Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.05.1915, Side 4

Bjarmi - 15.05.1915, Side 4
76 B JARMI öllum oss fylgir sífelL í þessu lífi, hefir guð ekki lyrirbúið oss frelsun frá jarðnesku böli. »En hversu ó- umræðilega mikilli og dýrðlegri breytingu getur sorgin og bölið tekið fyrir trúarinnar helga kraft. »Aldrei er svo svart yfir sorgarranni að ekki geti birt fyrir eilífa trú« segir skáldið. Þótt hryggðarsortinn byrgi gleðisólina og stormar hörmung- anna kunni að geysa, þá hlýtur myrkrið að dreifast og stormunum að lægja jafnskjótt og hjarta manns- ins heyrir eða kannast við hina blíðu huggunarrödd frelsara síns. Þvi hann veit þá og finnur, að sá er í nánd, sem getur sett öllum mannlegum þjáningum og sorgum takmörk og sagt: »Hingað og ekki lengra, hér skulu háöldur þínar leggja sig«. Meðvitundin um náðar- nálægð frelsarans hlýtur að skapa hjá manninum bæði þolgæði, styrk- leika, 'von og rósemi og óumræði- lega huggun og gleði í allri hrygð. Svo að sá er slíka meðvitund hefir í hjarta sínu getur komið til að segja með skáldinu: »Huggun sú er hugfró — hjarlans yndi, sæld og ró — þig að vita vera’ oss nærri — vinahjálp þá öll er fjarrk. Þess vegna er það ómótmælanlega hið dýrmætasta og huggunarríkasta fyrir hvern þann, sem vinnur baki brotnu og sér lítinn árangur fyrirhafnar sinnar, fyrir hvern þann, sem líður skort og neyð, fyrir hvern þann er þjáist af einhverjum sjúkdómi, fyrir hvern þann, sem er einmana eða hjálparlaus meðal mannanna, fyrir livern þann, er mist hefir einhvern ástvin sinn og stendur einmana við gröf hans og grætur, að geta í trúnni heyrt og kannast við rödd síns himneska vinar og frelsara, er bæði hefir viljann og máttinn til að rétta honum bróðurlega hjálparhönd og gera honum okið inndælt og byrð- ina létta. Því þótt það kunni ekki að vera náðarvilji frelsarans bein- línis eða bókstaílega að létta bölinu af — sem þó raun ber oft og ein- att vitni um á dásamlegan hátt í lífi hinna trúuðu biðjandi manna — þá hefir þó nálægð hans og hans vel þekta náðarrödd það að þýða fyrir bjarta hins trúaða sorgmædda manns, að hann getur sagt í fullri einlægni og alvöru með postulan- um Páli: »Eg hef nóga huggun og yfirgnæfandi gleði í öllum mínum þrengingum«. Svo að það þannig rætist á honum, ef ekki bókstaílega, þá samt óbeinlínis, þetta fyrirheit Drottins: »Sælir eru sorgbitnir, því þeir munu huggun hljóta«. í barnaskólanum í Haga var einu sinni stúlka, 10 ára gömul. Móðir hennar var ekkja, góð og guðrækin kona. Þessi litla stúlka var eftir- tektarsömust allra barnanna í krist- indómsfræðslutímanum. Hún gerði meira en að hlusta með athygli á það, sem kennarinn sagði; hún var jafnframt alt af að spyrja um eitt og annað, sem heyrði Guðs ríki til, og vildi fá svar hjá kennara sínum. Þessi litla stúlka veiktist hættu- lega og læknirinn sagði móður hennar, að hún myndi varla hafa þetta af. Móðir hennar fór þá að hágráta, er læknirinn var farinn. En þá fór stúlkan að hugga móður sína, og sagði: »Þú þarft alls ekki að gráta. Ef eg dey, þá kem eg til Jesú og hjá honum er hann pabbi minn. Láttu Barnsleg endurfundagleði. i

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.