Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = IX. árg. Reykjavíb, 15. maí 1915. 10. tbl. Minir sauðir hegra rausl mina og peir fglgja mér. Jóh. 10, 27. Rödd, sem mýkir alla sorg. Eftir síra Eggert Pálsson. Joh. 20. 1—18. Það geta víst allir gert sér í hug- arlund, hversu tilfmnanlega sorgar- sverðið hafi hlotið að særa hjörtu Jesu nánustu ástvina og lærisveina, þegar þeir á föstudaginn langa sáu frelsara sinn og Drotlinn, sem »þeir vonuðu að mundi endurleysa ísra- el«, fyrst negldan á krossinn sem illræðismann og þar næst örendan lagðan í gröíina, hafandi ekki hina minstu von um að heyra eða sjá hann framar. Það geta allir gert sér í hugarlund, hversu svarl og skýmu- laust hafi hlolið að vera sorgar- niyrkrið, sem umspenti sálir þeirra, þá er þeir með tárvotum augum reikuðu út til grafar Jesú á páska- dagsmorguninn. — En hversu snögg- lega breytist lika hjá þeim sorgin i gleði. Vér sjáum þessa snöggu og stórfeldu breytingu hugarástandsins eiga sér stað hjá lleslöllum nánustu astvinum Jesú á fyrsta páskadags- m°i'gninum, en þó hjá engum greini- legar eða álakanlegar en hjá kon- unni, sem Jóhannes guðspjallamað- ur leiðir í dag fram í teksta vorum. Pað er þessi kona, María frá Mag- dölum, sem Jesús opinberast eftir upprisu sina fyrstri allra manna. Og það að Jesús opinberast henni fyrstri, virðist ekki geta af öðru stafað en því einu, að kærleikur hennar til frelsarans hefir verið svo sérstaklega hreinn og innilegur og sorg hennar þar af leiðandi svo djúp og sár. Með kyrlátri sorg hafði hún á föstudagskvöldinu setið í kvöldskugganum, ásamt vinkonum sinum og samhiyggjendum, Maríu, konu Kleofasar og Salome, og horft á þegar Jósep og Nikodemus lögðu líkama hins andaða meistara i gröf- ina. Og strax og birti hinn fyrsta vikunnar — þegar sjálf sabbatshelg- in var liðin og lienni var það, sam- kvæmt lögmálinu, leyfilegt — er hún meðal hinna fyrstu, sem koma til grafarinnar lil þess að smyrja lík frelsarans. En að greiða þá þakkar- og kærleiksskuld finnur hún sér fyrirmunað, þar sem lík- aminn er nú ekki lengur í gröfinni. Og þess vegna stendur hún við gröfina svo sundurmarin af sorg- inni, að hún fær ekki greint engl- ana, sem sitja í skinandi klæðum í gröfinni, fi’á náttúi’legum mönnum. Og fyrirspurn þeiiTa um það, hvei’s vegna hún sé að gráta, svarar hún með grátþrunginni x-ödd: »Af þvi búið er að taka bui’tu drottin minn og eg veit ekki hvar hann hefir verið lagður«. Og þegar hún rétt á eftir sér sjálfan frelsarann og heyrir hann spyrja: »Kona, hvi grætur þú, að hverjum leitar þú?« þá eru augu hennar enn svo haldin

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.