Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 14
14 MENNTAMÁL bókum barna eru kaflar og tilvitnanir í þessi gullaldarrit þjób'- arinnar, en þó er það álit margra, að hin uppvaxandi kynslóð eigi lítt staðgóða þekkingu á íslendingasögunum, þótt hún kunni að nefna nöfn og tiigreina atvik úr þeim. Það er ætíð rnikið álitamál, hve miklum tínta nútíma unglingur getur varið til þess að kynna sér fortíðina. Viðfangsefni nútímans ílykkjast að honum og ofhlaða þrek hans.og námsgetu, en það þarf þó enga fornaldardýrkun til að viðurkenna það, að leikni í móðurmáli voru hyggist fyrst og fremst á staðgóðri þekkingu á sögu og bókmenntum fornaldarinnar. Er j)etta svo viður- kenndur sannleikur, að slíkt þarf ekki frekari útlistunar við. Það, sem verður því aðalefni þessarar ritgerðar, er að ræða um þær leiðir, sem líklegar eru ti! að ná því marki, að æsku- menn Islands fái með sjálfsnámi þekkingu á máli og sögu þjóðarinnar á tímum Islendingasagnanna. Eins og nú er hátt- að fræðslumálum vorum, eru Irarnaskólarnir sterkasti þáttur- inn í þekkingarjmoska barnsins. Þar verða því fram að fara þær tilraunir, sem gerðar verða til þess að ná því marki, er að framan getur, að börnin kunni meira en nefna „Njál, Gunn- ar, Kjartan, og íleiri þessa karla.“ I námsbók í íslandssögu, eítir Jónas jónsson skólastjóra, er gerð tilraun i þessa átt, þar sem teknar eru upp í fyrra hefti sögunnar næstum orðréttir kaflar úr sumunt sögunum og allnákvæmar lýsingar á söguhetjunum, ásanit tilvitnunum í sjálfa söguna, en ]iað þykist eg þó hafa reynt, að erfitt sé að fá börn til sjálfsnáms í beinu sambandi við sögunámið, og er ])ar sérstaklega um að kenna því, hve börnin eru ung og óþroskuð, þegar þau eru að læra jiessi byrjunaratriði í sögu íslands, og því, hve margar sögur korna þar við efni, svo að lieildaráhrifin verða ekki nógu sterk. Það, sem einkum vinnst á þessum árum, er fyrst og fremst það, að laða börnin að sögu- náminu og festa þeim í minni hf og athafnir glæsilegustu manna fornaldarinnar, og á þessurn fyrstu árum vinnst ])að, eða aldrei ella, að sagan verði börnunum í framtíðinni eins og lifandi myndir úr lifi fornmannanna, og er þar með fenginn góður

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.