að nefndin fjekk málið til
meðferðar.
Daginn þar á eftir kemur svo
nefndarálit þriðja minnihlutans,
Hjeðins Valdimarssonar.
Magnús Torfason skilaði
aldrei neinu nefndaráliti.
En eftir að nefndarálit þeirra
Gunnars og Hjeðins eru fram-
kornin hefst skrípaleikurinn að
nýju í deildinni.
2. maí er málið tekið á dag-
skrá en var tekið út.
3. maí er það enn á dagskrá,
en er tekið út.
4. maí er það á dagslcrá, en
er tekið út.
7. maí er það á dagskrá, en
er tekið út.
Og loks 10. maí kemur það
til umræðu.
Svona hneykslanleg meðferð
á stórmáli er alveg dæmalaus
hjer á þingi.
Þá mintist Pjetur á frum-
varp það ^em þeir G,unnar og
Magnús Torfason báru fram
um breytingar á lögunum um
sáttasemjara. Það frumvarp
hefði komið fram 26. apríl og
hefði það átt örðuga fæðingu.
En göfugt myndi ætternið vera
því auk hinna tveggja vísu
feðra ætti stjórnin töluverðan
þátt í þessu frumvarpi og enn
hefði Magnús Torfason lýst því
yfir, að ýmsir mætir borgarar
þessa bæjar hefðu einnig verið
þarna að verki.
Annars sneri ræðumaður sjer
aðallega að Magnúsi Torfasyni.
Magnús vildi láta í veðri vaka
að hinn svívirðilega afgreiðsla
málsins af hendi þeirra Fram-
sóknarmanna í nefndinni væri
því að kenna að þeir hefðu lagt
svo mikla vinnu í hið vitagagns-
lausa frumvarp sitt. — Væri
hann að reyna að klína skömm-
inni, sem á honum hvíldi út af
framkomu hans í þessu máli á
aðra. En ræða Magnúsar hefði
verið hámark hræsni, yfirdreps-
skapar og blygðunarleysis.
4 Framsóknarmenn sýndu
þann manndóm að greiða frv.
atkvæði til 3ju umræðu. Og
voru það auk flutningsmann-
ann Jörundar og Lárusar, þeir
Halldór Stefánsson og Benedikt.
Framkoma Framsóknar-
manna í þessu máli sýnir
greinilega hvað þeir eiga örð-
ugt uppdráttar. Þeir eru hreint
og beint inilli steins og sleggju.
Flestir þeirra eru í hjarta sínu
málinu innilega hlyntir. En hin
óbilgjarna andstaða jafnaðar-
manna neyðir þá til undan-
halds. Þetta frv. er merkasta
viðleitnin, sem sýnd hefir verið
til þess að efla vinnufriðinn í
landinu. Slíkar úrlausnir eru
hvarvetna mál miðflokkanna.
Það kemur þessvegna úr hörð-
ustu átt þegar dóinsmálaráð-
herrann er að tala um Fram-
sóknarflokkinn sem miðflokk
einmitt á því augnabliki sem
flokurinn er hvað átakanlegast
að bregðast því hlutverki.
Af Fljótsdalshjeraöi.
Heim erum heilir komnir fje-
lagar. „Esja“ hafði hæg veður
og hagstæð, svo ferðin gekk
fljótt og tíðindalaust. Sjóveikin
gerði til muna minna vart við
sig en á suðurleið. Við gátum
oftast spilað eða þá verið á
þiljum uppi og notið hins feg-
ursta útsýnis. Hvergi fanst mjer
náttúran jafn einkennileg eins
og á Hornafirði, þangað vildi
jeg koma aftur og hafa lengri
viðdvöl á sumardag. Annars
stóð „Esja“ talsvert lengi við á
Hornafirði í þetta sinn. Hún
hafði töluvert mikið af vörum
þangað, en uppskipun er erfið
og seinleg, um langan veg á
bátum milli eyja og skerja.
Fjölda margir farþegar fóru þar
í land og sumir jafnvel í bil inn
í sveitina. Hinir voru þó fleiri
sem ekki þorðu að eiga slikt á
hættu, en hröðuðu sjer aftur
um borð.
