Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 36

Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 36
114 VORIÐ Fyrst í stað var liann grimmur og leizt ekki sem bezt á það, sem við ætluðum að gæða honum á. En okk- ur fór fljótlega að þykja vænt um hann, því að hann varð spakari með hverjum deginum, sem leið, og við skírðum hann Lubba. Við höfðum hann alltaf úti á dag- inn og þá elti hann okkur um allt, og sá var nú ekki lengi að þeytast áfram á maganum. Honum þótti ákaflega góð mjólk, þó að hún væri ekki úr sel. Stundum veiddum við fyrir hann síli og þau var hann líka gráðugur í. Aldrei sóttist Lubbi eftir að fara í sjóinn, en einn dag tóku strákarnir hann og létu hann í sjóinn til að vita, hvað hann gerði. En honum varð heldur bilt við og flýtti sér sem mest hann mátti til sama lands aft- ur, og skalf allur eftir baðið. En aumingja Lubbi litli lifði ekki lengi eftir þetta, því að morguninn eftir, þegar við komum til hans, lá hann dauður. Þá voru tvær vikur, sem við höfðum alið hann .Nokkr- um dögum eftir, að liann dó, tókum við krakkarnir hann og jörðuðum með mikilli viðhöfn í „kirkjugarð- inum“ okkar á Langatanga. Svona er nú ævisagan hans Lubba litla. María S. Gisladóttir. FÓSTURBÖRNIN. Þar sem ég á heima, er mikið æðarvarp og það er kallað að leita, þegar tekin eru egg og dúnn frá fuglinum og lagað til í hreiðrinu hjá honum. Það var eitt sinn, þegar ég var að leita, að ég fann fjögur stokkandar- egg í æðarhreiðri, ásamt fimm æðarkollueggjum. Ég tók öll stokkandar- eggin og lét þau í dún, til þess að þau héldust lifandi. Svo tók ég þau heim um kvöldið og lét þau undir hænu, sem vildi fara að liggja á. Eftir viku skreið fyrsti unginn úr egginu og ,Reistur“ með ungana. tveir komu nokkru seinna, en ung- inn í fjórða egginu dó. Það voru mestu vandræði að fæða ungana, þeir vildu ekki éta neitt, sem við

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.