Vorið - 01.09.1949, Síða 38
116
VORIÐ
ljóta sið, að hún sagði stundum ósatt
og þá sök, sem hún átti sjálf, bar
hún á aðra. Ég ætla nú að segja frá
dálitlu atviki, sem kom fyrir, þegar
Edda litla var 8 ára.
Einu sinni sem oftar var Edda
litla að leika sér að brúðunum sín-
um úti í glaða sólskini og blíða-
logni. Hún undi sér oft við að leika
sér að brúðunum sínum tímunum
saman. Hún hafði glerbrot fyrir
bolla og diska og steinhellur hafði
hún fyrir borð, stóla, bekki og hill-
ur, og svo lagði hún á borð fyrir sig
og brúðurnar og þóttist svo borða
alvörumat, eins og hún kallaði það.
En þegar hún var að leggja á borðið
í þetta skipti, fór hún að hugsa um,
hvað það væri nú gaman að hafa
bara einn alvörubolla, sem hún
gæti drukkið úr sjálf, af því að hún
var svo stór, en brúðurnar voru svo
litlar, að glerbrotin nægðu þeim.
Hún vissi, að mamma hennar
hafði skroppið á næsta bæ, og pabbi
kom ekki heim fyrr en í kvöld, svo
að liún gat nú hæglega farið og
tekið einn bollann hennar mömmu
og haft hann svolitla stund, bara í
einum leik, svo mundi hún fara
með hann heim og láta hann aftur
í hilluna, þá þyrfti mamma ekkert
að vita. Allt þetta hugsaði Edda
litla, og hún hugsaði þetta aftur og
aftur, og loks hljóp hún heim, sótti
bollann og hljóp svo með hann aft-
ur út í bæinn sinn, og nú var gaman
að leika sér. En þegar Edda litla
liafði leikið sér um stund, þá var
hún eitthvað að handleika bollann,
en missir hann þá allt í einu, og
hann dettur niður á eina steinhell-
una og fór í marga mola. Edda rak
upp liljóð og starði á bollann, sem
nú lá þarna mölbrotinn, og þessi
bolli var úr fallega stellinu hennar
mömmu. Edda vissi ekkert, hvað
hún átti að gera, hún stóð þarna
grátandi og starði á bollann á stein-
hellunni. En allt í einu hætti hún
að gráta og hljóp heim á leið, hún
ætlaði bara að segja mömmu allan
'sannleikann, og það gerði hún, og
hún skrökvaði aldrei eftir það. —
Hún lagðist líka glaðari en nokkru
sinni fyrr til svefns þetta kvöld. —■
Þannig sigraði réttlætið litlu stúlk-
una.
Munið að segja aldrei ósatt.
Seyðfirðingur.
ÞEGAR ÉG VAR í SVEIT.
Þegar ég var á tíunda árinu, fór
ég í sveit. Það var lengst inni í Isa-
fjarðardjúpi. Við vorum fjögur alls
á heimilinu: Hjónin, sonur þeirra
og ég.
Einn morguninn, þegar ég vakn-
aði, var mjög gott veður, svo að ég
fór snemma á fætur.
Þegar ég kom út, var ein kindin
að bera, og var lambið mjög lítil
og veikbyggð gimbur. Bóndinn tók
* lambið inn í eldhús og gaf því að
drekka, vegna þess að það gat ekki