Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 30
24 MENNTAMÁL sótti Peabody College og kynnti sér þar ýmislegt, er við kemur bókaútgáfu. b) Miami á Flórídaskaga. Sunnudaginn 29. marz fór ég fljúgandi frá Nashville til Miami. Leiðin lá yfir gróðursælt sléttlendi Missisippi- dalsins, yfir Mexíkóflóa austanverðan og suður eftir Flór- ídaskaga. Landslag — og þó aðallega gróðurinn — var breytilegt. Þótt skuggsýnt — og síðar dimmt — væri orðið, þegar flogið var yfir Flórídaskagann, sást, að þar var skóglendi mikið, óteljandi stöðuvötn — flest smá — og strjálbýlt. Endur fyrir löngu mun skaginn hafa verið óteljandi kóraleyjar og rif, svipað og enn má sjá vestan- verðu við hann. Miami baðaði öll í ljósum, er flugvélin lenti þar síðla kvölds, og virtist borgin mjög skipulega byggð. Þetta er líka ein af „yngstu“ borgum Bandaríkjanna. Þó eru íbú- ar þar nú um hálf milljón, en 1930 voru þeir 147 þúsund. Fjársterkir menn keyptu fyrir fáum áratugum stóra land- spildu úti við ströndina, sem að mestu leyti var fen og kóralrif, þurrkuðu síðan iandið og létu uppmoksturinn mynda eyjar, byggðu þar stór og glæsileg gistihús, íbúð- arhús, verzlunarhús o. fl. Þessi hluti borgarinnar nefnist Miami Beach, og er það nú afar fjölsóttur baðstaður, einkum frá jólum til páska. Þar er alltaf sumar og sól, sem vænta má, þar sem Miami er dálítið sunnan við 26. breiddarbauginn. Söngmálafulltrúi fræðslumálastjórans í Miami flutti mig frá flugstöðinni í bæinn, og var mér valinn gisting í Lindsey Hopkins hóteli, sem er sérstæðasta gistihúsið, sem ég hef dvalið í um dagana. Það er 15 hæðir, og er í raun og veru iðnskóli. Á 1.—12. hæð eru kennslustofur og skrifstofur iðnaðarmála, 13. og 14. hæð gestaherbergi og sú efsta matsala. Á þremur efstu hæðunum fær fólk, sem ætlar að starfa á hótelunum í Miami — og víðar — mennt-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.