Bjarmi - 15.02.1907, Qupperneq 2
18
B J A R M I
alla sér mentunar, svo að þeir yrðu
hæfari, en þeir voru, til að uppfræða
almenning. Til þess að koma þessu
til vegar keypti hann sér nýja prent-
smiðju og naut þar að Páls hyskups
vinar síns; kom Páll byskup Jóni
Matthíassyni, prentara Guðhrands
byskups, á framfæri, svo hann fengi
numið prentlístina til hlítar; auk
þess sendi hann Guðbrandi lelurog
svertu og' pappír og annað, sem til
prentunar þurfti. Ekkert sparaði
byskup til þess, að alt, sem prentað
var, væri sem bezt og prýðilegast
úr garði gert. Áhöld og verkfæri
prentsmiðjunnar fékk hann sum-
part utanlands frá, sumpart bjó hann
þau lil sjálfur, því að liann var svo
mikill hugvitsmaður og þjóðhagi, að
llest það, er hann sá eða heyrði um
getið, gat hann gert eftir; en margt
fann hann upp sjálfur; hann dró
upp rósir og myndir af hagleiksín-
um og skar þær út í tré og eins
alla þá upphafsstafi og bókahnúta,
sem vóru í biblíu lians. Bókbind-
ara fékk hann frá Hamborg og öll
áhöld með og Iét kenna landsmönn-
um að binda bækur.
Frægastur er lnmn al bókagérð
sinni og bókaútgáfu. Bitaði hann
sumt sjálfur, en sumt þýddi lnmn
á íslenzku úr latínu, þýzku og
dönsku, og valdi jafnan til þess
hinar beztu guðsorðabækur, sem þá
voru til. Gerðist hann svo stór-
virkur og afkastamikill, að ekki
munu dæmi til slíks hjá þjóð vorri;
fjölgaði andlegum bókum svo mjög
í landinu, að þær vóru nógar til ná-
lega handa hverju heimili.
En það, sem tekur fram öðrum
verkum hans, er það, að hann sneri
að miklu leyti sjálfur allri ritning-
unni á íslenzku, eftir biblíuþýðingu
Lúthers, og gaf hana út 1582 með
írábærri rausn og snildarfrágangi og
gat þá sagt:
»Eitt stórvirki gafstu mér, guð, af náð
að gera með kröftunum ungu;
nú geymir að eilífu Isa-láð,
þitt orð á lifandi tungu«.
Þetla verlc Guðbrandar byskups
er dæmafátt þrekvirki, þegar þess
er gælt, hvað hann vann það á stutt-
um tíma og þurfti þó flest að laga,
las sjálfur prófarkir og hal’ði þó ærið
margt annað fyrir stafni til lærdóms
og siðbóta og varð jafnframt að
gegna mörgum öðrum embættis-
verkum.
Málið, sem hann ritar, er einkar
hreint, eftir þvt sem þá gerðist, ein-
falt og viðhafnarlaust, gagnort og
ljóst.
Hér er ekki rúm til að telja allar
þær bækur aðrar, sem Guðbrandur
byskup gaf'út, en ekki er þar mörg-
um fátt í hundraðið og nær var
það i öllum greinum, er til kristin-
dómseflingar horfði. Sálmabók gaf
hann út til söngs við messugjörð og
húslestra, og Grallarann, nólnabók
með sálmum, sem var aðal-kyrkju-
söngsbókin hér á landi alla 17. og
18. öld og sumstaðar lengur. Fræði
Lúters gaf hann út, hin meiri og
hin minni, Stultu bibliu, Leikmanna-
bibliu, Nýjatestamentið sérstakt,
Fermingarbók ungra manna og
Spurningakver, Postillu yfir guð-
guðspjöllin (eftír sjálfan sig), Eintal
sálarinnar, Daglega iðkún, Píslar-
hugvekjur, bænabækur og andlega
Yísnabók.
Langmestur lærdómsmaður var
Guðbrandur byskup allra samlendra
manna í þá daga. Hann unni og
öllum fróðleik og vísindum (stjörnu-
fræði, stærðfræði og náttúrufræði)
og var þar langfremstur allra lær-
dómsmanna um sina daga, enda