Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1915, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.05.1915, Blaðsíða 8
72 B JA R M I Úr ýmsum áttum, Heima. f Síra Böðvar Eyjólfsson í Árnesi andaðisl úr lungnabólgu 14. f. m. Hann var fæddur 20. sept. 1871 á Melgras- eyri, þar sem foreldrar hans bjuggu pá, þau síra Eyjólfur Jónsson og lilin Björnsdóttir prests á Stokkscyri Jónsson- ar. Sr. Böðvar útskrifaðist úr Reykjavik- urskóla árið 1901 og þrem árum síðar úr prestaskólanum. Sama ár,varð hann að- stoðarprcstur föður síns í Árnesi, og var veitt það prestakall 1909 eftir dauða síra Eyjólfs. Sira Böðvar Eyjólfsson var laskiftinn, cn vinsæll hjá þeim sem bezt þektu hann. Asmundur Guðmundsson guðfræð- iskandidat er ráðinn aðsloðarprestur hjá síra Sigurði Gunnarssyni i Stykkishólmi. Erlendis. Fyr og nú. I Boxarauppreisninni í Kína um aldamótin voru kristnir menn ofsóttir og drepnir í hópatali í fylkinu Shansi; en nú hefir varakonungurinn eða fylkisstjórinn í Shansi boðið kristniboðuin kongregatióna- lista að taka að sér yfirstjórn allra skóla í fylkinu. Stjórnin byggir skólana, kaupir kensluáhöld og greiðir auk þess ákveðna upphæð á ári hverju til að launa kennur- unum. Kristniboðarnir íá fult leyfi til biblíufræðslu og kristindómskenslu. — — Síra Donald Fraser, sem starfað hefir 16 ár að kristniboðinu í Nýassalandi, sem kent er við Livingstone, segir svo um þjóðflokk þann, sem Ngóri er nefndur: »Fyrir 25 ár- um voru ránferðir aðalgróðavegur fólksins, nú hefir ekki árum saman heyrst um nokkr- ar gripdeildir. Fyrir 20 árum hafði enginn Ngórimaður séð nokkra bók, nú lesa þeir þúsundum saman og njóta 250 skóla. Fyrir 20 árum voru þeir allir heiðingjar, nú eru um 20 þúsund, sem játa kristna trú. Biblian er hædd og vefengd, og stund- um gleyma »vinir« hennarhenni uppi á hyllu eða niðri í kistu árum saman. En vlða er hún þó metin að verðleikum. Biblíuskólum fer fjölgandi í ýmsum löndum, en þar miðar öll kenslan að því cinu að kynna náms- fólkinu biblíuna og kenningar hennar. Eng- inn danskur skóli hefir verið jafnvel sóttur og biblluskólinn, sem síra Skovgaard-Peter- sen veitir forstöðu. Nú eru Norðmenn og Svíar farnir að ræða um að stofna slíka skóla hjá sér. Biblíuskóli Moodys í Chicago er heimsfrægur, en nú kvað biblíuskólinn í Los Angelos, sem ekki er þó nema 9 ára gamall, vera orðinn enn fjölmennari. Torrey vakningaprédikari er nýorðinn formaður hans. I almennum rfkisskólum í Bandaríkjun- um eru ekki kend kristin fræði, af því að rlki og kyrkja eru aðskilin, en biblfan er þó óvíða meira metin en þar. Fylkið Pen- sylvanía hefir t.. d. ákvæði um í spánnýjum skólalögum, að daglega skuli lesinn stuttur kafli úr ritningunni í öllum opinberum skólum. Skorist nokkur kennari undan þeim lestri, varðar það stöðumissi. Englendingar hafa til skamms tfma látið það eftir Múhameðstrúarmönnum í Egypta- landi, að kóraninn væri lesinn í allmörgum alþýðuskólum þar 1 landi. En fyrir skömmu ákváðu þeir að láta lesa ritninguna í öllum opinberum skólum Egyptalands; búast kristniboðsvinir við góðum árangri af þeirri ráðstöfun. Frá Búlgaríu berast íregnir um trúar- vakningu, og er það nýung mikil á þeim slóðum. Evangeliskur prestur ( Sofíu, dr. Elmer Count, segir svo frá: Vikum saman hefir hér verið samkoma á hverju kvöldi, og hvert einasta kvöld biðja einhverjir um fyiirbænir. Samkomurnar eru harla alvar- legar og augljóst er, að Guðs andi starfar. — Það er leikmaður, sem vakið hefir hreyf- inguna og stjórnar samkomunum. Hann heitir Abraham Silverstein, og vinnur hann á skrifstofu sinni þangað til kl. 6 á kvöldin, þá fer hann til matsöluhúss, fær sér kaffi og hugsar um ræðuna til kvöldsins. Svo fer hann til samkomuhússins, er þar heila stund til bænagerðar einsamall, og er þá korninn tfmi til að byrja samkomuna. Ræðan og söngurinn er látlaus, en orðin hans eru samt svo áhrifamikil, að stöðugt bætast nýir við, er játa syndir sínar og hverfa slð- an alveg frá þeim, er sýnir að afturhvarf þeirra er ekki augnabliksgeðshræring. IX. úrt*. á aö standa í titillínu Llaösins þetla ár, cn ekki VIII. árg. eins oí? staöiö lieíir þar fyrir vangá síöan á nýári. Petta eru kaupendur bcönir að athuga og afsaka. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavík. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. lil kl. 8. síðd. Sími 504. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.