Vorið - 01.07.1935, Page 14

Vorið - 01.07.1935, Page 14
54 V 0 R1 Kóngsvallafólkið sagði að hann yrði að sjá um sig sjálfur hér eftir. Hverjum átti hann að trúa? Kaupmaðurinn var aleinn í búðinni þegar Knútur kom þang- að. Hann var feitur miðaldra maður, góðlegur á svip og Knúti geðjaðist vel að honum. Hann hafði komið þarna oft áður, og þeir voru vanir að spjalla saman um alla heima og geima þegar þeir voru tveir einir. En í dag var Grönseth kaupmaður eitthvað öðruvísi en hann var vanur. Hann gaf sér varla tíma til að mæla nokkurt orð, og urðu það Knúti litla mikil vonbrigði. En Knútur fékk nú það sem hann bað um, og rétti svo kaup- manninum 5 króna seðil, hann lagði síðan úttektina saman, og skipti peningunum. En hvað var nú þetta? Hann fékk miklu meira af peningum aftur en honum bar. 5 krónu seöil og mikið af srnápen- ingum að auki. Knútur stóð undr- andi, og fór að hugsa um að þetta hlyti að vera einhver misskilning- ur. En kaupmaðurinn sneri sam- stundis að honum bakínu og fór að skrifa eitthvað í bækur sínar við skrifborðið. Og áöur en Knút- ur vissi af, var hann kominn út úr búðinni, án þess að kasta kveðju á kaupmanninn, og hélt fast um budduna með öllum pen- ingunum í, eins og hann ætlaði sér aldrei að sleppa henni. Þetta var síðari hluta dags að haustlagi, Rökkrið var að færast yfir dalinn, og ef til vill átti það sinn þátt í að Knúti litla var eitt- hvað þungt og órótt mnanbrjósts, og varð það æ meira, eftir því sem tíminn leið. Átti hann að halda peningunum og nota þá sjálfur smátt og smátt? Honum veitti sannarlega ekki af því aö kaupa sér ýmislegt sem hann vantaði, og ekki var hætta á að kaupmanninn grunaði neitt. Knútur var góður í reikn- ingi og hann vissi, alveg upp á eyrir, hvað það var mikið, sem hann átti að fá til baka af pen- ingunum, það var nákvæmlega 2 kr. og 50 au., en nú fékk hann 7 kr. og 50 au. Kaupmaðurínn hlaut að hafa tekið fimmkrónuseðilinn fyrir tíukrónuseðil. — — — Ibúðarhús Grönseths kaupmanns lá nokkurn spöl frá verzluninni. Það var hvítmálað tveggja hæða hús, með björtum og fallegum stofum. — Það er laugardagskvöld. Allstaðar er hlýtt og notalegt inni. Grönseth kaupmaður situr í stól sínum með krosslagða fætur og er hugsi. Dagsverkinu er nú lokið og allt er í röð og reglu, þó virðist hann ekki vera ánægður. Hefur honum eitthvað gengið á móti skapi að undanförnu ? »Heyrðu Erna«, segir hann við konu sína, sem situr á öðrum stól og er að lesa í bók. »Heldur þú að örn litli okkar hefði ekki orðið drengur, sem óhætt var að treysta?« Það var ei^hver sorg

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.