Vorið - 01.09.1949, Qupperneq 30

Vorið - 01.09.1949, Qupperneq 30
108 V O R I Ð barninu, liann er bara eins og skjóða. (Rúna sækir íingurtraf o. fl. Þær binda um.) ÞÓRA: En sárast var þó um mig. Eg varð svo skelkuð, að ég týndi þessu líka yndislega lagi, sem ----- ja, mér var nœrri því dottið í hug. Mikið hafið þið á sam- vizkunni, húsfreyjur. (Ragna og Ás'ta koma inn með mjólkina.) RÚNA: Loksins komið þið með mjólkina. Hvað hafið þið nú eig- inlega verið að gera allan þenn- an tíma? (Erla og Rúna kveikja á „prímusi", setja upp pottinn.) RAGNA: Við vorum nú fyrst að horfa á sólarlagið. Það var dásam- legt að sjá, hvernig kvöldsólin litaði tindana rauðgullna. ÁSTA: Já, — en svo heyrðum við svo afskaplegt vein, alveg eins og verið væri að kvelja líftóruna úr einhverjum. Við urðum nú hálf skelkaðar, fyrst en svo mundum við þetta: „Ská.ti er hugrakkur. — Skáti er viðbúinn“, og fleira fallegt. Svo að við þutum af stað yfir á liæðina, til þess að vita, hver þar væri í voða staddur. RAGNA. Og auðvitað til að hjálpa, ef með þyrfti. — En sem betur fór var sá, sem eftir hljóðunum að dæma virtist vera í háska staddur, alheill. ERLA: Ha, — var bara verið að gabba ykkur? RAGNA: Já, heldur betur. ÞÓRA: Hver var þetta? ÁSTA: Gettu.--------Nei, — annars, — ég skal segja ykkur það. Það var lómur, sem veinaði svona af- skaplega. BJÖRG: Ha, lræ, greyin. Hvað sagði svo lómurinn, þegar hann sá frökenarnar? ÁSTA: Hann hélt bara áfram að veina. BJÖRG: Aumingja skepnan, það var von. Hann hefur séð, hvað þið voruð liræddar. RAGNA: Af hverju hefur þú nú bundið upp puttann, Bjaggamín? HULDA: Hún slasaðist við það hættulega starf að berja fisk, lrélt að fingurinn væri hafðfiskur. RAGNA: Þetta er nú eiginlega ykkur að kenna, þegar þið látið annan eins krakka og Bjagga er, vera að fáta með grjót. RÚNA: Svona. Hættið nú þessu. — Nú setjumst við allar hér í kring- um „prímusinn" og grautarpott- inn, og hugsum okkur, að við sitj- um við snarkandi, blossandi varð- eld. Meðan nraturinn er að soðna, segir hver um sig frá því, sem komið hefur fyrir hana í dag. ALLAR: Bravó. — Samþykkt í einu liljóði! (Þær setjast.) ]RÚNA: Nú byrjum við með einu lagi. Ég skal hræra taktinn í grautarpottinum. (Þær syngja.) (Lag: Tápog fjör.) Fjallið kallar: „Kraft og þor . kenna skátum erfið spor.“

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.