Vörður

Tölublað

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 4

Vörður - 18.05.1929, Blaðsíða 4
/ 4 V ö R Ð U R Kaþólska kirkjan og Mexikó. í 12. tbl. Varðar er í erlend- nm frjettum farið mjög órjett- látum orðum um kaþ. kirkjuna i sambandi við áhrif hennar í Mexíkó. Vil jeg taka það fram að kaþ. kirkjan, þó hún sje ekki fyrst og fremst vísindastofnun, hefur ávalt stutt vísindi og mentun af fremsta megi og ber traust til þess að hún muni fá mestan viðgang, hvað snertir hið guð- dómlega umboð hennar að kenna öllum þjóðum náðarboð- skapinn, í þeim löndum sem eru á hæsta mentunarstigi. Þess vegna hefur hún ávalt þlynt að vísindum, að listum og að bókmentum, reist aistaðar skóla af öllu tagi og átt fjölda vísindamanna. Til að dæma rjett um áhrif trúarfjelaga í þeim efnum þarf að taka til samanburðar lík lönd, svo að líkar ástæður sjeu fyrir hendi, og ber að greina vel á milli þess sem land og landslög leggja til og þess sem trúarfjelögin koma til leiðar með dugnaði sínum. Og hver og einn verður að játa, að kaþ. kirkjan á algjör- lega sjerstöðu í þeim efnum, þar sem innan vjebanda henn- ar eru svo mörg reglufjelög, og mörg þeirra mótast einmitt af vísindastörfum, kenslustörfum og líknarstörfum. En þar eð mjer er takmark- að rúm í blaðinu, vil jeg stutt- lega gera grein fyrir áhrifum kaþ. kirkjunnar í Mexikó. Árið 1519, er Fernando Cortez lagði landið undir Spánverja var mexíkanska þjóðin í mestu eymd. Grimmar mannfórnir voru ennþá viðhafðar i þús- undatali. Þessi grimdarverk hurfu jarðóðum og kristin trii (þ. e. kaþólska trúin) kom til Mexíkó. Og nú er Mexíkó kaþólskt land, með rúmum 13 milj. kaþ. af ca. 15 milj. íbúa. Þrældómur var afnuminn mjög fljótt, mest að tilhlutun hins fræga svartmunkaprests Las Casas. Mjög bráðlega voru allskon- ar skólar settir á stofn, — og árið 1553 hafði Mexíkó þegar háskóla. Margir merkir rithöfundar og fræðimenn risu upp meðal Indí- ána. Alexander von Humboldt vitnaði þannig urn Mexíkó eftir að hafa íerðast þar um: „Eng- in borg hins nýja meginlands, jafnvel ekki í Bandarikjunum, getur sýnt mönnum eins mikl- ar og fastgrundvallaðar stofn- anir og höfuðborg Mexíkós". í byrjun 19. aldar sannaðist það að Mexikó hafði tiltölulega fleiri skóla og fleiri nemendur í þeim en Stóra-Bretland. Auk þess naut Mexíkó allskonar vel- gjörða — og líknunarstofnana, margfalt meir en nokkur önnur nýlenda annara þjóða. Alt þetta skeði mest fyrir tilstilli kirkjunnar og á hún þá einnig skilið lof fyrir það. En enginn getur álasað kirkj- unni fyrir það að gera ekki meira fyrir Mexíkó, þegar fjand- sainleg stjórn í samráði við er- Ienda yfirgangsseggi lætur loka skólum hennar, rænir æðri mentunarstofnunum og reynir alt til að afkristna landið. Og hver fær ekki skilið að Mexíkanar geri uppreisn gegn stjórn er hefir á 2—3 árum fórnað frá 10.000—15.000 mannslífum í ofsókn sinni gegn kaþ. kirkjunni, og viðhaft grimd, sem er fyllilega hlið- stæð ofsóknaræði Neró’s keis- ara? — Jóhanncs Gunnarsson kaþ. prestur. Aths. Sjálfsagt þykir að birta hina kurteislegu athugasemd sjera Jóhannesar Gunnarssonar. En jafnframt er rjett að benda honum á, að ummæli þau, sem hann telur móðgandi fyrir ka- þólsku kirkjuna, eru bygð á dómum merkra erlendra blaða. En þó svo sje, þá er ekki fyrir það að synja að sjera Jóh. G. kunni að hafa ábyggilegri heim- ildir um þessi efni. Ritstj. Innlendar írjettir. Steinn Emilsson jarðfræðingur hefir nýlega skrifað grein um íslenska jarð- fræði í þýskt vísindarit. Ihisbruni. Um