Vorið - 01.09.1949, Síða 31

Vorið - 01.09.1949, Síða 31
V O R I Ð 109 Fossinn drynui': „ISni og afl innir þeim minn hrannaskafl." Lind í dal, lækjahjal, laða hreinleik dýpst í sál. Hærra bendir heiðið blátt liverri þrá, í sólarátt. ERLA: Jæja. — Hver á nú að byrja að segja frá? ALLAR: Auðvitað þú. ERLA: Sama er mér. Þá byrja ég. Eins og þið vissuð, fór ég ofan að Bergi, þar er símstöð. Ég ætl- aði að hringja lieim til Dúdda bróður míns, og biðja hann að láta alla heima vita, að allt væri í stakasta lagi hjá okkur. — Ég sat nú þarna á stöðinni, og beið og beið, eins og vant er á símastöðv- um. Þarna sat einhver maður, sem líka var að bíða eftir símtali. Ekkert talaði hann nú við mig, en ég sá og heyrði, að honum var æði órótt. Hann hugsaði upp- hátt, veslings maðurinn. „Árans ,stuð‘ er með þennan tíma,“ taut- aði hann. „Sífelld bið, klukku- tímum saman, í brakandi þurrki, þvílíkt. — Siggi skyldi nú verða á undan mér, að hramsa beljuna út úr Jóni.----Þvílíkur skrambi. — — Ég verð að ná í hana, hvað sem það kostar.“ Svona tautaði hann í sífellu. Ég var auðvitað, alltaf rétt við það að skellihlæja, en beit á vörina, og sat alvarleg, eins og roskin maddama. Loks kallar stúlkan: „Gísli, — Staður er í nr. 1“; vitanlega var nú klef- inn ekki nema einn. Aumingja maðurinn þaut inn í klefann. „Halló. — Já, það er Gísli. — Ha. ----Búinn að fá hana. Fari það nú.......“ Hann henti frá sér sínrtækinu, rauk á dyr, og var auðsjáanlega fokreiður. „Gerið þér svo vel, frökan, í klefa eitt,“ sagði símamærin. Ég rýk inn í klefann, ekki síður fegin en aum- ingja Gísli. Ég tek símann. „Halló, sæl elskan,“ heyri ég strax, í hinum endanum og kann- aðist nú hvorki við röddina, né þetta ávarp. „Er það ekki Dúddi?“ segi ég. „Ha, nei, það er Doddi.“ „Hvað er þettá?“ spyr ég, hlæjandi. „Það er nr. 60 í Vík. Er það ekki Sigga?“ „Nei, ég var að biðja um Eyri.“ „U-rr, u-rr,“ grenjaði í símanum í eyra mér, og burt var Doddi blessun- in, í Vík. Ég óð í veslings stúlk- una og heimtaði Dúdda í nr. 60 á Eyri. „Það er ekki hægt, það er lokað hérna kl. 6,“ sagði stúlkan. — Ég mátti hypja mig, — og svo er sú saga ekki lengri. BJÖRG ("sem er símamær): Já, — mér finnst þetta nú ekkert skrít- ið. Það er liægt að villast í sím- anum, rétt eins og hvar annars staðar. HINAR: Já. — Þú þekkir nú það, Bjagga mín. (Hlæja.) — En upp með lagið. (Þær syngja.)

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.