Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 27 muncli stuðla aÖ aukinni kynningu og skilningi milli Þjó'Överja •og íslendinga. Þeir kennarar hér á landi, sem taka vilja þátt i námskeiðum þeim, er hér hafa veriÖ nefnd, geri fræ'ðslumálaskrifstofunni í Arnarhvoli aÖvart um þaÖ fyrir lok aprílmánaÖar n.k. Þýsk landafræði. H. Harms heitir mjög merkur þýskur laiidafræðingur, sem :með ritgerÖum sínum og bókum um landafræði hefir stefnt að ]jvj, að auka skilning manna og áhuga fyrir landafræðilegum •efnum. Til þess að geta náð þessu takmarki sínu sá hann, að nauðsynlegt var að geta heillað hugi barna og unglinga, en til þess að það mætti takast, áleit hann að breyta þyrfti vinnu- aðferðum þeirra við námið. Harms komst að raun um það, að mörg börn urðu þeirri stundu fegnust er þau losnuðu úr skól- anum, vegna þess að þar höfðu þau verið spurð út úr því er þau höfðu lært heima, ýmist utanbókar eða sem næst þvi. Börn- in urðu að sitja eins og brúður á meðan á yfirhcyrslunni stóð. Spyrðu þau frekar út i það, sem verið var að yfirheyra J>au i, voru þau skömmuð fyrir skilningsleysi og heimsku. Það var því ekki að uridra, þótt börnin fengju óbeit á sliku námi. Harms vildi láta nemendurna nota timann í skólanum til þess að vinna, en ekki til eintómrar yfirheyrslu. Nemendur áttu að fá bækur við þeirra hæfi til þess að vinna úr. Sérstaklega jmrfti að kenna þeim að nota landabréfin, sem Harrns áleit bestu námsbókina sem völ er á í landafræði. „Látið nemend- urna sjálfa teikna kort, þá munu þeir komast að raun um, að kortabækurnar kunna frá mörgu að segja,‘‘ sagði hann. Enn- fremur segir Harms: ,,Það er enginn vandi fyrir kerinslubók- ■arhöfund að semja kennsluhók, sem í eru eintómar spurninga; nm ];að efni, sem kennsluhókin á um að fjalla, en það eru ekki

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.