mánaðamótin brann til kaldra kola ibúðarhús Guð- mundar Gíslasonar, verslunar- manns, á Hornafirði. Utanríkisverslunin 1927. Hagstofan hefir nú lokið við upptalningu á verslunarskýrsl- unum fyrir :rið 1927. Reyndist innflutningurinn alls 53,2 milj. króna, en litflutningurinn 63,2 milj. kr. Er það hvort tveggja miklu hærra heldur en bráða- birgðaskýrslurnar sýndu strax eftir áramótin í fyrra. Lang- mest eru viðskiftin við Bret- land, Spán og Danmörku, 24— 26 miljónir króna við hvert, alls Um 73 milj. eða framundir % af öllum verslunarviðskiftum við útlönd. Spánn hefir tekið % af útflutningsvörunum, en um % alls innflutnings komu frá Danmörl&i og Englandi. — Útflutningur til Þýskalands hefir aukist mjög 1927. Er það mestmegnis síldar- og fiskmjöl og síldarlýsi. Um 1 miljón var útflutningur til Japan (síldar- mjöl og lýsi). Rússland kemur nú í fyrsta sinni fram í versl- unarskýrslunum (síldin rúml. % milj. kr.). (Hagtíð.). Jamboree kalla skátar alheimsmót sín og er nafnið af indíánaupp- runa. — Hið 3ja alheimsmót skáta verður haldið við Birk- enhead á Englandi í sumar. Er gert ráð fyrir að þar muni koma saman um 50 þúsundir skáta frá öllum heimsálfum og flestum löndum. Hjeðan fara 30 skátar á mótið. Sh/s. 1 hríðinni um helgina var gerði ^njóflóð i Fnjóskadal og fórst bóndinn á Belgsá, Karl Kristjánsson, í snjóflóðinu. Þrjá botnverpunga, alla þýska, hafa Óðinn og Þór tekið síðustu viku. Voru tveir þeirra sektaðir í Vest- inannaeyjum en einn á Eski- firði. Þessar kosningar fóru fram í sameinuðu þingi í gær: 1. Yfirskoðunarmenn LR. 1928: Magnús Guðmundsson, Pjetur Þórðarson frá Hjörsey og Gunnar Sigurðsson. 2. Einn maður kosinn í full- trúaráð Islandsbanka til loka aðalfundar 1935; hlaut kosn- ingu Halldór Stefánsson, 1. þm. N. M. 3. Varamaður í sildarútflutn- ingsnefndina til 15. apríl 1931 i stað Jakobs Karlssonar, sem sagði af sjer. Kosningu hlaut Ingimar Eydal kennari á Akur- eyri. 4. Þrír menn í verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðsson- ar: Sigurður Nordal, Hannes Þorsleinsson og Ólafur Lárus- son. Frá Akureyri er símað i gær: Síldareinkasalan hefir birt reikninga sína. Einkasalan hef- ir selt: 126.455 tunnur af saltsíld, 3639 tunnur af millisíld, 7106 tn. af inagadreginni síld, 810 af hreinsaðri saltsíld, 22.792 tn. af kryddsíld og 12.799 tn. af sykursaltaðri sild fyrir alls kr. 5.494.276. Greitt hefir verið til síldareigenda kr. 4.546.929. Á- kveðið hefir verið að greiða 20 aura til viðbótar á tunnu. Stúdentspróf stendur yfir hjer. Ganga 7 stúdentaefni und- ir það. Skólaupsögn 31. þ. m. Tekju- og eignaskattur. Þess- ir greiðendur hæstir: Ingvar Guðjónsson, liðlega 12.000, Guðjón Ólafsson liðlega 10.000, Malmquist Einarsson liðlega 7.000. Afli. Afar mikill fiskafli, svo fádæmi eru til hjer. Ólafsfirð- ingar veiddu 100 tn. af hafsíld i reknet i nótt. Lungnadrep hefir nýlega orðið í sauðfje i Borgarfirði og drepið 40 kindur á Síðumúla, en 10 á Gilsbakka. Á nbkkrum fleiri bæjum hefir þessa illa gests orðið vart. Nýlátinn er i Ilafnarfirði Gúðmundur Helgason bæjargjaldkeri, rúmra 56 ára gamall. G.uðmundur heit- inn var meðal vinsælustu manna og nýtustu borgara kaupstaðar- ins. Borgfirðingar hafa mikinn hug á, að endur- reisa alþýðuskóla sinn, sein nú er á Hvítárbakka, í Reykholti. Eru skólahúsin orðin svo úr sjer gengin, að þau þarfnast bráðra umbóta og þykir þá eft- ir atvikum hentugast að end- urreisa skólann á hinum forn- fræga stað. Ungmennasamband Mýramanna