Um fótaferð á þriðjudags-
morgun 9. apríl vorum við á
Reyðarfirði; nutum þar gestrisni
og góðra viðtakna hjá þorpsbú-
um og samferðamönnum. Síðan
fengum við bíl upp að Lagar-
fljóti og komumst flestir heim
um kvöldið. Hjeraðsbúar glað-
ir og ánægðir yfir ferðinni.
Jeg vil nú biðja „Vörð“ fyrir
kærar kveðjur frá okkur til
hinna mörgu mætu manna, sem
við kyntumst í Reykjavik og sem
á allan hátt gerðu oss dvölina
þar ánægjulega og eftirminni-
lega. Ennfremur þökkum við
öllum samferðamönnum og
samstarfsmönnum samveruna,
og óskum hins besta árangurs
af fundinum.
Hjer ríkir enn sama ágætis
tíð. Sólskin og blíða á degi.
hverjum, en þvi miður frost á
nóttum nokkuð oft svo gróðri
miðar smátt áfram. Fjalldrap-
anum miðar best áfram, því
jörðin er frostlaus, hann er að
byrja að laufga. Sumir hafa
beitt kúm á kvistinn síðan á
góu, og nú segja þeir, að kýrn-
ar sínar sjeu farnar að græð-
ast. Annars eru kýr ekki leyst-
ar út alment ennþá.
Fjenaðarhöld hafa verið með
langbesta móti á þessum vetri,
og er það sjálfsagt mest að
þakka veðurblíðunni. Vel má
svo fara, að við þetta drepi
nokkuð niður ormaveikisfar-
aldri þeim sem hefir ætlað að
drepa alt hjer á Hjeraði und-
anfarin ár.
Talið er að ormaveikt fje
sýki jörðina á vorin og svo her-
ist sýklarnir aftur í fjeð úr
heyjum og beit. Nú virðist lítið
um veikina í fjenu og mætti þá
vera að þessi hringrás rjenaði
og máske stöðvaðist. Jíinkum ef
fleiri góð ár fylgdust að.
Heilsufar hefir mátt heita
gott í vetur. Innflúensa hefir
þó borist um Hjeraðið af Fjörð-
unum, en hún hefir verið svo
væg hjer, að kvef má heita.
Illa mælist það fyrir hjer um
slóðir, ef Alþingi fellir frum-
varpið um vinnudóminn. Þyk-
ir það sanna til hlítar það, sem
áður var reyndar vel vitað, að
jafnaðarmennirnir svonefndu
hefðu ráð þings og stjórnar í
hendi sjer. Framsóknarbænd-
urnir hafa aldrei viljað ganga
inn á þetta, en fari svo að
vinnudómurinn falli, þá fá þeir
ekki framar móti mælt. Hjer er
annars dauft yfir öllu stjórn-
málalífi, sem öðru fjelagslífi.
Frá Alþingi frjettist ekkert
markvert, er sett geti hugina í
hreyfingu og góða tíðin hvetur
til þess að beina líkamlegri og
andlegri orku til verklegra
framkvæmda. Þess' er og hin
fylsta þörf, því hjer er ónum-
ið land.
13. apríl 1929.
Einn af átjcui.
Tervani o.fl.
Úr brjefi til vinar og frænda
frá bónda í Dýrafirði.
Jeg frjetti að þú, á pólitísk^
um fundi, hafir viljað lýsa
trausti á Jónasi ráðherra fyr-
ir aðgerðir hans í Tervanimál-
inu. En svo langt vildi fund-
urinn ekki ganga í því að Iiggja
flatur með ráðherra fyrir ótta-
sakir við breskt rjettarfar. Enda
það rjettarfar aldrei nýðst á
rjettarfarsreglum lands vors
gagnvart brotlegum togurum
frá hreskum útgerðarstöðvum.
