Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.05.1915, Qupperneq 7

Bjarmi - 15.05.1915, Qupperneq 7
B JARMI 79 það ekki hryggja þig, þó að þú fáir ekki undir eins að koma til Jesú með okkur. Það getur vel verið, að hann sendi eftir þér bráðum; vertu þvi ekki hrygg, gráttu ekkicc. Fám dögum síðar dó litla stúlkan með djörfung og trúnaðartrausti til Jesú, fullviss þess, að hún myndi finna Jesúm og föður sinn hjá hon- um, og að móðir hennar myndi lika koma í hópinn á sinum tíma. Jesús hefir sagt: »Hver sem ekki meðtekur Guðs riki eins og barn mun engan veginn þangað komastcc. Guð gefi, að þú, sem lest þetta, gætir felað í fótspor litlu stúlkunnar. Þá skilur þú og skynjar, hvað páskajögnuður er. „Jesú nafn er náðarlind“. Nafn Jesú hins krossfesta og upp- risa frelsara vors og Drottins, er öllum nöfnum æðra. Einu sinni lá byskup einn á banabcði sínum. Hann þekti engan af ættingjum sínum né vinum. Einn af mestu alúðarvinum hans vitjaði hans. Honum var visað inn i sjúkrastofuna og er hann kom að rúmi byskups, þá spurði hann óðara: »Þekkir þú mig?« »Hver erl þú?« spurði byskupinn. Vinur hans sagði til nafns síns, en byskup kannaðist ekki við hann. í*á lcom annar af trúnaðarvinum hans og spurði byskup hins sama. En það fór á sömu leið; hann þekti hann ekki. »Eg get ekkert nnmaðcc, sagði hann. I*á kom konan hans og spurði hins sama, og það fór eins. Þá spurði einhver: wÞekkið þér ekki, R. byskup, Drottin vorn Jesúm Knst?« Þá lifnaði yfir augum hins deyj- andi manns og hann hrópaði hárri röddu: »Ó, Jesúni Kristl jú, hann hefi eg þekt í 40 ár. Hann, hinn dýrmæti frelsari minn, er einkavin- ur niinn; í dag kem eg til hans«. Jesú nafn opnar augu deyjandi manns, það er siðasta nafnið, sem lærisveinar hans muna. Sigurl'ögn- uður páskanna, endurfundagleðin, ljómar svo oft úr augum deyjandi manna, og Jesú nafn er siðasta orðið á vörum þeirra. Sælir eru þeir, sem i Drotni deyja. Horfnar að eillfu. »Mamma«, sagöi Kalli litli, »hvaö gerir Jesús við syndirnar, sem liann tekur burtu frá okkur?« »Hvaö ertu búinn aö gera af öllum stöfunum, sem þú skrifaðir á spjaldið þitt í gær? Hvar eru þeir nú?« spurði mamma hans. wheir eru nú hvergi til, eg máði þá af«. »Jæja, drengurinn minn, Jesú gerði einmitt hið sama með syndirnar okkar; þær eru afmáðar, horfnar að cilífu, ef við höldum okkur að honum, treystum hon- um cinum. Úr ýmsum áttum. Heima. »Rödd, sem mýkir alla sorg«, rit- gerðina eftir síra Eggert Pálsson á Breiða- bólsstað, viljum vér ráöa öllum til að lesa með athygli, einkum síðari hlutann, sem kemur i næsta blaði. Pví miður leyfir rúmið i blaðinu ekki að taka hana alln í einu lagi. Bruninn mikli kom sannarlega skyndi- lega eins og þjófur á nótiu. Menn voru þungbúnir og alvarlegir, sem von var, er þeir horfðu á feikna-aQ eyðingariunar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.