Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 3
BJARMI 35 Þelta voru litlu stúlkunni verulegar nýungar. Hún hlustaði á með hinni mestu athygli. Þelta voru svo góðar og gleðilegar frjettir; lijarta hennar fyltist óumræðilegum fögnuði. Hún gat ekki skilið í því, að nokkur maður gæti verið dapur í bragði, svo framarlega sem þetta væri satt. Hvað gat verið fagnaðarsælla en heyra sagt írá lifi trelsarans góða, sem ferðaðist um og veitli mönnum ótal velgjörðir og elskaði þá og gaf suo lolcs lif silt út fyrir þá. Nú var liann á himni og ekkert barn á jörðu var svo aumt og smátt, að hann vildi ekki taka það til sín i dýrð sína. Hún lá steinþegjandi í rúmi sínu og var að hugsa um þetta — fagn- aðarefnið mesta. »Fögnuður er að hugsa um það.« Hjúkrunarkonan hennar kom til hennar á sinum tíma. Litla stúlkan tók í hendina á henni og mælti veik- um rómi: »En hvað mér liður vel liérna! En — má eg spyrja: Hafið þér heyrt það, eins og eg, að Jesú hafi dáið fyrir yður.a »Já, barn, þó að eg viti nú það. En — þey, þey! Þú mátt ekki tala svona mikið.« Litla stúlkan lét sem hún heyrði þetla ekki, heldur sagði: »Nú, þér vitið það? Það hélt eg ekki, og þess vegna ætlaði eg einmitt að segja yður það, því að mér sýnist þér vera eins og þér vitið það ekki.« »Jæja. Hvernig sýnist þér eg vera?« spurði hjúkrunarkonan, hálf hissa og hálf forvitin. »Og þér lítið út eins og fólk flest, þér eruð miklu fremur döpur en glöð í bragði. Ó, eg er svo sannfærð um það, að enginn gelur verið dapur í bragði, sem veit, að Jesú er dáinn fyrir hann. Skömmu síðar dó hún biðjandi og brosti í dauðanum. í brjósti þessarar litlu stúlku bjó hin sanna föstugleði. Svo ætli gleðin þeirra að vera, sem fundið hafa trelsarann, þó að þeir lifi langa æfi. Og dofni sú gleði, þá ætti hver föstu- tími að gjöra hana fullkomna aftur. Pað er tilgangur föstuminninganna. Minnist því frelsara vors á þessum föslutíma svo, að fögnuður vor verði fullkominn. Gyðingar áttu sér eina fagnaðar* stund á ári hverju. Það var á síð- asta degi laufskálahátíðarinnar, mestu fagnaðarhátiðarinnar lijá þeim, að sínu leyli eins og jólin hjá oss. Fagnaðaralhöfnin síðasta daginn hófst með þvi, að fólkið safnaðist saman. Gengu þá prestarnir niður að Sílóamslindinni með gullker og tóku vatn úr lindinni. Og er þeir gengu heim í musterið aftur, gullu við fagn- aðarlúðrar, og er þeir komu inn í forgarða musterisins, þá dundi helgisöngurinn í musterinu á móti þeim og þagnaði eigi fyrri en þeir liöfðu stökt vatni um forgarðana. Siðan gengu þeir inn í musterið og stöktu þar vatni úr silfurskál vinstra megin við altarið og víni úr annari silfurskál liægra megin. Á meðan sú athöfn fór fram, söng allur múgurinn einum rómi þessi spádómsorð: »Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum lijálpræðisins« (Jes. 12, 3). Síðan var sunginn lofsöngurinn mikli 113.—118. sálmur Davíðs. En er komið var að fyrsta versinu i 11S. sálmi »þakkið þér Drotni« o. s. frv. þá veifaði hver maður pálmagrein af fögnuði yfir því, að hann heyrði til þeirri þjóð, sem Guð hafði sér- staklega tekið að sér. Það var þessi fögnuður, sem Jesú hafði fyrir augum, þegar hann kall- aði: »Ef nokkurn þyrstir, þá koini

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.