Bjarmi - 15.02.1907, Blaðsíða 7
B J A R M I
23
þyrnir í augum ýmsra sérirúarmanna
og vanlrúarmanna innan kyrkju og
utan, og að þeir reyni að velja starf-
semi vorri þau nöfn, er þeir halda
að sízt muni eiga vinsældum að
fagna meðal alþýðu.
Ritstjórnin.
Þess skal getið vegna mishermis
»Frækorna«, að 5 manna ritnefnd
ræður efni Bjarma með ritstjóranum;
en þeir, sem að öðru leyti kynnu
að leggja trúnað á misskilning
»Frækorna« eða annara blaða um
blað vort, eru beðnir að lesa inn-
gangsorðin í 1. tölubl. Bjarma að
nýju-
Á milli 10 og 20 íslendingar liafa
sagt skilið við barnaskírn sína og
barnalrú, árið sem leið, látið endur-
skírast og gengið í llokk laugardags-
adventista hér í Reykjavik. — Er
það ekki íhugunarvert fyrir þá,sem
telja adventista-trúboðið»alveg mein-
laust« kyrkju vorri?
Erlendis.
Tœringin í Svíþjóð.
10 þús. dánir. — 30 þús. veikir.
Fyrir rúmu ári setli Sviastjórn
nei'nd manna til að rannsaka út-
breiðslu tæringar j)ar í landi og ráð
gegn henni. Hún skýrir meðal ann-
ars svo frá:
Samkvæmt skýrslum prestanna
dóu alls 10,067 manns úr tœringu.
Af hverjum 100, sein dóu, voru
15 í borgum og 11,4 í sveitum, eða
til jafnaðar 12°/o, sem tæring varð
banameinið. Samkvæmt skýrslum frá
92°/o af læknum Svía, varir lungna-
tæring 3 ár að meðaltali frá J)ví að
hægt er að þekkja hana með fullri
vissu, og 30 þúsund Svíar hafa greini-
lega lungnatæringu. Af tæringarsjúk-
lingum þeim, sem læknarnir höfðu
orðið varir við, þurftu 41,2 af
hundraði að vera á sérstökum heilsu-
hœlum, 32,o°/o á öðrum stofnunum
eða sjúkrahúsum, og að eins 26,2%
(eða fjórði hlutinn) gat að skaðlausu
notið hjúkrunar heima hjá sér.
54,7°/o (eða rúmur helmingur) allra
sjúklinganna voru fátœkir.
(Eí'tir »Kristilegu dagblaði«).
Er ekki óþarfi að bæta hér við á-
skorun um að styðja heilsuhælisfé-
lagið?
Eftirtektaverðar fréttir
berast liiugað með útlendum hlöð-
um, um öllugar, en ærið einkenni-
legar trúarhreyfingar i ýmsum lönd-
um. sérstaklega þó i Kaliforníu, á
Indlandi og nú síðast i Kristjaníu, höf-
uðhorg Norvegs. Á þessum stöðum
og viðar »tala menn tungum« líkt
og á dögum poslulanna, að sögn;
og við skója Pandita Ramabaj (sjá
Heimilisvininn II. ár. 4. h.) eiga að
sjást stundum eldtungur yfir hölð-
um mnniia. Kristjaníu-hreyfingin
sem j)egar hvað vera komin til ná-
granna borga, hefir vakið afarmikla
eftirtekt, og fregnritarar og prédikar-
ar þyrpast þangað úr ýmsum hér-
uðum og löndum. Berlinarblað eitl
»l)ie Jugend-Hilfe«, telur liana enn
merkilegri en vakninguna i Wales.
En annars eru dómar manna mjög
misjafnir um »tungutalið«, og aðal-
hlað metodista i Norvegi, »Kristileg
tíðindi« eru á móti þvi, enda ])ótl
aðalmaður hreyfinga jjessara eða
trúarvakninga, séra Barrat, sé úr
þeim llokki. En hvaða gallar, sem
kunna að vera á hreyíingu þessari,
er hitl vist, að hlaðið »Byposten«,
sem séra Barrat gefur út, er svo
gagntekið af eldljöri og sigurgleði,
síðan vakningin hófst, að undarlegir
mega þeir kristnir menn vera, scm
ekki hitnar um hjartaræturnar við
lestur þess. Hann hýðst til að senda