Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1915, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.07.1915, Blaðsíða 2
106 BJAftMI ekki eingöngu í því öruggan stuðn- ing, heldur líka að það sjálfl gerist beinn frumkvöðull næstum allra nyt- semdarfyrirlækja í Iandinu. Að eiga þátt í störfum þessarar þjóðarsamkomu hlýtur því ávalt að skoðast ekki að eins sem veglegt, heldur líka jafnframt sem harla á- byrgðarfult og vandasamt hlutverk. Og af þeirri skoðun eða viðurkenn- ingu, að hér sé um ábyrgð og vanda að ræða, er hún sennilega sprotlin venjan sú, að hefja störf þingsins með sameiginlegri guðsþjónustu. Full- trúar þjóðarinnar láta í hvert sinn, áður en til sjálfra löggjafarslarfanna er lekið, sín fyrstu spor vera inn í helgidóm Guðs, til þess — að því er ætla má — að leita sér þar fulltingis og leiðbeiningar. Jafnvel í heiðnum sið átti sú regla sér stað að helga þingið, þ. e. að skilja: að Ieita ásjár og fulltingis guðanna, áður en til dóma eða að þingstörfum var gengið. Og þar sem hinir heiðnu forfeður vorir með alt þrekið og þróttinn í sjálfum sér fundu hjá sér þörf á því að leila annarlegs fulltingis við þessi störf, jafnvel þóll það væri ekki að fá nema hjá máttvana og mállaus- um skurðgoðum, þá gefur að skilja, að hvötin til þess hafi orðið og sé ríkari bjá oss krislnum niðjum þeirra, sem aðnjótandi höfum þannig orðið æðra ljóss í andlegum efnum, oss sem fengið höfum þekkingu á hinum eina sanna Guði og þeim, sem hann sendi, Jesú Kristi. Fyrir sakir þessarar þekkingar viturn vér með vissu, að sú leit, sem gerð kann að vera eftir æðri hjálp og leiðbeiningu, þarf ekki að verða árangurslaus, sé hún að eins af fullkomlega einlægum rótum runnin. Og það er þessi löngun og viðleitni á því að leita æðra fulltingis og leið- beiningar, áður en að liinum fyrir- liggjandi þingstörfum sé gengið, er eg geri ráð fyrir að stýrt liafi sporum vorum inn í þella hús í dag. Að vísu liggur hér, eins og á hefir verið bent, til grundvallar gömul venja. En eg vil samt ætla og vona, að það sé þó ekki venjan ein, sem hér hafi ráðið, heldur jafnframt sönn og einlæg þörf í brjóstum að minsta kosti margra af oss. Þvi væri hér að eins um vana að ræða, og alls ekkert annað, þá yrði eg fyrir mitt leyti að lila svo á, að betur færi á, að þeim vana væri brugðið og að fulltrúar þjóðarinnar létu það að ininsta kosti vera að van- helga helgidóm Drottins með eintómri hræsnisfullri og skinlielgri nærveru sinni, að þeir gættu að minsta kosti þeirrar gullvægu reglu »að hæða þar ekki herra sinn, með hegðun líkam- ans tóma«. — En þótt mér sé engan veginn kunnugt um hinn andlega hugsunarhátt eða trúarlegu skoðanir hvers einstaks, sem hér á hlut að máli, og þekki þær eigi til neinnar lih'lar, nema hjá sjálfum mér, þá verð eg þó að ganga út frá því sem gefnu, að þar sem hér er um að ræða kristna fulllrúa kristinnar þjóðar, þá sé það ekki vaninn einn, sem knúð hafi oss hingað inn í hús Guðs, lieldur einnig alvarleg löngun lil þess að fá einhverja þá andlega uppörfun og leiðbeiningu, er að gagni megi koma með tilliti til þeirra þýðingarfullu starfa, sem fyrir liggja. IJað Iiggur nú beint í augum uppi, að eg muni engan veginn, þótt fallið hafi í lilut minn að tala til yðar að þessu sinni, vera fær um að gefa slíka uppörfun og leiðbeiningu af sjálfuin mér. En eg þykist hins vegar með hinum upplesna heilaga texta hafa benl á þau orð, er hverj- um einstökum megi verða til nægi- legrar uppörfunar og leiðbeiningar. I’ví í þeim er oss öllum ljóslega sýnd : l'riuureglan, sem oss ber aö fylgja

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.