Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1910, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.11.1910, Blaðsíða 2
162 B JARMI Jesús sé í heiminn kominn til að frelsa synduga menn, þá segir hann blátt áfram, að Jesús haíi aldrei tal- að það. Auðvitað styrkir það mál- stað hans, ef vísindamaðurinn hleyp- ur undir baggann og kveðst geta »sann- að« það, að Jesú haíi aldrei talað það; það getur þá tekið af öll tví- mælin. Á svona löguðum grundvelli bygg- ist nýja guðfræðin, sú, sem á að leiða lœrðu mennina í allan sannleika. Ekki vill þó liöfundurinn svifta ó- lærðu mennina sinni trú; hann vill að þeir trúi þvi, sem þeim hefir kent verið, þó að það sé þvi sem næst tómur tilbúningur eða skáldsaga; liann vill ekki að þeir séu trúlausir, betra telur hann, að þeir trúi því, sem rit- að er, heldur en engu. Þess vegna segir hann um blað vort: »Mitt álit er það, að Bjarmi lali fyrir munn margra, bæði í prestastéttinni og í söfnuðunum, og eg tel það gott, því að eg álít að hin stefnan (þ. e. nýja guðfræðin) hefði orðið hættuleg fyrir trúarlíf safnaðanna, ef enginn hefði verið til andsvara opinberlega«. Mikið, að hann skyldi finna það! Auðsæasta hættan er lotningarleijsið fyrir lieilagri ritningu, einkum meðal æskulýðsins. Nýja guðfræðin er bú- in að koma því inn hjá þeim alt of mörgum, þó að ólærðir séu, að hei- lög ritning sé ekki annað en ósam- stætt þjóðsagnasafn frá löngu liðnum öldum, vegin og léttvæg fundin af vísindamönnum þessarar aldar. Sumar þær skoðanir, sem ungir menn gera sér nú á tímum, eru í meira lagi fráleitar; þær stefna út í fyrirsjáanlega vegleysu. En með hverju á að sannfæra þá um, að þeir fari villir vega, þegar búið er að stryka út guðs opinberaða orð ineð vísind- um? Þessari spurningu beinum vér sér- staklega til prestanna; þeim stendur næst að svara henni. Vitnisburður um biblíukrítikina. Pontns Fahlbeck, sænskur prófessor, kennari i ríkisrétti (í Lundi?) segir svo um aíleiðingar biblíukrítíkurinnar: »Nýju guðfræðingarnir hafa sökt sér niður í að gagnrýna frumtexta biblí- unnar, og sú gagnrýning þeirra miðar að því að kollvarpa lútherskri trú og jafnframl allri kristinni trú. Nýja guðfræðin ryður sér til rúms í smá- ritum og í fræðslu ungmenna, og af- kristnar menn eigi síður en Darwins- kenningin, þegar hún hóf fyrst sigur- för sína, eða hver sem helzt önnur nállúrufræðileg kenning. Sundurliðun textanna leiðir það óhjákvæmilega af sér, að alþýða manna og æskulýður- inn efar alt, sem þar er ritað. Og þá eiga þessir menn, sem enga vís- indalegar hugsunarreglur hafa numið, eigi ósligið nema eitt hænufet til al- gjörðrar guðsafneitunar«. Þessi vitnisburður kemur eigi frá afturhaldssömum presti eða skóla- kennara, prédikara eða bónda úrfiokki leikmanna, heldur frá mikilsmetnum háskólakennara. Illar alleiðingar henn- ar sjá jafnt hálærðir sem ólærðir. Ef einliver ritningarslaður eða ein- stök vers virðast vera röng i nú- verandi frumtextum eða þýðingum á þeim, þá getur það stalað af rangri afritun eða af því að réttum liljóð- stöfum liefir eigi verið aukið í liinn hljóðslafalausa hebreska lexta eða af rangri þýðingu. Oflasl er oss sjálfum um að kenna; vér lesum t. d. ritn- inguna eigi nógu grandgæíilega eða oss skortir gagngerða þekkingu á á- standi fornaldarinnar, háttum, siðuin og orðalagi. Því belur sem oss lær-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.