Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.03.1954, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 23 hyglisverða ræðu um viðhorf sitt til skólamála fyrr og síð- ar, fyrst sem nemandi 17 ár, síðar kennari 3 ár og hin síð- ari ár sem foreldri, er á börn í skóla. Ríkisstjórinn var ómyrkur í máli og lét kennara, nemendur og foreldra fá sitt af hverju og sumt óþvegið! En hann sagðist tala af reynslu, þótt eigi væri hann nema lítið eitt á fertugsaldri. Ríkisstjórinn sagði, að uppeldis- og skólamál væru þýðing- ararmestu og mikilvægustu mál hvers ríkis. Þess vegna yrði að vanda vel til þeirra — eigi sízt kennaraliðsins. Foreldrar, skólar og kirkjudeildir yrðu að vinna saman að velferð þjóðarinnar. Vegna þessa mætti sízt spara það fé, sem leggja þarf til skóla- og uppeldismála. 1 því sambandi benti ríkisstjórinn á það, að ein af fyrstu ráðstöfunum hans í ríkisstjóraembættinu hafi verið að fækka fólki í mörgum opinberum skrifstofum, en hann lét — í samráði við fræðslumálastjóra — fjölga til muna starfsliði í fræðslumálaskrifstofunni. Ríkisstjórinn gat þess, að rétt áður en ársþing þetta var sett, þá samþykkti ríkisþingið lög um, að nemendur fengju ókeypis námsbækur. Það hafði ekki verið áður. Hann sagðist einnig vera því fylgjandi, að laun kennara yrðu hækkuð sem fyrst, og hét hann á kennara að sýna þá hugkvæmni og árvekni í störfum, að öllum þingmönn- um sýndist það sjálfsagt. Ræðu ríkisstjórans var ákaft fagnað. Dr. Carr, framkvæmdastjóri amerísku kennarasamtak- anna (N E A), sem ég hitti í Washington, hélt ræðu á eftir ríkisstjóranum og sagði m. a., að það væri ánægjulegt að heyra álit ríkisstjórans á því hlutverki, sem skólamönn- um væri ætlað að leysa í þágu Tennessee-ríkis, og væri æskilegt, að sem flestir ríkisstjórar í Bandaríkjunum sýndu þeim málum jafngóðan skilning. Þetta væri og hvatning til skólamanna að láta sinn hlut ekki eftir liggja. Þess skal getið, að Jón Emil Guðjónsson kom til Nash- ville, og vorum við þar samtímis fáeina daga. Hann heim-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.