Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1915, Blaðsíða 8
40 BJARMI Svarar Kaftan þá skorinort, að kristin trú hafi enga meginfrumhugsjón, aðalatriði hennar, eða Á. og Ó , sé p e r s ó n a, sem um sé mælt: »1 gær og í dag og að eillfu hinn samie. Áhangendur nýju trúarbragðanna (ný- prótestantismans) séu sín vegna alveg sjálf- ráðir, hvernig þeir ákveði »meginfrumhug- sjón« þeirra, en hann geti ekki dulið, að hann telji þau fráhvarf frá kristindóminum. Kaftan endar opið bréftil Radeaþessaleið: »Þeir, sem telja gömlu trúna vora úrelta ímynd þess, sem þeir eigi f miklu betri mynd, geta látið sér liggja f ljettu rúmi það sem hreyfir sér f djúpi sálar vorrar. En f vorum augum er hér um helgustu meginatriði að tefla Ósannsöglin, sem mótar kyrkjumál vor nú, særir siðterðistil- finningar mtnar, og eg er ekki sá eini, sem það segir. Eg tel kyrkjuna aflvana stofnun þegar hún er horfin frá Kristi ritningarinnar. Sé sá Kristur, sem hún segir frá, Kristur, get- inn af Guði, krossfestur og upprisinn, ekki sannsöguleg persóna, heldur hugmynda- smíði safnaðarins, þá er meira en mál til komið, að vér rýmum því á brott, sem kall- að hefir verið kristindómur hingað til með sögulegum rétti. Haettum þá við kyrkjuna sem kyrkju og leitum oss nýrra heimkynna í söfnuði spekinga vorra og skálda, jafnframt því sem vér felum hverj- um einstakling að fara eftir hugþótta sfnum . . . Vera má að yður finnist, hátt- virti herra doktor, svar þetta miður vin- gjarnlegt, en eg get ekki, sem hreinskilinn maður, svarað yður öðruvísi«. Það er bersýnilegt á þessum ummælum, að hér er ágreiningurinn mikill, þótt báðir séu mennirnir lærðir og víðsýnir í kyrkju- og trúmálum — Væri óskandi og vonandi að deilan yrði til þess að hægri fylkingar- armur nýguðfræðinnar færi nú alment að sjá að sér og hverfa aftur að shinni gömlu götu«. Er ekki ólíklegt, að hinn ahöru- þrungni ófriður geti og stutt að þvf, því að lttil huggun mun þeim, sem heima gráta fallna ástvini, vera að getgátusmtði svæsnu guðfræðinnar. S. A Gislason. Frá Noregi. Séra Th. Klaveness, Kristjaníupresturinn nafnkunni, hefir fengið lausn frá embætti sínu frá i, maf n. k. með 3500 kr. eftir- launum. — Það mundi þysja hæfilegt handa 10 uppgjafaprestum hja oss Frón- búum. — Klaveness prestur liggur þungt haldinn um þessar mundir, en núna um áramótin flutti hann fermingarræðu, sem vakið hefir töluverða athygli í Noregi, og gæti ef til vill att erindi einnig til vor. Getur hann þess, að þar sem þetta séu síðustu fermingarbörnin stn, hljóti hann að minnast mörgu barnahópanna, sem hann hafi fermt undanfarin 40 prestskaparár sín, og bera þá saman f huga sér, og sfðan segir hann: »En sá samanburður er mér hrygðarefni, því að eg sé greinilega, að þekkingu barn- anna fer stöðugt hnignandi. Öll önnur þekking fer vaxandi, en kristindómsþekk- ingunni fer hnignandi. Vér fermum nú böm, sem mér fyr taeir hetði ekki komið f hug að ferma. Sum kunna að vfsu nokk- uð og skilja dalftið, en mörg kunna börnin ekkert. Og það eru alls ekki börnin frá lélegustu heimilunum eða lökustu skólun- um, oft eru það börn frá beztu heimilun- um. En hver er ástæðan? Skólalöggjöf vor hefir misþyrmt trúarbragðakenslunni, það er önnur ástæðan. En hin er sú, að fólk kann ekki að meta trúarbrögðin. Menn skilja, hvers vegna það er gott að læra þýzku, fiönsku, náttúrufræði o. s. frv., en bera ekki skyn á gildi trúarinnar. Og þó er mér ókunnugt um, að mannkynið hafi uppgötvað nokkuð, sem geti veitt þrek og hugrekki í erfiðleikum og freistingum frem- ur en trúin á Krist. Mannleg vfsindi megna ekki að veita þrek og viljafestu, sama er um skáldskap og annað það, sem menn hafa á boðstólum; kristin trú ein er fær um það. Eg mæli með þessu húsi við yður. Sækið vel kyrkju. Komið til guðsþjónustu. Þvf að það er einnig hrygðarefni, að æskan fer í hópum fram hjá kyrkjunni. Og þvf verða fjöldamargir mentamenn vorir jafn fákunnandi og heiðingjar í kristnum fræð- um. Þjóð vor fær tilfinnanlega að kenna á því. Mér er þungbært að huesa um það«. S. A Gíslason. Ctgefandi: Hlutafélag í Reykjavik. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavik. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Signrjón Jónsson, Laugavcgi 19. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. síðd. Prcntsmiöjan Gutcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.