Bjarmi - 01.09.1908, Síða 6
142
B J A R M I
Kor. 9, 5 er sama orðið tvisvar þýtt
nieð frelsi, sem í 18. versinu er þýlt
með réttur, og er það réttari þýðing.
Oiðið »þi]mos« kemur fyrir á 12
stöðum í nýja testamentinu, en þýtt
með 5 mismunandi orðum jóvild Róm.
2, 8; ofsa Ef. 4, 31; brœði Gal 5, 20
og Ko). 3, 8; móð Opinb. 12, 12 og
reidi Hebr. 11,27 o. s. frv.), í staðinn
fyrir, að alstaðár átti að þýða það
með einu og sama orði: brœði, nema
í Opinb. 12,12 er miklu betra að þý7ða
það, eins og það er þýtt. »Eriþeia«
kemur fyrir á 7 stöðum og er þýtt
með flokkadrœtlir II. Kor. 12,20 (sbr.
Róm 2,8; sérplægni Gal. 5,20; eigin-
girni Jak, 3,it og ig og sórdrœgni Fil.
1,17 og 2,3. Alstaðar mætti þýða það
með sama orðinu: sérdrœgni, sem nær
bezt meiningunni.
Orðið »pas« hefir 3 merkingar, þeg-
ar það fer með nafnorði, sem lýsing-
arorð: 1) sérhver, þ. e. hver einstak-
ur af heildinni, 2) alskonar eða hvers-
konar og 3) allur, þ. e. heildin, sem
myndast af einstaklingum. Vanalega
liefir orðið 1. eða 2. merkingu, þeg-
ar enginn greinir stendur milli þess
og nafnorðsins, en 3. þegar greinir
fer á milli eða nafnorðið er í fleirtölu.
En hér er öllu hrært saman í einn
graut og enginn munur gerður í þjrð-
ingunni nema af handahófi eða eftir
því, hvernig það lætur í eyrum, t.
d. Róm. 14,ii: y>öll kné . . . og sér-
hver tunga«, á að vera: »sérhvert
kné . . . og sérhver tunga« (sbr. Róm.
2,9). II. Kor. l,t: »í sérhuerri þreng-
ing . . . . í Iwaða þrenging sem er«,
á að vera: i allri ]>renging . ... i
alskonar þrenging (sbr. Róm. 3,19).
Sama bréf 9,8: »En Guð er þess
megnugur, að láta alla náð hlolnast
yður ríkulega«, sem ætti að vera:
En Guð er þess megnugur, að láta
yður ríkulega hlotnast hvers konar
náð (sbr. II. Kor. 8,7).
í hirðisbréfunum er »pas« víðast
livar þýlt með allur (I Tím. 1,ib; 2,11;
5,2; 6,1; II. Tím. 4,2); að eins Tít.
2,15 er notað alt annað orð: bfullum
myndugleika«; en i öllum þessum
tilfellum væri réttara að þýða það
mcð »sérhvcr«, alskonar eða livers
konar en allur (sbr. t. d. II. Tím.
4,18 og II. Þess. 2,17), eins og það
líka er þýtt í II. Tím. 3,ic, Þar eð
bygging setninganna cr hin sama á
öllum þessum stöðum, er ekki rélt
að leggja aðra meiniugu í orðið í
II. Tim. 3,ic en á hinum stöðunum;
væri orðið því rétt þýtt á hinum stöð-
unum lilyti það hér að eiga við alla
heild ritningarinnar, og vcrsið ælli þá
að leggja út þannig: »Ö// ritning er
innhlásin af Guði og er nytsöm« o.
s. frv.
Orðið »Kata« heíir fjölda margar
merkingar og ómögulegt að þýða það
á íslenzku með einu og sama orði,
enda ekki reynt í nýja testamentis
þýðingunni. En hið einkennilega er,
að merkinguna /1/ eða til eflingar virð-
asl þýðendurnir forðast, finst að eins
í II. Kor. 11,21, og þó kvað þessi mcrk-
ing íinnast víða í gullaldar grísku, t.
d. hjá Homer, Herodot, Zenofon o. fl.
Að þeir forðast hana, dreg eg af því,
að í II. Tím. l,i og Tít. 1,1 er hún
liin eina, sem nokkra meiningu gefur,
en er þó ekki notuð. Það er ólíkt
skiljanlegra og lcraftmeira, að Páll
segir, að liann sé »postuli Jesú Iírists
til eflingar trú guðs útvaldra og þekk-
ingar sannleikans«, lieldur en að hann
fari að fræða lærisvein sinn Títus á
því, að liann gegni sínu poslullega
embætti á réttan hátt, því ef hægt
er að fá nokkra meiningu út úr ísl.
þýðingunni, þá er það visl helzl
þetta. En vafasamt íinsl mér vera,
hvaða meining er í því, að vcra »post-
uli samkvæmt þekkingu sannleikans«.
Nefna má, að í Kol. 4,18 er bætt