Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 15 grundvöllur undir ])að starf, sem eg tel aÖ barnaskólarnir eigi að inna af hendi í þágu móðurmálsins, með það mark fyrir augum, að fá börnin til að kynnast af lestri sagnanna fram- setningu og orðavali höfundanna, og auðgast að orðaforða og stilgáfu. Aðferð sú, sem eg vildi vekja athygli á, er þessi: Síðustu tvo veturna, sem börnin eru í skólanum, hefi eg sett á stundatöflu þeirra 1—2 tíma á viku, allan veturinn, „sögð saga“. í þessum tímum hefi eg svo valið mér, strax að haust- inu, einhverjar tvær af merkustu íslendingasögunum, og sagt þær smátt og smátt, sem næst orðréttar. Hvaða sögur mað- ur velur, fer nokkuð eftir héruðum og staðháttum, en hér í Stykkishólmi hefi eg oftast valið Eyrbyggju, Laxdælu, Grettis- sögu, Gísla sögu Súrssonar, Gunnlaugs sögu ormstungu, liárð- ar sögu Snæfellsáss, og ennfremur Njálu og Egilssögu, ef börn- in hafa verið vel þroskuð. Hefi eg venjulega komist yfir tvær stórar sögur og eitthvað af smærri sögunum, á einum vetri. Eg hefi haft þá aðferð, að búa mig rækilega undir tímana, en hafa þó jafnan bókina á borðinu hjá mér, og reyna að segja söguna sem næst orðrétta. Les þá og oft upp skiljanlegar vís- ur og snjallar lýsingar á söguhetjunum. Hefi eg oft haft tvær deildir elstu barnanna saman i þessum tímum, og oft verið þröngt i sætum, en thnarnir þó verið þeir hljóðlátustu og liestu i skólanum. Börnin heita allri sinni eftirtekt og at- hygli og auðgast að clómgreind og orðaforða, en ])að, sem mest er um vert, þau fá löngun til þess að lesa ]iessar sögur sjálf og þá drekka þau ósjálfrátt í sig stílþrótt fornmanna. Mörg börnin, en þó einkum drengirnir, hafa haft það að reglu, að lesa jafnóðum þær sögurnar, sem eg hefi sagt, og þá oftast lesið fyrirfram þann kafla, sem eg hefi ætlað að segja frá, og ])ó eg geti ekki sýnt það með skýrslum eða tölum, ])á er eg þess fullviss, að þau börnin, sem sjálf lesa sögurnar, eiga ekki eins erfitt með stílgerð, eru auðugri að orðavali og kunna lietur að forma setningar, og þarf í þeim stílum minna að strika út af voða, voðalcga, afskaplcga, og öðrum nýyrðum hins dag- lega máls þeirra. f sambandi við umræður um efni sögunn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.