Vikublaðið - 29.04.1931, Qupperneq 3

Vikublaðið - 29.04.1931, Qupperneq 3
>00000000000000<>00000000<>000<> nilir beir sem drekka kaffi, vita það, að góð, jöfn brensla, er höfuðskilyrði fyrir þvi, að kaffið reynist vel. — Carl Ryden, eigandi Nýju kaffibrenslunnar, hefir 25 ára reynslu í því að brenna kaffi handa íslendingum. — Árangurinn af þess- ari reynslu er — RYDENS-KAFFI — sem er besta brenda og malaða kaffið sem hér er á boðstólum. — ^ Kaupbætismiði í hverjum 250 gr. <> ^ poka. — Fæst hvarvetna. a 0 0 oooooooooooooooooooo<x>oooooo< che“, eins og þeir segja hinum megin við Sundið. Ef þér óskið þess, þá skal eg útfylla hana hér, og nú með yðar nafni“. „Það er máske réttara, að þér gerið það“, sagði Caryll með fyrirlitningu, ,,ef það er enn fullkomin alvara yðar að leita á mér“. Greeri gekk að borðinu. Blekið og penninn var þar enn, sem nota átti við hjónavígsluna. Hann ftók pennastöngina, og skrifaði nafnið á skipunar- bréfið, í auðu línuna, sem til þess var ætluð. Síð- an sýndi hann Caryll það á ný, sem kinkaði kolli 'iil samþykkis. ,,Eg skal losa yður við þá fyrirhöfn, að leita á mér“, sagði Caryll, „þar eð eg vil helzt komast hjá því, að láta þessa óhreinu piltunga snera mig“. Hann stakk höndunum í vasana og tók þaðan mokkur skjöl, er hann rétti Green. Ostermore glápti á Caryll, seinhissa á þessari rólegu undanlátsemi. Hortensia reyndi ekki að dylja fyrirlitningu sína, en Rotherby horfði hljóð- ur á, án þess, að nokkur svipbrigði yrðu á hon- um séð. Green athugaði skjölin mjög gaumgæfilega, og gerði nokkrar athugasemdir, sem aðstoðarmönnum hans fundust mjög fyndnar. Það kom þó brátt í ljós, að skjölin, sem Caryll hafði afhent, voru bara reikningar og þesskonar plögg, sem ekkert áttu skilt við það, sem Green leitaði að. „Haldið þér, að þér gétið gabbað mig eins og þursa?“ hrópaði Green, sótrauður af reiði. „Hvað meinið þér með því, að afhenda mér þetta fánýta rusl? “ Jarlinum varð sýnilega hughægra, og Horten- sia brosti. „Eg bið yður mikillar afsökunar á innihaldi vasa minna“, svaraði Caryll. „En, eins og þér sjá- ið sjálfur, þá hafði eg ekki vænst þess, að vera heiðraður með rannsókn yðar. Hefði eg bara vit- að .. Green rétti úr sér. „Eg er embættismaður í þjón- ustu hans hátignar. Skiljið þér það?“ „Stjórn hans hátignar hefir ástæðu til að gleðj- ast af því“, sagði hinn óbetranlegi Caryll og brosti. Lögreglunjósnarinn barði í borðið. „Gerið þér gys að mér, manndjöfull?“ „Þér veltuð blekbyttunni um koll“, sagði Caryll hlæjandi. Green varð óður af reiði. „Fjandinn hafi blekið °g yður með, vitfirringurinn yðar! Eg spyr yður enn á ný — hváð meinið þér með því, að fá mér þetta rusl?“ „Þér báðuð mig, maður, að tæma vasana“. „Eg bað yður um bréfið, sem þér áttuð að af- henda Ostermore lávarði“. »,Mér þykir leitt, að þér skulið verða fyrir slík- um vonbrigðum, mín vegna; en þér hafið gert yð- ur allt of djarfar vonir, með því að vænta slíks hréfs hjá mér. Nú hefi eg gert allt fyrir yður, sem ^aér er unnt, og mér finnst yður hafi láðst að auð- sýna mér verðskuldað þakklæti“. Green horfði undrandi á hann stundarkorn. _____________VIKUBL AÓIÍ) ________________________ „Það veit guð, að þér eruð kaldgeðja!“ „Þeim eiginleika virðist misskift milli okkar“. „Haldið þér því fram, að þér hafið ekki með- ferðis neitt bréf frá Frakklandi til jarlsins af Ostermore?