Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 26
20 MENNTAMÁL mig, og sendi ég honum Patreki mínum í Washington alloft þakkarskeyti — í huganum — fyrir það. Ég var alla virka daga frá morgni til kvölds ýmist í fræðslumálaskrifstofunni eða með deildarstjórum hennar og trúnaðarmönnum í embættisferðum, heimsótti ýmsar menningarstofnanir og skóla — æðri sem lægri — o. fl. Ekki skal hér fjölyrt að sinni um það, er ég sá og heyrði þessa daga í Nashville. Getið skal þó fáeinna atriða, sem mér verða minnistæð. Einn daginn fór ég með fræðslumálastjóranum og fá- einum fulltrúum hans í „Tennessee State University“. Sá háskóli er eingöngu fyrir negra. Hann er í miklu áliti og fjölsóttur. Sumir prófessorarnir eru þekktir menn um öll Bandaríkin. Vel er að skólanum búið að húsnæði og tækj- um. Þennan dag átti að heiðra konu, sem er negri, fyrir forystu og ýmis störf í uppeldismálaklúbb skólans um 25 ára skeið. Hún var kennari við háskólann, mjög hlýleg og virðuleg í viðmóti. Mér fannst í fyrstu dálítið einkennilegt að horfa yfir hópinn, sem fyllti stóran hátíðasal, því að þar sást varla hvítur maður! Þarna var fólk á öllum aldri — frá ungl- ingsárum að telja — bæði karlar og konur. Framkoma fólksins var til fyrirmyndar. Allmargir prófessorar skólans og gestir voru á leiksvið- inu — og það var mislitur hópur. Athöfnin var hátíðleg og fór fram með virðugleik, hljóðfæraslætti og stuttum ávörpum. Heiðursgesturinn — frú Sanders heitir hún — var hyllt ákaft af öllum ræðu- mönnum og eigi sízt af fræðslumálastjórninni. í Nashville er þekktur kennaraskóli, PEABODY COL- LEGE. Auk þess sem hann sér um menntun knnara fyrir almenna skóla, er búa undir háskólanám, er lögð þar mjög mikil áherzla á ýmiss konar rannsóknir í sambandi við námsbækur og kennsluaðferðir. Enn fremur eru þar deildir fyrir þá, er búa vilja sig sérstaklega undir skóla-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.