Bjarmi - 15.02.1907, Blaðsíða 8
24
B J A R M I
nokkur eintök af þvi til sýnis, gegn
burðargjaldi. Blaðið kostar hér á
landi 3 kr. og utanáskrift ritstjórans
er: Pastor Barrat, Soíie Plads 2,
Kristjanía.
Bjarmi mun síðar minnast frekar
á þessar hreyfingar.
<s
Molar.
Dæmisaga.
Það voru einu sinni nokkrir menn
í orðahnippingum og vönduðu lítt
kveðjur hverir öðrum.
»Þú ert mikill aulabárður«, sagði
einn þeirra, »að sjá ekki, að jeg skil
(jetta alveg rétt«.
»Fyr má nú vera þröngsýnk, sagði
annar. »Þú ættir að hvolfa ofan af
þér asklokinu, svo að þú sæir hið
sama og jeg«.
»Fáfræðin ein getur komið með
aðrar eins tullyrðingar«, sagði hinn
þriðji.
»Það getur verið vafasamt hvort
lærdómshrokinn er ekki jafn hættu-
legur réttri dómgreind, eins og J)að,
sem þér kallið fáfræði«, svaraði hinn
fjórði.
»Verst er þó að rangfæra vísvit-
andi«, sagði hinn íimti. — —
Deilan harðnaði óðum. í sama
bili bar þar að engil.
»Um hvað eruð þið að þrátta?«
spurði hann.
»Um guðs orð«, svöruðu þeir.
»Yðar guð er þá baráttu og ósam-
lyndis guð«, sagði engillinn.
»Nei, hann er friðarins guð«,
svaraði einn þeirra. — »Og kærleik-
ans guð«, bætti annar við.
»Það er þó ekki að heyra á orða-
lagi ykkar«, sagði engillinn og livarf
um leið.
(LJr dönsku að mestu leyti).
H ver er » kristi n dó ms stefna« heim a-
trúboðsins íslenzka?
Það hefir enga aðra stefnu en
kirkja vor sjálf, þar sem hún er
sjálfri sér trú, að efla barnatrúna
og kristilegar framkvæmdir innan
safnaðanna. Pað er starf, en ekki
stefna.
S. Á. Gislason.
(cand. theol.)
Sælir eru hreinhjartáðir.
Olto Funke, prestur í Brimum,
sem skrifar betur kristilegar ferða-
sögur og skemtilegar hugvekjur en
fleslir núlifandi rithöfundar, segir
svo frá: »Þegar ég var að fara frá
foreldrum minum í fyrsta skifti,
kallaði móðir mín mig á eintal og
sagði: »Þegar óhreinar hugsanir á-
sækja þig, þá skaltu, góði minn,
hafa l'yrir munni þér byrjun fjall-
ræðunnar, en segðu sjö sinnum:
»sælir eru hreinhjartaðir«.
»Eg hefi þrásinnis gengið úr skugga
um«, bætir Funke við, »að þetla er
ágætt ráð«.
Bjarmi vill leiða athygli allra að
því, að kaupa og lesa blað stórstúk-
unnar »Templar«. Blaðið verðskuld-
ar það sannarlega, því það flytur
málefni Góðtemplarareglunnar vel
og drengilega. Blaðið befir þegar
náð talsverðriútbreiðslu,síðanbanka-
ritari, herra Pétur Zóphóníasson,
varð ritstjóri þess. En blaðið þyrfti
að fá miklu meiri útbreiðslu.
Misprentast hefir í lagboða-fyrii’sögu, vers-
anna í síðasta blaði: Sjáið merkið Kristur
kallar. á að vera: Sjáið merkið Kristur
k e m u r.
Útgefandi: Hlutafélag í Reykjavík.
Ritsljóri: Bjarni Jónsson kennari, Njálsgötu 33 Reykjavík.
Prentsmiðjan Gutenberg.