Öllu fremur hefir stjórnarrödd
þess svarað klögunum útgerðar-
manna um þungar búsifjar
togara sinna hjer við land,
þannig að þeim bæri að halda
og virða þau lög sem hjer eru
gildandi í því efni.
Því hefir verið haldið fram
að varðbáturinn sem hlut átti
að máli hafi ekki verið löglega
útbúinn að skriffærum og fl.
Mjer er nú ekki kunnugt um
hvort þetta hefur verið lög-
formlegur varðbátur með skot-
tækjum, eða að eins til að taka
númer af brotlegum togurum.
En hvað um það, hann var þó
altaf jafn rjetthár eins og
ýmsir aðrir bátar sem númer
& --------w
VÖRÐUR 1
vikublaC, kemur út & laugard.
Útgefandi:
Miðstjórn íhaldsflokksins.
Rltstj.: Árni Jónsson frá Múln,
Hellusundi 6.
Afgreiðslumaður og gjaldkeri:
Ásgeir Magnússon,
Hrannarstig 3.
Skrifstofa i Varðarhúsi:
Ritstjórinn við fyrst um sinn
10—12 árd. og 5—7 siðd.
Simi 2339.
Afgreiðsla i Varðarhúsi:
Opin 1—4 siðd. Simi 2339.
Verð 8.00 kr. árg. Gjalddagi
1. júli. Einstök töluhlöð 15 au.
Heimasimi
Árna Jónssonar 869.
Heimasimi I
Asgeirs Magnússonar 1432. J
k áS
hafa tekið og sannað hafa land-
helgisbrotið með eiðfestum
framburði bátsverja, enda ís-
lenski togarinn, sem hjer átti
hlut að máli, dæmdur af und-
ir- og hæstarjetti eftir þeim
gögnum. Samskonar dómi hefði
sá enski átt að sæta þá er til
hans náðist. Jeg efast heldur
ekki um að sektardóm hefði
hann fengið ef dómstólarnir
hefðu um málið fjallað.
Að rökstyðja málefnið með
því að væna Hæstarjett um
ranga eður hlutdræga dóma
eins og Jónas sem ráðherra
mun sannanlega hafa gert er
fjarstæða og óforsvaranlegt.
Það setur svartann blett á
þjóðheildina og er aðdróttun að
henni um að hún eigi þesshátta
menn í svo hárri og ábyrgð-
armikilli stöðu, og verst ef það
álit gæti fest rætur út á við hjá
þeim er ekki þekkja til hvað
hlutaðeigandi ráðherra er óorð-
var og inunnramur.
Sjálfum sjer er hann reynd-
ar verstur að þeim bletti er
hann setur á sjálfann sig með
slíkum aðdróttunum.
Mega allir vita, að í hæsta-
rjettardómstöðuna eru ekki
skipaðir aðrir en þeir sem trú-
að er til að vera uppyfir það
hafnir að beita hlutdrægni
í dómarastöðum og auk • þess
hámentaðir menn í Iögurn og
rjettarfari. Jeg veit ekki annað
en að þetta sje viðurkent í
öllum siðmenningarikjum og
að þing og stjórnir álíti það
skyldu sína að virða og meta
sinn æðsta dómstól öllu öðru
fremur nema rökfullar sann-
anir sjeu til hins gagnstæða.
Með tiltæki sínu í Tervani-
málinu hefur Jónas sem ráð-
herra bægt rjettaraðiljum
landsins frá að fella dóin í
málinu sem þó har að vera,
samkvæmt dómi þeirra sem sá
íslenski fjekk og var hinum
meðsekur.
Jeg hefi ekki tíma til að
skrifa þjer um ofsóknir Jónas-
ar sem ráðherra, á einstaka
menn í mótflokki hans, og alt
það dekur og fjárhagsleg þæg-
indi sem hann veitir sínum
fylgifiskum.
Var það t. d. sanngjörn með-
ferð á þingmanni Norður-ís-
firðinga er hann var beittúr á
þingi í fyrravetur í tilefni af
Hnífsdalsmálinu? Maður, sem
enginn veit annað en sje í alla
staði saklaus í því máli.
Afdrif vinnudómsins.