“ öskraði Green. „Hvert er þá ann- ars erindi yðar til Englands?“ „Að nema góði siði“, svaraði Caryll og hneigði sig. — Nú var þolinmæði Greens meira en nóg boðið. Hann skipaði aðstoðarmönnum sínum að leita á Caryll. En Caryll rétti úr sér með valdmannslegu stærilæti, og gaf mönnunum bendingu um, að lialda sér í hæfilegri fjarlægð. „Hingað og ekki lengra! Þér hafið enga heim- ild til að gera slíkar ráðstafanir. Eg skal ekki fær- ast undan rannsókn, en eg læt ekki þessa götu- sópara snerta mig með einum fingri“. „Fallega sagt!“ hrópaði jarlinn. „Heyrið þér nú, ruddalegi njósnari. Þetta er óhæfileg framkoma gagnvart aðalsmanni. Nú farið þér héðan sam- stundis og þessir ránfuglar yðar með yður, að öðr- um kosti læt eg mína menn koma hingað með svipur“. „Þér gleymið því, að eg er hér í nafni ríkisrit- arans“. • Frh. Rauða húsið. 4. „Eg ætla þó að minnsta kosti að leggja afsíðis þessi andstyggilegu handrit. Eg hefi setið við að hreinrita þau síðan klukkan níu í morgun. Eg fæ ógleði bara af því að sjá þau“. ;„Hverskonar handrit eru þetta?“ spurði Colin. Hún gretti sig. „Reifarar — hræðilegt bull. Eg held, að allir leiðinlegustu rithöfundar heimsins búi hér í Chelsae“. „Þá finnst mér, að það hljóti að vera miskunn- arlaust af yður að vélrita þetta dót, því það neyð- ast þó einhverjir til að lesa það“. Nancy hló. „Já, en þetta er nú einmitt atvinna mín“. Hún breiddi yfir ritvélina, og staflaði handrits- örkunum í eina hrúgu. „Eg kem aftur að vörmu spori“, sagði hún, og gekk yfir í það stofuhornið, sem fjærst þeim var, en fyrir það var dregið tjald, til þess að leyna því, að þar innan við var annaðhvort svefnherbergið eða eldhúsið. „Látið yður ekki leiðast og reykið, ef yður , langar til“. Colin kveikti í vindlingi og hagræddi sér á legu- bekknum. Hann kunni svo einkennilega vel við sig í þessu sérkennilega herbergi. Honum fannst hann hálfvegis eiga þar heima. En atvikin höfðu öll verið svo óvenjuleg, að þetta undirbúningslausa te-samsæti virtist harla eðlileg niðurstaða af öllu saman. Og að tedrykkjan yrði skemmtileg, um það var hann ekki í neinum vafa. Hver svo sem ungfrú Nancy Seimour var, þá fann hann það greinilega, að hún var langtum meira aðlaðandi, en nokkur kona önn- ur, sem hann hafði áður kynnst. Að eins ytra útlit hennar var ærið nóg til þess að vekja aðdáun. Með rauðjarpt hárið og næstum fagurblá augun bjó hún yfir svo heillandi fegurð, er jafnvel hlaut að vekja eftirtekt og aðdáun sérhvers málara. En svo hrifinn sem Colin var af andlitsfegurð hennar og ytri á- sýnd, þá töfraði hann þó enn meira hispurslaus framkoma hennar og alúðlegt viðmót. Það, sem hann hafði sagt Mark um kynni sín af konum, var heil- agur sannleikur. Hann hafði stundað læknisnám sitt af óvenjulegri alúð, og það ásamt ástundun hans við knattleik og hnefaleik, hafði ekki veitt honum nein- ar tómstundir til þess að njóta ástalífs né unaðar, sem virðist þó aðaláhugaefni margra ungra lækna og læknisnema. Þetta var því raunverulega í fyrsta sinn, sem hann hafði fundið reglulega nautn í ná- vist konu, og þessi kennd var svo laðandi og þægileg, að hann hefði ekkert haft á móti því — fannst honum — að hún þryti aldrei. Hann heyrði Nancy hreyfa sig hinum megin við fortjaldið. Suðan í gas-suðuvélinni og bollaglamrið Kolasalan s.f. j