Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1914, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.10.1914, Blaðsíða 8
168 UJARMI En í 61 tilrauninni komst hann upp á steininn og yfir hann. Prestinum duttu í hug orðin í Orðskvið- unum 6, 6: sFar þú til maursins, letingi!, skoða háttu hans og verð hygginm. Von- leysið og örvæntingin hvarf úr huga hans, en nýr áhugi og þrá gagntók hann til að vinna það verk, sem Drottinn hafði falið honum. (I. M. T. Nr. io). Minningar-orð. Hvernig verða minningarnar, sem eítir verða um okkur, þegar eg og þú erum far- in héðan? — Mér datt í hug að spyrja sjálfan mig og lesendurna að því um leið og eg set hér kafiaúrbréfi frá frú Jóhönnu Jónsdóttur í Garðakoti í Hjaltadal, ekkju síra Zóphóníasar heitins Halldórssonai, þar sem hún lýsir minningum, sem góð og vel mentuð kenslukona norður í Hjaltadal lét eftir sig. Eg veit að lýsingin er rétt, því að við Þórey sál. höfum þekst vel síðan við vorum á fermingaraldri, og verið góðkunn- ingjar síðan. Hún var sannkristin stúlka og mér virtist hún skilja mig fljótar og betur en flestir sveitungar mínir, þegar eg var að tala við þá um afturhvarf og fyrir- gefningu syndanna fyrir 12 til 13 árum. Bréfkaflinn frá 19. september þ. á., hljóð- ar svo; „I gærmorgun þóknaðist góðum guði að kalla til betri heimkynna beztu vinkonuna, sem eg hefi átt á æfinni, Þóreyju Árna- dóttur frá Kálfsstöðum. Hún var kaupa- kona á Hólum í Hjaltadal í sumar, var á engjum þann 16., en veiktist nóttina eftir mjög þungt, svo hún bjóst við dauða sín- um á hverju augnabliki, en var ekki eins þungt haldin síðar. Jónas læknir á Sauð- árkrók var sóttur, en ekkert var hægt að gera. — — Það korn eins og þruma úr heið- ríku lofti þessi fregn. — Þórey ætlaði að heimsækja mig á morgun, og eg vai larin að hlakka svo mikið til að sjá hana, en þá kom þessi fregn. Það voru mfnar björt- ustu og gleðiríkustu stundir þegar Þórey heimsótti mig, og altaf þegar hún fór, fór eg að gæta að, hvað langt væri þangað til hún kæmi aftur og hlakka til þess.------Nú þarf eg ekki að hlakka til þess framar Hún var eins og sólargeisli; það dimmir fyrir mér í veröldinni, þegar hún er farin. — Eg hefi enga manneskju þekt betri, göfugri, hreinhjartaðri og guðræknari en hana; eg var því öllu svo vel kunnug, þekti sálarlíf hennar vel. Það var andleg vinátta okkar á milli — og hún bað með mér. — Sökum þess var hún mér kærari og dýrmætari en aðrir, að börnum mínum einum undan- skildum. --------Guð er eilífur kærleikur. Hann hefir ugglaust tekið hana á hentugri stundu fyrir sjálfa hana.------Já, guð, sem gaf mönnunum Jesúm Krist er góður og misk- unsamur. Það er eina huggunin í hörrn- unum að eiga föðurinn á himnum. Eg þakka honum fyrir að eg naut vináttu Þór- eyjar, eins og fyrir alt annað, sem hann hefir gefið mér«.------- Þannig minnist frú Jóhanna Þóreyjar, og hún er ekki sú eina, sem blessar minningu hennar, Vinir og kunningjar fjær og nær senda föður hennar öldnum, Árna Ásgríms- syni, fyrrum hreppstjóra Hólahrepps, hug- heilar hluttekningar-kveðjur. Eg veit vel að annað eins sár og hann hefir nú fengið, grær ekki á leiðinni yfir lífsins ólgusjó, en land er fyrir stafni, landið, þar sem »sér- hver rún er ráðin«, og vinir Krists þurfa aldrei að skilja. Þangað liggur leiðin heim. — Vill lesarinn verða samferða? 5. A. Gislason. yi/grdðsla gjarma er nú flutt á Laugaveg 19 og verður, að forfallalausu, opin frá kl. 8 árd. til kl. 8 síðd., virka daga. Á sama slað verður tii sölu fram- vegis: pappír og ritföng ýmiskonar, bréfspjöld innl. og útl., frímerki o. II. Migurjóii Jónsnon. Útgcfandi: Hlutafélag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Gretlisgötu 12, Reykjavík. Afgrciðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 63. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. siðd. Prcntsmiðjau Guteuberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.