Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.02.1910, Side 4

Bjarmi - 15.02.1910, Side 4
28 15.1 A R M I manna lærðastur. Hún var Iíka hið mesta valkvendi. Þó að Arngrimur væri Iöngum. á Hólum með byskupi, á þessu missir- um, þá bjó hann þó jafnan á Mel- stað. Sagnaritarar segja, að hann hann haíi hvorki verið búmaður né gróðamaður; en ekki er það sagl honuin (il ámælis, heldur þverl á móti. Um þessar mundir tekur Arngrím- ur til ritstarfa þeirra, sem hann er svo frægur af, og er þá ekki lítilvirk- ur, því að »í engu var liann meðal- maður«. En jafnframt varð hann að taka að sér ýmisleg vandasöm störf, sem snertu byskupsdæmið, því heilsu byskups tók mjög að hnigna undir aldamótin 1600. En það sem bakaði lionum þó mest eríiðið og áliyggjuna voru deil- ur þær, er liann lilaut að taka þátt í með Guðbrandi byskupi frænda sín- um, einkum út af sakargiftum þeim, sem Gottskálk Nikulásson byskup hafði borið á Jón lögmann Sigmunds- son, æltföður þeirra. Arngrímur kem- ur fyrst fram í þeim málum opinber- lega á alþingi 1590, og þá var ten- ingunum kastað (sbr. Morðbréfabækl- ing Guðbrandar byskups). Hér verður nú eigi nánar sagt frá þeim málaferlum; en gelið skal þess, að lögmaður, Jón Jónsson, harðsnún- asti óvinur byskups, lagðist á móli honurn og hafði borið mikinn róg fyrir konunginn um byskup og klerka; reyndi Arngrímur að bera það í móti er hann mátti, cn þá vildi svo illa til, að stjórnarráðið kvaddi Jóliann Bocholt höfuðsmann tilvitnis og lagðist liann þá líka móti Arngrími, svo hann fékk engu áorkað. Málum þessum lauk með því, að byskup galt fésekl mikla (1000 dali), en óvinir byskups hötuð- ust við Arngrím af því, að liann var jafnan skjaldsveinn og aðstoðarmað- ur byskups í málunum. Voru rit Arngríms því eigi látin njóta sannrnælis né viðurkenningar lengi framan af. Byskup kvartar yfir því á einum stað, að það falli sér þyngst af öllu, að Arngrímur verði saklaus að þola ill fyrir það citt, að liann veiti sér aðstoð í málum sínum. Arið 1624, á 3. í hvítasunnu, misti byskup algjörlega heilsuna og varð kararmaður upp frá því. Holgeir Rosenlcranz liöfuðsmaður skipar þá Arngrím með bréfi (2. júlí) yfir bysk- upsdæmið, meðan byskup lifði, með fullri ábyrgð á öllu því, sem byskups- dæmið snerti. Arngrímur gegndi vara- byskupsembællinu trúlega þau þrjú ár, sem byskup lifði og vígði meðal annars 6 presta. Þegar Guðbrandur byskup dó(1627), bélt Arngríinur yfir honum hjartnæma ræðu; lét hann prenta hana á sinn kostnað í Hamborg (1630),ásamt Ijóði á latínu, því lionum var sýnt um versagerð á því máli. Sama sumarið sem byskup dó, var lialdin fjölmenn prestastefna á Flugu- mýri í Skagafirði og stofnað til bysk- upskosningar. Töldu þá allir víst að Arngrímur yrði kosinn til byskups í einu hljóði, enda myndi enginn við hann keppa. En þegar lil kom, færð- ist hann undan þeim vanda fastlega, og taldi sér ýmislegl til afsökunar. Sneru þá prestarnir samstundis við blaðinu og kusu Þorlák Skúlason, dótturson Guðbrands byskups, þá ungan að aldri, í einu hljóði. Margt hefir verið rætt um þessa kosningu. Þess er getið til, að Norð- lendingum hafi þótt Arngrímur ráð- ríkur, meðan hann gegndi varabysk- upsembættinu og þótt sem hann mundi vilja einn öllu ráða, er hann væri seztur í svo mikil völd og liafi því i

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.