Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.05.1915, Qupperneq 2

Bjarmi - 15.05.1915, Qupperneq 2
74 B J A R M I af þokuhjúp sorgarinnar og full af tárum, að hún fær ekki greint hina forkláruðu mynd frelsarans. Og grátandi biður hún því þenna — að því er hún hyggur henni ó- þekta — mann: »Herra, hafir þú borið hann í burtu, þá segðu mér, hvar þú hefir lagt hann«. En þá ávarpar Jesús hana með nafni. Og við þetta ávarp skýrast alt í einu endurminningarnar í hugskoti henn- ar. Hún kannast nú, eins og vökn- uð af draumi, alt í einu við þessa himnesku huggunarrödd, er í fyrsta sinni, er hún heyrði hana, hatði veitt hennar órólega hjarta svo mikinn og dásamlegan frið. Því þótt það sé vafa undir orpið, að María frá Magdölum sé sú hin sama og bersynduga konan, er í húsi Fariseans þerraði fætur Jesú með hárlokkum sínum og fékk að heyra þau huggunarorð, að hennar mörgu syndir væru fyrirgefnar af því hún elskaði mikið, þá er það víst, sem Lukas guðspjallamaður tekur greinilega fram i 8. kap. guð- spjalls síns, að Jesús hafði rekið óhreina anda út frá benni og frels- að þannig bæði líkama hennar og sál frá hinum þyngstu og sárustu kvölum. Þessi rödd, sem gefið hafði henni þannig hjartafriðinn og sefað hennar líkams- og sálarkvalir, var henni þess vegna algerlega óafmá- anleg í endurminningunni, svo að hún hlaut að kannast við hana og þekkja, hvar og hvenær sem var. Og þegar hún þvi heyrir ávarpið: »María!« af vörum frelsarans, þá kannast hún þegar við hinn þýða og huggunarríka hljómblæ, og með helgri og sætli gleðitilfmningu krýp- ur hún á kné fyrir framan frelsara sinn og segir einungis: »Rabbúni«. 1 djúpi sálar hennar breytist á svipstundu, þegar hún kannast við rödd frelsarans, hin sára sorg henn- ar í hina inndælustu gleði og grát- urinn snýzl í gleðisöng. — En þólt segja megi, að viðburður sá, sem hér um ræðir, sé að nokkru leyli einstaklegs eðlis, þar sem hann skýrir frá hinum gleðiriku áhrifum, sem rödd frelsarans hafði á hið sorgmædda hjarta Maríu, þá má þó jafnframt telja hann almenns eðlis, með því, að hann bendir á þann algilda sannleika: Hversu huggunar- ríld það sé í allri sorg að gela kannast við rödda frelsarans Jesú Krists. 1. »Sælir eru sorgbitnir því þeir munu huggun hljóta«, hafði Jesús meðal annars sagt í fjallræðu sinni. Og þetta fyrirheit haris um huggun og gleði nær því, eins og gefur að skilja, aðeins til þeirra, sem hryggir og angraðir eru, en ekki til þeirra, sem glaðir eru og ánægðir með sjálfa sig og alt, sem þeim við kemur. Og þetta sjáum vér berlega staðfest við upprisu Jesú. Það var ekki foringjum fólksins, æðstu prest- unum, Heródesi eða Pílatusi, sem Jesús opinberasl eftir upprisu sína, heldur hinum grátandi konum og sorgmæddu lærisveinum. Hinir fyr nefndu hafa sennilega vei'ið bæði glaðir og upp með sér af því, að nú var að þeirra áliti hann, sem þeir hötuðu mest og töldu sinn versta keppinaut og ljandmann, frá, svo að ekkert væri framar að óttast frá hans hálfu. En ástvinir frelsar- ans, bæði konurnar, sem fylgt höfðu honum alla leið úr Galileu að krossinum á Golgata og postul- arnir, þeir bjuggu yfir hinum sára harmi ástvinaskilnaðarins og voru því þurfandi fyrir huggun og friö. Og þannig er þvi oftast háttað, að til þess að mannshjartað kunni a3 meta og meðtaka þá huggun, sein

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.