tók mál þetta á dagskrá i fyrravetur og safnaði þá talsverðu fje. Hefir það á- kveðið að safna og leggja fram til nýja skólans 20 þús. kr. Sýslunefnd Mýrasýslu hefir samþykt að leggja skólanum 30 þúsund krónur og jafnhátt til- lag hefir Borgarf jarðarsýsla samþykt. Stúdentagarðurinn. Sýslunefndir Barðastranda- sýslu og Rangárvallasýslu hafa á nýafstöðnum fundum sínum samþykt að leggja fram 5000 kr. hvor fyrir herbergi í garð- inum. Fjölgar óðum þeirn sýsl- um, sem festa sjer verustað Ur og klukkur þurfa allir. Vil jeg því benda á mitt fjölbreytta úrval og hagfelda verð, sem útilokar alla samkepni, því einungis bestu teg. eru seldar. Jafnframt vil jeg benda á mitt fjölbreytta úrval af gull- og silfurvörum, plettvörum og sjónaukum (loftvogir, gleraugu, sjónaukar), saumavjelum, heimsfræg teg- und. Leitið upplýsinga hjá mjer, áður en þjer festið kaup annar- staðar, því það borgar sig. — Uörur sendar um alt land gegn póstkröfu, og teknar aftur eða skift ef óskað er og eru þdð eins dæmi. Eftir pöntun þessarar GuöllÍ A. JÓnSSOIl auglýsingar fæst 10°/o afsl. austurstræti j. reykjavík. Brunatryssinsar sími 254. Sjóvátryssingar sími 542. ásamt Breiðagerði og 1/2 \ Höfða, er til sölu með eða án áhafnar. Laus til ábúðar nú þegar eða síðar eftir samkomulagi. Öll hús á jörðinni nýbygð og miklar girðingar. Tún yfir 30 vallar dagsláttur í mjög góðri rækt. Vjelbátur með tilheyrandi veiðarfærum getur fylgt. — Makaskifti geta komið til greina. Nánari upplýsingar gefur Eggert jónsson Laugaveg 28 C í Reykjavík og eigandi og ábúandi jarðarinnar. Stefán Sigurfinnsson. > 1 — Magnús Guðmundsson Og Lárus Jóhannesson hæstarjettarmálaflutningsmenn Austurstrœti 14. Reykjavfk. Annast allskonar mála- færslustörf, innheimtur, lántökur o. fl. fyrir eirin stúdent á hinu vænt- anlega heimili Mínervusona. Trgggvi Þórhallsson hefir verið lasinn undanfarna viku og ekki getað tekið þátt í þingstörfum. Ársbækur Þjóðvinnfjelagsins eru nýlega komnar út, Al- manakið, Andvari og hið fyrsta bindi af fimm af æfisögu Jóns Sigurðssónar eftir Pál Eggert Ólason prófessor. Er þetta bindi 30 arkir að stærð og er gert ráð /yrir að hin verði álíka. Jarðamatið. Fundur formanna jarðamats- nefnda hófst hjer í bænum 8. þ. m. og sitja hann 20 menn, víðs- vegar af landinu. Hlulverk fundarins mun einkum vera það, að samræma mat víðsvegar á landinu og kjósa jarðarmats- menn. Magnús Olsen prófessor í norrænum fræð- um flytur um þessar mundir fyrirlestra um rúnir og forn- sögu Norðmanna, sem gestur háskóla íslands. Er prófessorinn talinn einn færasti vísindamað- ur Oslóháskóla í sinni grein. Dvaldist hann hjer nær sumar- Þjer kaupið allskonar ullarvörur best og ódýrast í Vöruhúsinu. langt i'yrir 19 árum og talar prýðisvel íslensku. Er hann í þetta sinn staddur hjer með konu sinni og ætla þau að íerð- ast út um sveitir þegar fyrir- lestrunum er lokið, og dvelja hjerlendis fram á sumar. Síra Einar Friðgeirsson prestur á Borg varð bráð- kvaddur síðastliðinn sunnu- dagsmorgun. Hann hafði fyrir skömmu fengið lausn frá prest- skap og hafði ætlað að ferma börn og kveðja söfnuð sinn þennan dag. Læknisembætti. Um Borgarfjarðarhjerað sækja Daniel Fjeldsted, Eggert Einars- son frá Reykholti, Eirikur Björnsson, Lárus Jónsson, Lúð- vík Nordal og Magnús Ágústs- son frá Birtingaholti. Um Dalahjerað sækja Eirílc- ur Björnsson, Haraldur Jóns- son, Jens Ág. Jóhannesson, Kristján Sveinsson, Lárus Jóns- son og Lúðvík Nordal. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.