Vorið - 01.07.1935, Blaðsíða 2

Vorið - 01.07.1935, Blaðsíða 2
41 VORÍÐ og áttu börn þau, er ætluðu að læra sund, að koma til viðtals hjá sundkennaranum þennan dag. — Eftir veginum gengu tvær telpur og töluðu saman. Þær hétu Eeta og Stella og voru á leið til sund- kennarans. Þær ætluðu að læra sund um sumarið,. og voru í ágætu skapi yfir góða veðrinum og liáif dönsuðu eftir veginum. Aiit í einu sagði Beta: »Ó, hvað gaman verður í sund- inu í sumar, ég hiakka svo mikið til«. »Ég hlakka iíka afskaplega mikið til«, svaraði Stella. »Mér þótti svo gaman þennan stutta tíma sem ég var í fyrra sumar«. Svo hlupu þær syngjandi áfram þar til þær komu heim til sund- kennarans. Þar voru margir sam- ankomnir og hver reyndi að kom- ast sem fyrstur að, og ljúka sínu erindi. Skammt frá Stellu og Betu stóð lítil og fölleit stúlka. Hún var fátæklegar til fara heldur en flest börnin, en samt voru föt hennar hrein og þokkaleg. Allt í einu kom stór strákur og rudd- ist að litlu telpunni og sagði rogg- inn: »Þú ætlar þú ekki að koma svona til fara til sundkennárans V Þú ættir að smánast heim til þín og fara í skárri föt.» Sumir krakkarnir fóru að hlæja og litu hæðnislega á litlu telpuna, en aftur voru það aðrir,, er skeyttu ekki neitt ura það er strákur sagði og höfðu hugann við allt annað. Strákurinn leit glottandi á þær Stellu og Betu og svo á hin börnin. Það var auðséð áð honum þótti tilgangur sinn hafa heppnast vei. Allt í einii hvíslaði Stella einhverju að Betu og kinkaði hún ánægjulega kolli við því er Stella sagði. Þær gengu nú áleiðis til litlu stúlkunnar og frá henni mætti þeim angurblítt, biðjándi augna- ráð. Þegar þær komu til telpunn- ar, sagði Beta: »Viltu ekki verða samferða til sundkennarans?« Lítla telpan leit á þær þakklátlegu augnaráði og játaði því feimnislega. Þegar þær höfðu lokiö erindi sínu við sund- kennarann gengu þær saman heim á leið, því þær áttu samleið. Litla telpan hét Anna og líkaði þcim Stellu og Betu vel við hana. Faðiv önnu var dáinn og var hún hjá mömmu sinni, er var bláfátæk. Stella og Beta buðu Önnu heim til sín og það þáði hún. Þær vinkon- urnar skildu svo við önnu og héldu heim til sín. Sundið var byrjað og á hverj- um degi komu þarna saman fjöldi drengja og stúlkna, og gleðin og fjörið ljómaði út úr hverri hreyf' ingu þeirra. Krakkarnir byltust eins og selir hver innan um anm an, ærsluðust og hömuðust og fói' vel fram við sundið. Það var einn dag, að þær Beta, Stella og Anna voru samferða frá sundlaugunum, sagði þá Stella:

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.