Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1914, Síða 7

Bjarmi - 01.07.1914, Síða 7
BJARMI 111 (Fratnh. frá bls. 108). ið hlutdeild i þessu nýja lífsafli miklu fyr, ó, að eg hefði ekki eytt árum minum svo lengi i þjónustu heimsins og blekkingarinnar«. Ef nú væri gengið til alkvæða i þessari kyrkju í dag, þá mundi víst enginn rétta upp höndina og segja: »Eg sé eftir því, að eg gerðist krist- inn«. Eg heii engan hitt, er hefir gefið slíka játningu, hafi hann verið alvarlega kristinn. En aftur á móti hefi eg séð gleðina ljóma af ásjónu þeirra, sem hafa gengið Krisli á hönd. Eg hefi ekki heyrt getið um nokk- urt afl, nokkra lífsstefnu í andans heimi, sem veitir aðra eins hjálp í freistingum og baráttu lifsins, eins og Jesús Kristur. Eða hvaða kraftur slcyldi hjálpa mönnum, þegar þeir eru fyrir dauðans dyrum? Skyldu þeir senda boð eftir þeim, sem hafa afneitað Ivrisli, eða þeim, sem hafa verið höndlaðir af honum? Eða sorg- bitnar, mæddar sálir? Hverjum treyst- ir þú bezt til að hjálpa þér? Vér þurfum á kristnum mönnum og konum að halda, mönnum, sem eru gripnir af lífsafli því, sem Jesús gefur. Eg er ekki ánægður með kalda vana- og varajátningu. Eg þrái að sjá eldheita, brennandi trú, starfandi í kærleika. Ef mikið sæist af slíkri trú, af heilögum fórnareldi, af brenn- andi áhuga kristinna manna, þá Væri eg ekki hræddur við, þó hinu ytra fyrirkomulagi væri á einhvern hátt breytt. En eg spyr: Hafa ménn gert sér ljóst, hvernig hin íslenzka kyrkja á þá að starfa? Hafa menn búið sig undir þá breytingu? Og er játning alls fjöldans á þessa leið: »Eg verð með í kristnu félagi, þó að eg verði að íórna miklu. það skal ekki slanda á mér tneð að brjóta alabast- ursbuðkinn til styrktar hinu heilaga málefni Drottins. Skyldi þetta vera hugsun allra, sem greiða atkvæöi með því að skilja hina íslenzku kyrkju frá ríkinu sem fyrst? Það væri þess vert, að vér atliuguðum, hvar vér stöndum i þessu efni. En aðalbaráttan er ekki um hið ylra, heldur um þina eigin sál. Ef vér leyfum Drottni að afmá hið gamla dramblæti vort og sjálíselsku vora, ef vér tökum við hinu nýja Ijósi, sem engan blekkir, þá erum vér ósigrandi. Þess þarf land vort og þjóð með, að sjá hið heilagasta. afl brenna í sálum barna sinna. Fyrir nokluum árum var mikið deill um skilnað ríkis og kirkju á Frakklandi. Þá sagði einn trúaður greifi við skilnaðarmennina: »Þér hafið kraft laganna, en vér höfum kraft sálnanna«. Guð gefi að slíkt megi í sannleika segja um söfnuði vora, að þeir hafi »kraft sálnanna« — frelsara vorn og Drottinn. Hvað sem lögin gera, þá er hér kraftur i kristnum sálum. Sá kraflur gerir alt uýtt, eyðir rotnun og vekur líf. Hið nýja lífsafl krislindómsins stend- ur þér til boða i dag. — Amen. Bj. J. Vonir og þrá. Um mig fer stundum eins og köld og hressandi bylgja, er eg hugsa um þá miklu möguleika sem náttúran ber í skauti sínu. Mér finst stundum, er eg hugsa um þá, að brjóstið þenjast út af ósegjanlegri þrá eftir því að fá að lifa lengi, lil þess að sjá, hvað úr þessu verði og hvernig þeim reiði af í því að komast í framkvæmd. Sér- staklega á þetta sér stað, er eitthvert

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.