Vorið - 01.09.1949, Side 37

Vorið - 01.09.1949, Side 37
VORIÐ 115 gáfum þeim og voru ákaflega stygg- ir, svo að við létum hænuna út og hún rölti til og frá með þessi skrítnu börn sín á eftir sér. Ungarnir tíndu fræ og bitu gras, en þegar fram liðu stundir, fóru þeir að ráða yfir fóst- urmóður sinni og fóru á tjörnina, en þar var nóg æti. Þarna syntu þeir og léku sér allan daginn, en hænan sat heldur hnípin á bakkanum. Á nóttunni gistu þau öll í hænsnakof- anurn. Þá sat hænan á ungunum út í horni og varði þá fyrir áieitni hinna hænsnanna, en þau höfðu alltaf horn í síðu þeirra. Einn' unginn var vanskapaður. Það var eins og hálsinn yxi út úr annarri hliðinni á honum, og þegar hann synti, gat hann rétt haldið goggnum upp úr vatninu. Af þessu fékk hann nafnið Skakkur. Einn morguninn, þegar hænan kom heimaðtjörninni, var hún bara með tvo unga. Þann þriðja fundum við dauðan í hænsna- kofanum. Hinn ungann, sem eftir var skírðum við „Reist“, af því að hann var svo hnarreistur og falleg- ur. Ungarnir urðu alltaf spakari eft- ir því, sem leið á sumarið, og við sáum þá stundum koma heim að bænum seint á kvöldin, Jregar allt var orðið kyrrt, svo að við létum brauðmola á tröppurnar, en þeir sóttu þá, þegar við vorum horfin. — Um haustið voru þeir orðnir fleygir, en svo spakir, að viðgátumnáðþeim og þeir átu brauðmola hiklaust úr lófa okkar. Þá var Skakkur orðinn fleygur bliki, en Reistur var kven- fugl, svo að nafnið átti ekki vel við. Eftir því sem leið á haustið. komu Jreir sjaldnar og sjaldnar, og að lok- um liættu þeir alveg að koma, en við merktum þá, þegar þeir voru litlir, svo að við vorum viss um að þekkja þá aftur, ef við næðum þeim. Vorið eftir sáum við oft stokk- andarhjón á tjörninni og var öndin fremur spök, en blikinn flaug alltaf. ef við komurn nálægt. Á endanum fengum við þau samt bæði til að éta brauðmola, en aldrei náðum við Jreim. Svo fundum við hreiðrið þeir einn dag. Það var í meltopp á smiðjuveggnum, en hún stendur al- veg niður við sjó. Þau eignuðust sjö egg og þegar öndin fór að liggja á var hún svo spök að við gátum tekið hana og skoðað númerið á hringn- um á fætinum á henni. Þá kom í Ijós að þetta var Reistur. Hún ungaði öllum eggjunum út og hélt sig á tjörninni með ungana um sumarið og oft voru þeir hér heima við, allir í hóp, eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. — En Skakk höfum við aldrei séð síðan. Sennilega hefur hann dá- ið um veturinn. Ólina J. Jónsdóttir BROTNI BOLLINN. Einu sinni var lítil stúlka, sem hét Edda. Hún var góð og hlýðin við mömmu sína og var dugleg að hjálpa henni, en þó hafði hún þann

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.