Vorið - 01.09.1949, Síða 29

Vorið - 01.09.1949, Síða 29
VORIÐ 107 Við þrastasöngva, skógarilm og ljúfra lækja óð, og létta lilátra tærra bunulinda. Á íslandi er fegurra en orðin geta lýst. Á Islandi hver vetrarraun í sum- argleði snýst. Við Island vil ég ævitryggðir binda. RUNA: Þarna sérðu nú dyggðina stelpnanna, sitja við söngva, þeg- ar þær eiga að sækja vatn og berja fisk, og vera fljótar. Já, — svona er þessi blessaður ungdómur! ERLA: Það má nú ekki lá aum ingja stelpunum það. Hvernig er hægt annað að gera en syngja, um dýrð þessa blessaða lands, á- svona dásamlegum degi? RÚNA: Það er satt, Erla mín. Það væri dauð sál, sem ekki gerði það. (Kallar): Ásta og Ragna! Sækið þið mjólkina, þegar þið eruð búnar að láta inn í tjaldið. — — Jæja, Erla mín. Við skulum nú setjast hérna í grasið og semja kvölddagskrána. (Setjast.) Jæja, hvernig eigum við nú að liafa þetta? ERLA (í þönkum): Ja,-------látum okkur nú sjá.-------Látum okk- ur nú sjá —. RÚNA (hugsi): Ja-há,-------látum okkur nú sjá. ERLA: Nú veit ég. — Þegar allar stelpurnar eru komnar, kveikjum við á „prímusnum" og setjurn upp vatn og förum að elda graut- inn. Meðan grauturinn er að malla, skal hver um sig segja frá því, sem fyrir liefur komið, eftir að við skildum í dag, og svo syngjunr við á milli. RÚNA: Já, þetta er ágætt, svona höfum við það. En, — skyldu nú ekki stelpurnar fara að koma nreð vatnið, og fiskinn, sem þær áttu að berja. ERLA (kallar út): Halló. — Hulda, fannstu lrvergi lækinn? IIULDA (franrmi): Við komum strax. (Hulda, Björg og Þóra koma inn. Björg heldur unr fingur og ber sig vesældarlega.) HULDA: Afskaplega getið þið ver- ið óaðgætnax að kalla svona hast- arlega. Það lá við stórslysum, okkur varð svo bilt við. Við vor- unr í svo dænralaust skáldlegunr lrugleiðingunr. Ég og Bjagga vor- um að yrkja. Þóra var að semja lag við ljóðið. Þá kallið þið svo hastarlega. — Ég nrissti fötuna, fulla af vatni, og mest af því fór í skóna mína. BJÖRG (aunringjaleg): Og mér varð svo hverft við, að ég villtist á fingrinunr á mér og harðfiskin- unr, og lanrdi á hann, fingurinn, en ekki harðfiskinn. (Réttir fing- urinn fram.) Sjáið þið. Hann er bara kolblár af mari. ERLA: Rúna, Rúna, blessuð sæktu fljótt bindi og eitthvað, til þess að láta við fingurinn á blessuðu

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.