Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 2
34 B JARMI af þeim ljóðum er trúuðu fólki einkar hjartfólgið. Þýðingu hans á sálmi Gerhards: »Á hendur fel þú honum« kunna flestir. Eins er oss kunnugt um að inargir kunna sálminn: »Eg er kristinn, eg vil leita, Jesú, þín af hug og trú«. Sömuleiðis morgunsálminn fagra: »Hin mœta morgunstundin hún minnir fyrst á þig«. Og sömuleiðis versin: »Að biðja sem mér bæri« og: »Vertu hjá mér, hirðir beztur, hjarta mitt svo cigir þú«, og: Svo sem Jesú sjáifur gerði, sála mín, skalt gera þú: trúarcrði, andans sverði ætið gyrð, í stríð þig bú« o. s. frv. Fögur áminning handa hermönnum Krists. Öll Jýsa þessi ijóð innilegri trú á Jesú sem frelsara mannanna og föð- urást Guðs á barnahjörðinni hans vegna. Um nylsaina slarfsemi Björns pró- fasts mætti margt segja. Hann var atkvæðamikill i héraði og hvarvetna vinsæll og mikils metinn; en- það fyrnist; en sálmarnir og versin lians lifa, svo lengi sem nokkur íslendingur trúir á Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Borðbæn Spurgeons. Pað er sagt um Spurgeon, að eitl sinn er hann var á ferð á ítaliu, þá var hon- um oft boðið i dýrlegar veizlur og voru þar margskonar réttir á borðum. Einu sinni var Spurgeon beðinn að halda borð- bæn i slíkri veizlu og þá bað hann á þessa leið: »Vér þökkum þér, kæri himn- eski faðir, að þú gefur oss ekki slikan verð sem þennan á hverjum degi, því að þá mundum vér sjúkir verðá, Amen.« Fagnaðarefnið mesta. »Sál min, skoðum þá sœlu fórn, scm hefir oss við (iuð Drottinn vorn fordæmda aftur forlikað — fögnuður er að liugsa um það.u Passius. I, 5. Nú er fastan byrjuð. Minningarefni vort á föstunni er sannarlega fagn- aðarefnid mesta. Minning pínu og dauða Drottins vors Jesú Krists veitir syndugum mönnum dýpri lijartafrið og fögnuð en nokkuð annað, og er þó margt, sem gleður í heimi þess- um, þrátt fyrir alt. Á föstunni höfum vér því sannar- lega ekki ástæðu til að vera ineð döpru bragði. Það væri litið sam- ræmi i því, að minnast hins fagnað- arsælasta hjálpræðis, sem Guð heíir veitt oss með sama bragði og þeir, sem brugðist liafa beztu vonir. Á föstunni ælti mikið að bera á sigurgleði trúaðra manna, því að með dauða frelsarans er liinn sælasti sig- ur fenginn yfir synd og andlegum dauða. »Hvað stillir betur bjartans böl en heilög drottins pina og kvöl? Hvað heftir framar hneyksli o« synd cn Herrans Jesú blóðug mynd?« Passius. I, 6. Einu sinni fanst lítil stúlka sjúk úti á götu í einni slórborginni. Hún var munaðarlaus, vesalingurinn; hana gat ekki rekið minni til að nokkur maður hefði nokkru sinni sýnt henni ástúð eða vinahót, og aldrei liafði nokkur maður sagt henni frá Jesú; hún hafði ekki einu sinni heyrt hann nefndan. Hún var nú lögð á sjúkraliús. IJar voru allir góðir við hana. Þar var henni sagt frá löðurnum á himnum, sem elskaði mennina svo heitt, að hann gaf sinn eingetinn son, til að veita þeim eilíft líf.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.