Bjarmi - 15.10.1914, Blaðsíða 4
164
B JARMÍ
hvort sem um framför eða afturför er
að ræða. Blómgist mannlífið, sökum
tess, að mennirnir snúa sér til Drottins,
þá blómgast náttúran líka. Það sýna
trúarvakningar með þjóðunum.
„Það ert ekki þú einn, sem verður
hluttakandi í blessun þeirrar starfsemi,
sem helgast af guðs ótta, heldur og
það, sem er miklu óæðra en þú, það,
sem enga skynsemi hefir og enga með-
vitund. Náttúran og þú eruð samfara
i niðurlægingunni og verðið það líka
í upphefðinni. Eins og fóstra sú, sem
hefir alið upp konungsson, hækkar að
metorðum, er hann tekur við ríki, svo
mun og hin líkamlega náttúra, hækka
að tign, er konungssonurinn, maðurinn,
tekur við ríki með frelsara sínum og
drotni í dýrðarríkinu himneska.
Náttúran er til mannsins vegna. Hún
hefir von og þrá eftir lausn og upphefð.
Hversu mikla æðri von getur þú þá
eigi haft um lausn og dýrð, fyrst nátt-
úran á að öðlast þá blessun þín vegna!
Þegar Kristur birtist í dýrð sinni, þá
mun maðurinn líka skrýða fóstru sína,
náttúruna, fósturjöiðina sina, dýrðlegum
klæðum, Kristi til vegsemdar".
(Crysostomus).
En hver, sem elskar fósturjörðu sína,
á með starfsemi sinni að klæða hana
og prýða í niðurlægingunni. Því blómg-
ist hún, þá blessast hann líka. Iðju-
semin er auðnu móðir.
Hver vill prýða, hver vill klæða okkar
fatafáa land?
Ferðaminningar
eftir
Sigurbjörn Á. Gíslason.
(Frh.) Eftir fundahöldin í Fredericíu ferð-
aðist eg io daga um Jótland til að heim-
sækja ýmsa kunningja mína og talaði þá
oftast nær á hverju kveldi í einhverju trú-
boðshúsinu. Þótti mér ánægjulegt að sjá í
sumum þeirra »myndirnar frá íslandi«, sem
íslenzk börn hafa sent dönskum sunnudaga-
skólahörnum, fyrir milligöngu mlna, til að
þakka fyrir Jólakveðjurnar. í Árósum heim-
sótti eg templarastúkur og kyntist nokkrum
helztu mönnum I. O. G. T. þar í bæ. í
Vejle skoðaði eg gamalmennaheimili og hús
K. F. U. K„ 1 Esbjerg heimsótti eg Biering
prest, sem hingað kom 1910, skoðaði nýju
kirkjuna, sem honum er ætluð, og hús K.
F. U. M., heimsótti þar sömuleiðis fátækra-
stjórnina, — til að afla mér fróðleiks, — og
Nonboe málafærslumann, fyrverandi stór-
templar I. O. G. T. í Danmörku.
I Vamdrup flutti eg 2 erindi um ísland
sama sunnudaginn í trjágarði sóknarprests-
ins, síra Matthiesens, sem áður var ritstjóri
»Kristilegs Dagblaðs« •, er það ágætur ræðu-
maður og trúarstyrking að samtali við liann;
sama get eg sagt af eigin reynslu um Ole-
sen stiftprófast í Rfpum, sem eg heimsótti
litlu síðar.
I Lemvig norður við Limafjörð og þar í
grend á eg svo marga góðkunningja frá því
eg var þar aldamóta-veturinn, að mér veitti
ekki af 14 dögum til að geta heimsótt þá
alla, en 1 þetta sinn voru dagarnir aðeins
3; bjó eg í Lemvig hjá Andersen lækni,
sem hefir nú um 20 ár hýst líklega hér
um bil aðra hvora nótt einhvern prest eða
trúboða og stundum marga í einu, og tekið
þeim eins og það væru kærir synir, komnir
úr langferð.
Víða er tekið hjartanlega á rnóti manni
í Danmörku, satt er það, — en eg held
samt að það sé sjaldgæft að frúin segi við
gestinn um leið og hann heilsar: »Eg hefi
skoðað yður nærri eins og einn drenginn
minn, frá því þér fóruð fyrst að heimsækja
okkur«.------
Skamt frá Lemvig er sveit sú, er Nörre-
Nissum heitir. Þar er kennaraskóli og lýð-
háskóli, sem heimatrúboðsvinir eiga, þar
hefir Asschenfehlt-Hansen verið prestur um
10 ár, — var að flytja sig, er eg kom, — og
þar býr ekkja Bjarnasens prests frá Gudum,
sem fékk mig forðum daga fyrir heimilis-
kennara. Heimsótti eg vitanlega frú Bjarna-
sen, og flutti um leið 2 erindi, annað í lýð-
háskólanum og hitt í trúboðshúsinu. Þar
er margt góðra manna, og þar mundi ís-
lenzkum nemendum verða vel tekið, ef ein-
hver kæmi.
Þaðan fór eg til sfra Filips Bechs í Ryde,
nokkru austar við Limafjörðinn. Hann er
(Frh. á bls. 1G7).