Bjarmi - 01.11.1910, Blaðsíða 5
B ,J A R M I
165
bjargeð mér úr öllum þeim hæll-
um«.
Nú er hann þreyllur orðinn og
þrotinn að heilsu og kröftum, en hann
getur horft yfir unnið æíistarf með
góðri samvizku, því hann hefir ekki
legið á liði sínu, og enginn bóksali
getur verið reglusamari og áreiðan-
legri, en hann liefir verið.
Trúrækni hans liefir komið fram
í æfistarfi lians og áhuga hans á öll-
um góðum málefnum og fyrirtækjum,
eins og hindindismálinu og heilsu-
hælinu og öllu, sem efll getur heil-
hrigl trúarlíf og siðgæði. Öllum liefir
liann rej'nst drengur hinn bezti.
»Hver vill nú taka við af mér«,
segir hann, »næstu 30 árin og rækja
starf mitt eigi síður en eg liefi gert.
Verkið er þarft og má eigi falla niður
með öllu. Eg óska hóksölunum, að
þeim lilotnisl maður lil starfsins, er
eigi sé því síður vaxinn en eg«.
Hún móðir joín.
Heiðraðu hana og virtu alla henn-
ar daga, og ekki einungis alla Jiennar
daga heldur alla þina daga, því að
líkindi eru til, að þú lifir hana.
Virtu hana alla æli þi'na.
Sýndu henni virðingu, þegar þú
flytur hana til síðasla hvílustaðar
hennar. Varðveittu minningu hennar,
þegar hún er horfm návistum við
þig. Heiðraðu hana með því að hirða
um og halda við leiðinu hennar, en
umfram alt með því að minnast henn-
ar með sonarlegu þakklæti.
Forðastu að haka henni nokkurn-
tíma sorg.
Láttu hugsunina mn hana móður
þína vera þér vörn gegn freistingun-
um. Hafðu það slöðugt i huga að
hryggja hana ekki, ekki heldur, þó
að hún liggi í gröfinni.
Vikadrengur á herskipi einu varð
eilt sinn fyrir því óhappi að missa
jakkann sinn útbyrðis.
Drengurinn steypti sér á eftir og
náði jakkanum. En það var hrol á
skipslögunum. Skipið tafðist náttúr-
lega við að innhyrða hann.
Hann var leiddur fyrir skipstjór-
ann til þess að þola dóm og hegn-
ingu.
»Hvers vegna gerðirðu þetta?« spurði
skipstjórinn.
Drengurinn horfði niður fyrir sig
og svaraði engu.
»Hvers vegna gerðirðu þetta?« tók
skipstjórinn upp aftur og hrýndi rödd-
ina.
»Vegna þess arna«, svaraði dreng-
urinn um leið og hann dró mynd
upp úr vasa sínum.
»Af hverjum er þessi mynd?« spurði
skipstjórinn.
»Hún er af henni móður minni«.
Skípstjórinn viknaði við, tók dreng-
inn í fang sér og faðmaði hann að
sér. Honum fanst svo mikið um að
heyra, að drengurinn hafði vogað lííi
sínu fyrir myndina af henni móður
sinni. Hann var vanur að hafa
inyndina í jakkavasa sínum, til þess
að geta litið á hana, þegar hann
vildi. Og hún hafði verndað hann
gegn freistingunum. Hann vissi, að
innilegasla ósk móður hans var sú,
að hann yrði duglegur og heiðarleg-
ur maður. Hann vissi, að hún hað
guð fyrir honum á hverjum degi.
Og við það að liugsa um óskirnar
og bænirnar hennar móður sinnar,
vanst konum þrek lil að standast
freistingarnar.
Hann lnigsaði sem svo: »Eg vil
reyna að verða henni móður minni
til sóma og ánægju«.
Þessi liugsun getur verið hvers
manns leiðarstjarna, langt fram á
lífsbrautina, já, — alla leið lil enda.