Vikublaðið - 29.04.1931, Qupperneq 1

Vikublaðið - 29.04.1931, Qupperneq 1
4. blað PRENTSTAÐUR: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. KEMUR ÚT EINU SINNI í VIKU VERÐ 25 AURAR ABYRGÐ: ÞÓRÐUR MAGNÚSSON 19 3 1 Hefnd. 4. „Bölvaður, andskotans asninn yðar! Fordæmdi, ósvífni mannhundur!“ öskraði hann, og hvítir froðukúfar ólguðu í munnvikunum, en æðarnar á -enni hans þrútnuðu og bólgnuðu. „Hvað kemur það yður við?“ „Mér skildist, að þér óskuðuð þess, að eg væri vígsluvottur“, svaraði Caryll. „Það gerði eg líka. Fjandinn hafi það! En eg vildi nú fremur hafa slitið tunguna úr munni mér“. „Missir mælsku hæfileika yðar hefði orðið óbætanlegt tjón“, andvarpaði Caryll. Rotherby stai’ði á hann. „Er þá engin vitglóra til í yður, málóði páfagaukur?“ spurði hann. „Hvað eruð þér eiginlega-----------leikari eða fífl?“ „Prúðmenni, vona ég“, svaraði Caryll. „En hvað eruð þér?“ „Eg skal siða yður!“ lávarðurinn greip nú um korðann. „Nú, svo að skilja“, svaraði Caryll jafn rólega og áður. „Þrælmenni!“ Rotherby hreytti út úr sér hræðilegu blóts- yrði og otaði að honum hárbeittum sverðsoddin- um. Caryll var vopnlaus. Hann hafði skilið korða sinn eftir í herbergi sínu, uppi á loftinu, þar eð hann hafði ekki búist við að þurfa á honum að halda við hjónavígsluna. Hann stóð hreyfingarlaus meðan Rotherby færði sig nær, en grænleitu aug- un fylgdu samt nákvæmlega sérhverri hreyfingu mótstöðumannsins. Hafði hann egn þennan þorp- ara meir en æskilegt var? Rotherby lávarður bjóst til atlögu. Morðfýsn- in leiftraði úr rándýrslegum augunum. „Eg skal loka á yður kjaftinum um alla eilífð. Þér, þér.—“ Hann kreppti handlegginn til að greiða Caryll lagið, en þá var allt í einu gripið í hönd hans og korðinn snúinn af honum, áður en hann fékk nokkurri vörn viðkomið, því að hann hafði alls ekki búist við slíkri árás. „Hundinginn þinn!“ æpti unga stúlkan, og rödd- in titraði af reiði og viðbjóði. Hún hélt á korða hans. Rotherby snerist á hæli með ógurlegu bölvi og formælingum. Caryll hafði aldrei séð né heyrt jafn viðbjóðslegan rudda. Hófadinur og vagnaskrölt kvað við úti á stein- lagðri götunni í garðinum, en ekkert þeirra gaf því gaum í þessu skyndilega uppnámi og æsingu. Rotherby hvesti augun á ungfrúna, en hún endur- galt augnaráð hans djarfleg og óttalaus og bjóst til vígstöðu, -^iðbúin að nota vopnið, ef hann gerði tilraun til að hrífa það af henni. Eitt andartak ríkti algerð kyrrð. En fyr en varði gaf hún reiði sinni lausan taum. Hún hóf korð- ann á loft, notaði hann sem svipu og lét hvert höggið af öðru ríða, á Rotherby, þar til korðinn brotnaði í tvent. Hann var hendurnar ósjálfrátt fyrir andlit sér, til þess að verja það höggum og áverkum, en blóðið draup úr djúpum skurði á annari hönd hans. Garskell rak upp skerandi óp, en Rotherby bandaði honum frá sér. Hann var fölur sem nár, augu hans hvíldu á ungu stúlkunni, sem hann hafði nær því verið búinn að gynna og smána á svívirðilegasta hátt. Jenkino' riðaði af ótta og skall á borðið. C-arylI virti þau öll fyrir sér sam- tímis og komst að þeirri niðurstöðu, að þessi unga stúlka hlyti að hafa unnað þessu varmenni hug- ástum. Korðabrotin féllu glamrandi á gólfið fyrir framan arininn, þegar hún varp þeim frá sér. Andartak huldi hún andlitið í höndum sér, og nötraði af grátekka. Síðan gekk hún fram hjá .lávarðinum, þvert yfir gólfið til Carylls, og Rotherby gerði enga tilraun til að hefta för hennar. „Fylgið mér héðan burt, herra minn! Flytjið mig héðan!“ sagði hún biðjandi. Alvörusvipurinn á andliti Carylls vék samstund- is fyrir glaðværu brosi. „Yðar auðmjúkur þjónn, ungfrú“, sagði hann og hneigði sig. „Eg álít að sú ákvörðun yðar sé rétt“, bætti hann við og bauð henni arminn. Hún greip framrétta hönd hans og þau gengu áleiðis til dyranna, en í sama bili opnuðust þær og inn kom aldraður feitlaginn maður. Unga stúlkan nam samstundis staðar. Hún rak upp hljóð, næstum því angistaróp, og nú brauzt gráturinn fram, sem hún hafði hingað til reynt að stöðva. Caryll horfði undrandi á hana. Aðkomumaðurinn stöðvaðist við þá sjón, er fyr- ir hann bar. Hann horfði með sljóum augum á þá, sem viðstaddir voru. En, — þótt hann væri frem- ur fákænlegur að sjá, þá virtist hann þó átta sig furðu fljót á því, sem fram liafði farið. „Nú, einmitt það!