Alþýðublaðið - 13.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.03.1923, Blaðsíða 2
2 Siðir og veojur. Hvers vegna eru fánar dregnir í hálfa stöng? Þannig spyr maður mann, þegar fánar bæjarmanna blalcta í hálfu tré. Og spyrjandi fær svar, et til vill ekki ákveðið, en venjulega eitthvað á þessa ieið: Það er einhver embœttis- maður, einhver Iwfðivgi látinn, eða þá, að verið er að jarða ein- hvern úr flokki hinna œðri stétta. Hitt vita allir, að hér eru fán- ar eigi sýndir sem sorgartákn, þótt borist hafi um bæinn and- iátsfregn einhvers manns, karls eða konu, úr hóp verkamanna- stéttarinnar, jafnvel þótt það h^fi verið gamall og góður með- borgari, í alla staði heiðarlegur, en ef til vill ekki rfkur maðar. Ónei. Vér íslendingar höfum aldrei verið eftirbátar annara þjóða í því, er snertir hið andstyggi- legasta manngreinarálit. Þessi ytri merki um sanna(!) mann- virðingu eða öllu heldur órækan vott um tildur og hégómaskap og beina illgirni vilja menn láta ná sem lengst, helzt út yfir gröf Og dauða, ef auðið væri, Ekki lasta ég það, heldur tel sjálfsagða skyldu, að heiðruð sé minning látinna merkismanna. En mannvirðingin og samúðin ættu að ganga jafnara yfir en nú tfðkast, hvort heldur ræðir um virðingu gagnvart lifaudi mönnum eða þeim dauðu. Það mætti segja svo margt því til sönnunar, hve manngreinar- álitið á sér djúpar, en fúnar rætur f landi voru, ekki sízt í höfuðstað þess. Hér verður þó að eins minst á þennan eina þátt manngreinarálitsins, sem sé »flaggstangasorgina< eða lík- dýrkunina. Gestur skáld Pálsson lætur þess getið í fyrirlestri sínum: »L(fið í Reykjavík<, að það hafi verið orðin föst venja f bænum að flagga í hálfa stöug fyrir hverri einustu jarðarför. Tæp- legá mun þó þetta hafa verið svo alment, að eigi hafi verið farið eftir stéttamun með flögg- Unina. En það hefir borið minna á þessum mannamun, meðan bærinn var fámennur. Hitt er þar á móti auðsætt, ALÞYÐUBLA ÐIÐ að fánar hafa þá vetið dregnir í hálfa stöng fyrir dauðsfalli og útför hvers manns úr þeim stétt- um, sem þá voru álitnar hinar æðri. Nú á tímum er það að minsta kosti algengast, að þassi jöfnuður nær eigi lengra en það, að jafnvel nafnkunnir og merkir menn úr stétt iðnaðarmanna og verkamanna eru fluttir hér til siunar síðustu hvílu án þess, að bæjarmenn sýni sorgarathöfninni svo mikla virðingu að draga fána f hálfa stöng. Ég ætla að nefna að eins eitt dæmi af mörgum: Fyrir 9 árum Iézt hér í bæn- um ungur iðnaðármaður, er vár ákaflega uýtur í sinni grein og að öllu góðu þektur, ekki síður meðal æðri og efnaðra borgara bæjarins en hinna. Þessum manni fylgdu fáir til grafar. Enginn flaggaði í hálfa stöng. Engir pípuhattar sáust. í líkfylgdinni var einn niðurlútur lögreglu- þjónn, er mun hafa slæðst með af persónulegri veiviid við hinn framliðna fremur en af hinu, að lögregluþjónsskyldan byði honum að vera við svo alþýðlega jarðarför. En vel á minst. Ég veit ekki, hvort ég á að nefna það embættisskyldu(I) eða eitt- hvað annað, sem lengi hefir brýnt lögregluþjóna þeSsa bæjar til þessa að þyrpast að og troðast fram við líkfylgdir hins svo kall- aða heldra tólks. Sé jarðarförin af lægra tagi, láta hinir. gull- bryddu þjónar réttlætisins ekki sjá sig þar við. Beri lögreglu- þjónum skylda til þess eftir lög- reglusamþykt bæjarins að vera við útfararathafnir, þá ættu þeir að sjálfsögðu að vera við allar jarðarfarir bæjarmanna, En þessu er ef til vill svo varið, að iög- regluþjónunum er gefin sérstök skipun um að láta sjá sig — svo sem til prýðis — í líkfylgd- um höfðingjanna. — Það er hlutverk vor scm jafnaðarmensku unnum, aðganga fyrst og fremst á hólm við mann- greiningarálitið’ og hætta eigi fyrr en vér höfum gengið á mili bols og höfuðs á misréttinu og sigrast á því með andlegum vopnum. Það dugir ekki að horfa eingöngu á ytri hliðar þessa máls, völdin og auðæfin. Vér verðum að komast inn að kjárna þess til þess að geta at- hugað stéttamálin og séð, »hvort mergurinn er ekki fúinn<. Framtíðin á það verk fyrir hendi að lægja öldur stéttarígs- ins og mynda réttan jöfnuð milli einstakiinganna. Þetta er nauðsynlegt engu síður en það að útrýma spiltu andrúmslofti og hlaða yfir göturennurnar, P. P. i í Svíþjóð er nú verið að und- irbúa merkilega umbót í skóla- málum. Nefnd sértróðra manna í þeim efnum hefir stungið upp á því, að ðll.börn í alþýðuskól- um skuli fá ókeypis skóláföng án tillits til þess, hver er efna- h^gur aðstandenda. Börnunum sé fengið að gjöf eitt eintak af öll- um ken-lubókum, sem notaðar eru og ÖU önnur skólaföng, er þau þurfa á að h'Ida við námið. Kostnaðurinn við þessá um- bót er talinn nema 3 roilljónum króna, og er ætlast til, að ríkis- og héraða-sjóðir leggi hann fram í sameiningu. Talið er víst, að uppástungan nái fram að ganga. Eftirkðst stríðsins. VÍð umræður f neðri deild brezka þingsins 21. febrúar um fjárframlög rfkisins til þeirra, sem ríkið verður að sjá fyrir af því, að þeir hafa fatlást f stríð- inu, lcom í ljós, að síðan vopna- hlé komst á, hefði örðið að verja til læknishjálpar sjúkum og særðum og til styrktar heimilis- fólki þeirra 60 milljónum punda sterling. Sjúklingarnir væru nú 25 þúsundir á sjúkrahúsum og 80 þúsundir, sem géngju f sjúkra- hús og lækningastofur. Næturlækuir í nótt (13. marz) M. Júl. Magnús, Hverfisgötu 30. Sfmi 410.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.