Menntamál - 01.04.1946, Page 3

Menntamál - 01.04.1946, Page 3
MENNTAMÁL XIX., 2 MARZ—APRÍL 1946 ÁRNI ÞÓRÐARSON OG ÁRSÆLL SIGURÐSSON: Athuganir á stafsetningarleikni 12 ára barna í Reykjavík í marz 7 44 INNGANGUR Öllum þeim, er fengizt hafa við stafsetningarkennslu, er kunnugt, hversu erfitt viðfangsefni þeir hafa þar með höndum. Margir kennarar munu því hafa leitað orsaka þess, að stafsetning reynist börnunum svo erfið viðfangs, sem raun ber vitni, og fundið ýmsar gildar orsakir. Náms- efnið er mjög yfirgripsmikið, orðaforði barnanna tak- markaður og málkennd reikul, stafsetning víða forn og harla frábrugðin framburði og tími sá, sem ætlað- ur er til námsins, af skornum skammti. Allt þetta og margt fleira torveldar mjög námið, en litlu eða engu getur kenn- arinn hér um þokað til hagræðis fyrir kennsluna. Hann verður því að taka á málunum, eins og þau horfa við, og haga kennslunni eftir aðstæðum. En mjög er hér óhægt um vik. Hann hefur ófullkomin eða engin hjálpargögn við að styðjast. Hann veit ekki með neinni vissu, á hverju er heppilegast að byrja eða hvaða atriði það eru, sem helzt er þörf að leggja áherzlu á. Eðlileg afleiðing þess er því sú, að kennslan er alltaf á tilraunastigi, fálmkennd, hik- andi og ómarkviss. Sökum þess, hve námsefnið er yfir- gripsmikið, er grautað í mörgu, en fátt eða ekkert numið til nokkurrar hlítar og ef til vill sízt ýmis einföld, en mikil- væg undirstöðuatriði. Þetta er ekki sagt neinum kennara

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.