Vorið - 01.09.1949, Page 8

Vorið - 01.09.1949, Page 8
VORIÐ 86 T. N. WULFF: Sek eða saklaus Kennslukonan krafðist þess, að börnin stæðu rétt við skólaborðin og væru hljóð, þegar hún kom inn í bekkinn, en í dag þurfti hún að slá oft í kennarapúltið áður en hávað- inn hætti, svo að hún gæti spurt í hvössum rómi, hvað þessi læti ættu að þýða. Allar stúlkurnar sneru sér að henni æstar og fóru að útskýra ástæðuna, hver upp í munninn á annarri. Þá sagði kennslukonan: „Lilja — segðu frá, en þegið þið hinar á meðan.“ Lilja, sem var efst í bekknum, kom eftir bendingu upp að kenn- araborðinu. „Það hefur verið stolið 5 krónum hér í bekknum í einhverju kennslu- hléinu,“ sagði hún. Jóhanna hafði þær með sér, og einhver hefur tekið þær.“ „Þökk. Nú getur Jóhanna haldið áfram.“ „Ég fékk fimmkrónu-seðilinn í afmælisgjöf í gær,“ sagði Jóhanna og lá við gráti: „Mamma leyfði mér að kaupa ábreiðu á brúðuvagninn minn á leiðinni heim úr skólanum. Ég lét hann í budduna í morgun, og þegar ég leit eftir honum, þá var hann horfinn.“ „Ertu viss um, að þú hafir tekið seðilinn með þér?“ spurði kennslu- konan efablandin. „Já, það er ég,“ svaraði Jóhanna. „Ég lét seðilinn í litla hólfið í budd- unni, og hann var tvíbrotinn." „Hvernig varst þú þess vör, að hann var horfinn?“ spurði kennslu- konan.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.