Sími 1514. • Kol og koks allt af fyrirliggjandi. Z benti á, hvað hún hafðist að. Það voru ekki liðnar nema sex til sjö mínútur, þegar hún kom aftur með bakka hlaðinn öllu því, er tilheyrir tedrykkju. Hún hafði tekið ofan hattinn og farið úr kápunni, og í lát- lausum hversdagskjólnum fannst Colin hún vera enn yndislegri en áður. , „Standið þér ekki upp“, sagði hún. „Eg kem méð litla borðið yfir til yðar og svo getum við séð um okkur sjálf. Það er allt saman mjög íburðarlaust og frumbýlislegt, en reynið þér að láta ekki bera mikið á því, að þér sjáið, að svo er. Eg hefi orðið að leggja mér til húsbúnaðinn sjálf, og hefi ekki enn haft efni á því, að afla mér alls þess, sem nauðsynlegt er“. Colin litaðist um með ánægjusvip. „Eg veit eigin- lega ekki, hvað yður finnst hér ábótavant, nema þér séuð að eðlisfari óhófssöm“. „Já, það er sennilega það, sem að mér er. Að minnsta kosti veit eg það, að þegar eg hefi efni á, þá ætla eg að kaupa ný gluggatjöld og fallegt, þykkt teppi. En það verður nú ekki fyrst um sinn“, bætti hún við brosandi, — „nema því aðeins, að alt í einu gjósi upp mikil eftirspurn eftir lélegum skáldsög- um“. „Ef það væri ekki allt of nærgöngul spurning“, sagði Colin, „hve lengi hafið þér búið hér í Chel- sea ?" „Hér um bil hálft annað ár“, svaraði hún og rétti honum tebollann. „Þangað til átti eg heima uppi í. sveit. En af sérstökum ástætðum neyddist eg til þess að sjá um mig sjálf, og vélritun var það eina, sem eg hafði lært, er að gagni mætti verða. Þess vegna fluttist eg hingað, og hefi búið hér síðan“. „Eg vona, að þér verðleggið vinnu yðar sæmilega og fáið hana greidda". „Hún gæti verið ver launuð, og eg átti sjálf dá- litla fjárupphæð, sem eg gjæiði húsaleiguna með, svo að það, sem eg fæ fyrir vélritun, nægir fyrir fæði, fatnaði og vindlingum. Það, sem aðallega ger- ir mér gramt í geði, er þetta, að mér finnst vinna mín ekki verða neinum að notum. Eg myndi verða hamingjusöm, ef eg fengi eitthvert nytsamt verk að vinna. En þetta þvaður". — Hún benti með fyrir- litningu á borðið, þar sem handritin lágu. „Eg fæ ekki skilið, hvernig nokkur fær samið slíkt og því- líkt og því síður lesið það“. Colin sló svo fast á lærið, að bollarnir glömruðu á bakkanum. „Þrumur og eldingar! Vitanlega eruð þér einmitt sú rétta!" Hann setti bollann á borðið og horfði á hana sigri hrósandi. Nancy endurgalt rannsakandi augnaráð hans með fimnisbrosi. „Það er máske ekki óhugsandi, að svo sé!“ sagði hún vandræðaleg, „en það er nokkuð örðugt að afgera það nú þegar. Finnst yður ekki ?“ Collin hló. „Eg er alls ekki vitskertur, eins pg" þér máske álítið. En hafi það verið alvara, sem þér sögðuð áðan, að þér vilduð gjarnan fá eitthvað að gera, þá get eg einmitt útvegað yður slíka stöðu nú þegar“. Það var augnabliks þögn. „Þetta er mjög fallega hugsað af yður“, sagði Nancy, „en gallixm er bara sá, að sennilega er eg óhæf til starfsins." „öðru nær! Þér eruð einmitt rétta stúlkan, sem mér var falið að finna". „Það hlýtur að vera einkennileg staða", sagði Nancy og brosti. „Allt, sem þér.enn vitið um mig, er það, að eg kann að skrifa á ritvél, búa til te og blása í hljóðpípu". „Já, en þetta er einmitt sú fjölhæfni, sem Mark óskar eftir“.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/377

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.