Vorið - 01.06.1942, Blaðsíða 7
VORIÐ
37
GRÆNKÁPA (kemur út úr klett-
inum, með þykka yiirhötn, al-
úðlega): Þér er kalt auminginn.
Komdu inn til mín sem snöggv-
ast, svo að bér hlýni.
FÚSI (hristir höiuðið neitandi):
Eg má ekki fara héðan.
GRÆNKÁPA: En þetta er hérna
rétt hjá.
FÚSI: Það stendur á sama. Eg
fer ekki fet.
GRÆNKÁPA: Farðu þá í þessa
kápu, hún er hlý.
FÚSI: Þakka yður fyrir, en ég má
ómögulega vera að því. Eg verð
að ljúka við ákveðið verk fyrir
dögun. (Grúíir yíir rúnirnar).
GRÆNKÁPA (snúðugt, um leið
og hún íer): Það er svo sem
ekki aldeilis tyllt í þig þrákelkn-
inni. (Þögn.)
FÚSI (stynur): Ó, hvað ég er
svangur.
NOKKRAR TELPUR {koma
syngjandi inn, og stíga dans
undir söngnum. Jaíniramt gant-
ast þær til við Fúsa á ýmsan
hátt, bjóða honum mat og sæl-
gæti, svo og í dansinn með sér,
og reyna á allan hátt að tá hann
til vio sig. Erí hann lætur sem
hann hvorki sjái þær né heyri,
Og heldur áíram að íást við
rúnirnar. Telpurnar allar í kór,
um leið og þær tara): Þetta er
skrítinn náungi. (Þögn.)
F'ÚSI (vætir varirnar með tung-
unni): Þetta getur varla verið
sjálfráður þorsti.
BLÁKÁPA (kemur út úr einum
klettinum með könnu í hend-
inni): Þú ert dauðþyrstur, ves-
lingur. Drekktu.
FÚSI (Iítur löngunaraugum til
könnunnar, vætir varirnar, sem
tyrr. Þegir.)
BLÁKÁPA: Þú þarft ekki að vera
hræddur. Það er bara nýmjólk
í könnunni.
FÚSI (réttir fram hendina eíandi,
verður jafníramt litið á spjald-
ið, hrekkur saman og æpir):
Guð almáttugur. Stafirnir eru
að dofna. (Grúfir yíir spjaldið
og felur andlitið.)
BLÁKÁPA: Það er víst eitthvað
meira en lítið bogið við þig,
hamskiptingur.
FÚSI (hnýpir andartak. Lítur á
spjaldið. Glaðlega): Guði sé lof.
Eg get greint stafina.
SÖNGUR úr klettunum:
Tökum á, tökum á.
Trufla má oss enginn.
Langar litla drenginn
leiksystur að fá.
Svífur dansandi drótt
fram um draumblíða nótt.
Ærir þá, sem elta hvað þeir sjá.
Tökum á, tökurn á.
Trufla má oss enginn.
Langar litla drenginn
leiksystur að fá.
KONUNGSHJÓN ÁLFANNA
(koma í það mund sem söng-
urinn heíst, út úr einum klett-