Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1908, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.09.1908, Blaðsíða 3
B J A R M I 147 staddir eru í hættu. Hvað vilt þú leggja í sölurnar fyrir óþektan mann? þessi maður, sem þú hefir, ef lil vill, aldrei séð, er Guði alveg eins kær, eins og þilt nánasta skyldmenni. Hjálpir þú honum, þá munt þú á- reiðanlega fá þín laun. Hjálpir þú honum ekki, stofnar þú sálu þinni í hættu. Þessa skyldu hafa margir kristnir mcnn séð, að því er hið Hkamlega líf snertir, og jafnvel látið lífið fyrir aðra. En svo er hin andlega hætta. í heiðnu löndunum eru sérslaldega margar miljónir dregnar til lífláls af óvini vorum. Til að varna þessu eru þangað sendir trúboðar. Lætur þú þig þetta engu skipta? Eru þessir heiðingjar Guði ekki eins kærkomnir eins og þú eða vinir þínir? Guð geti oss náð sína lil þess að vér megum skilja til fulls, hvernig svara skal spurningu lögvitringsins: »Hver er náungi minn? Opið bréf iil viuar niíns, síra N. N. Bezlu þakkir fyrir síðasta bréf þitt. Mér er ljúft að svara þvi cins greini- Iega og föng eru á í svipinn; en þar sem málefnið snertir svo marga og er orðið svo almennt umtalsefni með- al trúhneigðra manna hér á landi, vona eg, að þú fyrirgefir, þótt svar mitt komi fyrir almennings sjónir. Þú minnist á, að þér misliki stefna N. Kbl. og þorir naumast að útbreiða það, því nóg sé fyrir af efasemdum hjá söfnuðum þínum, þólt þú hlynn- ir ekki á þann hátt að þeim; á hinn bóginn þyki þér mjög vænt um Bjarma, einkumefhann flytti fáar eða engar deilugreinar gegn »nýju« stefn- unni. Vegna friðarins og vegna þess að hér eiga mælir menn hlul að máli óskar þú, að vér leiðum skoðana- muninn hjá oss eftir föngum. En sé stefnan varasöm, hví má þá ekki mólmæla henni? — Eg er því fyllilega samdóma, að mætir menn eigi hér hlut að máli, og get bætt því við, að mér er persónulega kunnugt um, að sumir formælendur stefnunnar vor á meðal, eru innilega trúaðir menn, þrátt fyrir ýinsar skoðanir sínar, sem stundum nálgast únitarastefnuna meir en lilið. Þeir standa þar á eldri og betri merg. Þaðer heldur ekkertvafamál, að þeim gengurgoltlil. Þeim dylst ekkifremuren öðrum, hvaðkvrkja ogkristindómureru aumlega kominn víða hvar á þessu landi, og halda að bezta ráðið sé að nema brott úr boðskap kristindóms- ins sem flest af því, sem kunni að hrinda »tímans börnum« frá honum, og að gefa mönnum undir fótinn með, að óhætt sé að gera »trúarmeðvit- undina« að æðstu dómara í trúarefn- um, sem í framkvæmdinni verður sama og að hver skuli trúa því, sem honum þykir trúlegast, og að hver verði sæll við sína trú. — — Um þetla er ágreiningurinn, eins og þú veist, en ekki hitt, eins og þeir vilja stundum láta i veðri vaka, að vér teljum trúarskoðanir 17. aldar guðfræðinga hálfgert sáluhjálpar- skil- yrði, hræðumst alla frjálsa sannsókn og sitjurn skorðaðir í »þröngsýnis- ol'- stæki fáfræðinnar«, eins og þeir komast svo laglega að orði, gagnteknir af frjálslyndi sínu og bróðurást. — En skyldi þá vera synd að spyrja þessa góðu menn, leiðtoga íslenzku kyrkjunnar, að því opinberlega: Hvar á að nema staðar, ef »tím- ans börn«, mega ekki reka sig á neina »ásteytíngarsteina« í kristindóminum? Hefir ekki guðs sonur, krossfestur og upprisinn, jafnan verið aðal-ásteyt- ingarsteinn »tímans barna« á öllum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.