“ muldraði hann. „Eg hefði þá ekki þurft að auka mér óþægindi með því að elta þig. Það er svo að sjá, sem hún hafi í tíma áttað sig á, hver þú ert, þrælmennið þitt!“ Rotherby sneri sér snöggt við, er hann heyrði þessa þekktu rödd. Hann hörfaði aftur á bak, og það var engu líkara en hann væri að fá slag. ,,Pabbi!“ hrópaði hann; en raddblærinn var ekki sérstaklega sonarlegur. Caryll hafði, eitt andartak, næstum misst vald- ið yfir tilfinningum sínum. í fyrsta sinn á æfi sinni stóð hann andspænis föður sínum. 4. Tom Green. Unga stúlkan fleygði sér í faðm jarlsins af Os- termore. „Fyrirgefið mér!“ bað hún grátandi. „Ó, fyrir- gefið mér! Eg var bjáni, en eg hefi líka þegar hlot- ið nægilega refsingu“. Þetta virtist koma jarlinum mjög óvænt, sem var sýnilega allt annað en oljúft, að faðma hana. Hann klappaði henni á herðarnar, til þess að sefa hana, leit hlýlega á hana, og rumdi um leið; „Hvað á nú þetta að þýða?“ \ En yfir höfuð ungu stúlkunnar horfði hann hat- ursfullum augum á son sinn, og hniklaði loðnar, hæruskotnar augabrýrnar. Caryll sá — og óneitanlega með nokkurri á- nægju — að jarlinn var enn tiltölulega fallegur maður. Hann var hár, og feitur orðinn um of, en andlitið hélt enn óskemmdri fegur§ sinni. Hálsinn var stuttur, þrútinn og rauður, og maðurinn hafði öll einkenni þeirra* sem venjulega deyja af slagi. Augun voru mjög blóðhlaupin og augnalokin þrút- in ög rauð. Munnurinn bar vott um heimsku og fýsnir. Jarlinn sneri sér nú að syni sínum, sem var að láta Gaskell binda um særðu höndina., „Þrælmennið þitt!“ öskraði faðir hans. „Böh/v HJIII!l!llll!!ll!llll!l!l!lll!l!l!ll!l!lll!!lllll!l!lllllllll!lllllll!lllllllll!!llllllllllllll!lllllll!llllllllllllllllllll£ | Ölgerðin Egill Skallagrímsson s Frakkastíg 14. | Símar: 390 og 1303. Símnefni: Mjörður. | ^IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIllllllllllfH aður þorparinn þinn.!“ Svo klappaði hann ungu stúlkunni á kinnina. „Þú sást þá í tíma, hvílíkt böivað bræimenni hann er. Það gleður mig, gleður' mg i n .- ;. .‘ g': „btíua er \ísl sú endurbætta tilvera“, sagði Car ryll háðslega. „Hvað þá . . .? Hver fjandinn eruð þér? Einn af vinum hans, eða hvað?“ „Yðar tign ofþjakar mér gjörsamlega með spurningum“, svaraði Caryll og hneigði sig djúpt. Ostermore starði á hann svo ráðþrota og ruglaður,. að Caryll sá strax, að það var að eyða tímanum til ónýtis, að skemmta sér við, að hæðast að jarl- inum. „Þessi herramaður frelsaði mig“, sagði Hor- tensia. „Frelsaði þig . . .?“ endurtók jarlinn, sem ekk- er^ skildi. „Hvernig gat hann frelsað þig?“ „Hann svifti grímunni af prestinum“. Jarlinn glápti enn bjánalegar en áður. „Mér veittist sá heiður að sanna, að presturinn er alls ekki prestur“. Hortensia losaði sig úr faðmi jarlsins. „Hann er varmenni, sem Rotherby lávarður hefir mútað til þess að leika prest“. Augu hennar leiftruðu, og kinnarnar urðu eldrauðar. „Mikill bjáni hefi eg verið, að treysta þessum manni! Ó!“ Hún gat naumast talað vegna geðshræringar. „Og smán- in . . .! Ó, að eg ætti bróður, sem gæti krafið hann reikningsskila!“ Jarlinn af Ostermore varð sótrauður af reiði. Það gladdi Caryll að sjá, að hann hafði þó til að bera slíkt skap. „Hefi eg ekki varað þig fyrir hon- um, Hortensia? Eg, faðir hans, mér til óafmáan- legrar smánar. Því næst hellti hann á ný úr skál- um reiði sinnar yfir soninn. „Hundurinn þinn!“ En þar eð hanm var hvorki vitsmuna né mælsku- maður, þá varð honum orðfall. Rotherby gekk lúpulegur að borðinu og stað- næmdist þar. „Það ert þú sjálfur, faðir. minn, og enginn annar, sem átt-sök á þessu!“ „Er það mér að kenna?“ sagði hans tign, og hló kuldahlátur. Æðarnar þrútnuðu á enni hans. „Er það mín sök, að þú hefir brottnumið hana á þenn,. an hátt? Ef þú hefðir nú bara ætlað þér að gift-

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.