Bjarmi - 15.05.1907, Blaðsíða 5
B J A R M I
69
minna sé á þeim að græða; en les-
endur Bjarma eru vonandi ekki í
þeirra tölu.
Hún Hrefna litla var kát og fjör-
ug og haíði gaman af að leika sér,
alveg eins og hin börnin, en hún
lærði snemma að hiðja og »snemma
að elska Drottins orð«, og' þegar
veikindi og þjáningar hertóku hana,
lók hún þeim eins og hetja og bar
þær i Jesú nafni með svo mikilli
þolinmæði og trúartrausti, að ókunn-
ugum mætti þykja ótrúlegt.
Hún var rúmföst 24 vikur, oftasl
mjög þungl lialdin, en altaf jafn-
þolinmóð; oft mintist hún þess, að
aðrir sjúklingar hefðu legið lengur
en hún, og sérstaldega þó þess að
Jesús hefði orðið fyrir meiri kvöl-
um en hún.
Einu sinni þegar Hrefna lilla var
að veina al' kvölum og móðir henn-
ar sal hjá henni grátandi og þólti
sárt að geta ekki linað þjáningar
hennar, þá sagði barnið:
»Gráttu ekki elsku mamma mín;
þú erl alt af að hjálpa mér, en hún
María, móðir Jesú, fékk ekkert að
hjálpa honum, þegar verið var að
kvelja hann«. — —
»Nú fer guð að borga þér allar
þessar þrautir, góða min«, sagði ein-
hver við hana nokkru seinna, en
J)á svaraði Hrefna óðara:
»Eg held ég eigi ekki hjá guði.
— Hver á hjá guði? — —«
»Ósköp tek ég út núna, mamma
mín, en saml vildi ég, ef mögulegt
væri, J)ola meira, ef Jesús vildi það
heldur«, sagði hún, þóll hún gæli
ekki al' sér borið fyrir kvölum. - -
Einhverju sinni sagði hún í þraul-
iThi sinum:
»Elsku Jesús! gel'ðu mér frið, þótl
ekki væri nema svo litla stund«. Svo
sneri hún sér að móður sinni og
sagði: »Heldurðu, mamma, að Jes-
ús sé reiðurvið mig, fyrst hann læt-
ur mig þjást svona lengi?«
»Nei, Jesús er ekki reiður við þig,
hann er að reyna þig«.
»Já, ég veit það; hann hjálpar mér,
þegar liann sér, að ég get ekki þol-
að þetta Iengur«. — —
Siðustu orðin hennar voru að biðja
Jesúm Krist að vera hjá ástvinun-
um, sem grátnir sátu við banabeð
hennar, ástvinunum, sem hún kvaðst
mundi halda áfram að biðja fyrir
heima hjá Jesú, ef hún gæti og mætti.
Séra Árni Björnsson á Sauðár-
krók getur um lát hennar i »Fjall-
konunni« 26. sept. f. á. og skrifar
þar meðal annars:
»Aðfaranótt síðastliðins pálma-
sunnudags andaðist á Sauðárkróki
barnið Ilrefna Thorlacius 10 ára
gömul. Hún var dóttir þeirra hjóna
séra Hallgríms Thorlacius i Glaum-
bæ og frú Sigriðar Thorlacius. Hún
var framúrskarandi skýr og skiln-
ingsrik og þrekmikil; allan síðast-
liðinn vetur lá lnin við hin J)yngslu
harmkvæli, og munu þess lá dæmi,
að börn hafi borið eins fagurlega
þungar hörmungar, og mælti
margur fullorðinn óska sér jafn
sterkrar og jafnkristilegrar trúar,
sem þessi unga sál hafði. Með
barnslegri gleði horlði hún lram til
dauðastundarinnar, því »þá fæ ég
að koma til Jesú«, sagði barnið. ()g
öllum stundum var hún viðlátin að
lala kjark og huggun inn i hjörtu
foreldra sinna, er liðu með henni.
En þvi er þetta hér fram tekið, að
vert þykir að vekja athygli allra á,
hve öflug hin harnslega kristilega
trú er, — að bún gjörir manninn
að þróttmeiri betju en margir, margir
fullorðnir reynast, þegar dauðinn
stendur við rúmstokkinn«. —
Endurminningarnar um kraft guðs