Bjarmi - 01.09.1908, Síða 2
138
B J A R M T
hann, »og lærið af mér, því að ég
er hógvær og lítillátur í hjarta; þá
munuð þér finna livild sálum yðara.
Og fyrst þér finst það sælt, að fá
líkamlega hvild, þegar þú ert ör-
þreyttur, þá er það þó langt um
sælla að finna hvíld þreyttri sálu,
losna við alla órósemi, allar áhyggj-
urnar, sem þú hefur lagt á þig og
kvalið þig með.
Enginn annar en Jesú getur veitt
þér þessa hvíld.
»Við kross þinn, Jesú, jafnan ég
vil mér hæli iá«, — þetta syngjum
vér. Og þúsundir manna liafa reynt,
að þetta er satt. Þeir hafa trúað
orði hans, komið lil hans með allan
þunga sálar sinnar og varpað hon-
um af sér við krossinn hans, og
reynt það, að þeir gátu losnað við
hann að fullu og öllu, fengið fyrir-
gefningu drýgðra synda og' kraft til
að lifa nýju lífi.
Ef þú því veist, livað það er að
erfiða og vera hlaðinn þunga, hvort
sem hann er líkamlegur eða andleg-
ur, þá láttu þessi dýrðlegu huggun-
arorð þér í eyrum loða: »Komið til
mín — og ég mun gefa yður hvíld«.
Aldrei iðrasl þú þess, ef þú geliir
þig á hönd hins máttuga frelsara
þíns, og varpar al' þér öllum hyrð-
um, öllum þínum áhyggjum og
lætur hann einn hera umhyggju
fyrir þér.
Yinir í nauðum.
Á ofanverðri 17. öld, einkum frá
1G88 lil aldarloka, dundu fádæma
harðindi yfir landið, svo að nærri
stappaði fullri örvæntingu hjá lands-
lýðnum, þó að yfir tæki 1690; þá
lágu hafþök af ís kringum landið
öllum meginn, nema fram undan
Snæfells-jökli. Tók þá fyrir allar
aflavonir á því vori og höfðu menn
þó einmitt þá búist við góðum alla-
föngum, því þá höfðu gengið 9
fiskileysisár í röð. Hvergi sást út
fyri’r isinn af liæslu fjöllum, nema
fyrir Suðurlandi, og var það eigi
nema lil sárrar hugraunar, því
dönsku kaupskipin voru þar á
sveimi úli fyrir og gátu hvorki
komist að landi né landsmenn kom-
ist út í þau fyrir isnum. Næstu ár
hertu þó á þessum nauðum. Árið
1699 var svo mikið bjargarleysi til
lands og sjóar, að undanfarin ár
þóttu hagsældarár hjá því.
Páll Jónssou Vídalín lögmaður
(1668—1727) ritaði þá merkilegt ril
um viðreisn íslands, sem enn er til,
og tileinkaði það »guði, konungin-
um og föðurlandinu«, og ber ritið
nafn af því (Deo, Regi, Patriæ —
guði, konunginum, föðurlandinu).
Þar lýsir liann fyrst eymdarástandi
þjóðarinnar, en á eftir koma uppá-
stungur til umbóta og úrræða.
Ritið hefur aldrei verið prentað í
heilu lagi. En til er ágrip af því á
dönsku, sem Jón Eiriksson, föður-
landsvinurinn mikli (f 1787), hefir
gert og er það prentað í ritum
»Lærdómslistalélagsins«, sem Jón var
lífið og sálin í, meðan hann lifði.
Höfundurinn segist varla geta lýst
þeirri eymd, sem þá sé yfir að líla.
Allar hjargir séu bannaðar, hæði á
sjó og landi, og nærri liggi fullri
örvæntingu, þegar vonlaust sé um
það, að nokkurt kaupskip komist
að landi. Einn sé að kveina yfir
því, að kornvörur séu á þrotum,'
annar um það, að léreft vanli eða
járn, eða timbur, eða veiðarfæri,
skipavið og árar, lil næstu vertíðar,
all eftir því hvað þörfin minnir
þá á.
Jón Eiríksson lýsir greinilega