Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = IX. árg. Reykjayík, 1. ágúst 1915. 15. tbl. y>Legg kapp á að sgna sjálfan pig fnllreyndan fyrir Guðie. 2. Tím. 2, 15. Alþingissetningarræða 1915 eftir séra Eggert Pálsson. INiöurl.] Texti: Kol. 3„ 23.-25. 2. Að vér eigum ekki svo lítið á hættu, að mikið liggi við, ef út frá þeirri reglu er brugðið að gera alt, hvað helzt setn vér vinnurn, af ein- lægu geði, eins og það sé fyrir Drott- in, sýnir postulinn oss öllum ljós- lega í liinum tilfærða heilaga texta, þar sem hann kemst þannig að orði: »En sá rangt aðhefst, mun bera úr býlum gjöld fyrir rangsleitni sína, því hér er ekki manngreinarálit«. Og ein- mitt þetta sama staðfestir reynsla mannlegs lífs margsinnis og með mörgu móti. Það sýnist vera fast- ákveðin ófrávíkjanleg regla, að afleið- ing standi í beinu hlutfalli við orsök, regla, sem gildir ekki siður á hinu andlega sviði en hinu tímanlega. Og samkvæmt þeirri reglu, hlýtur þess vegna hver og einn fyr eða síðar að uppskera svo sem til er sáð, þannig að sá, sem vinnur störf sín at' ein- lægu geði, eins og það sé fyrir Drolt- m, mun taka, eins og postulinn segir, »sælu í arf til endurgjalds af Drottni, en sá rangt aðhefsl mun bera úr býtum gjöld fyrir rangsleitni sína«. En hitt er annað mál, að límabilið Qiilli sáningar og uppskeru getur máske varað mismunandi lengi, i einu tilfellinu skemur og öðru lengur. En æfinlega hlýtur þó að því að reka fyr eða seinna, að uppskeru- eða endurgjaldstíminn komi. »Siðferðislög- málið þarf ekki á neinum skilminga- mönnum að lialda, það vill, að »allir hafi sitt og hver nái rétti sínum« heíir einn af spekingum seinni alda sagl. Þetta lögmál lætur því engan veginn að sér hæða. Reglur þess eða ákvarðanir verða ekki fremur en reglur og ákvarðanir náttúrulögmáls- ins brolnar svo á bak aftur, að það ekki liefni sín sjálft á einhvern hátt. Það sannar því æfinlegaþað, sem spek- ingurinn á tímum gamla sáttmálans sagði: »Misgerðir hins óguðlega munu veiða hann, og hann mun bundinn verða með reipum sinna synda.« (Orðskv. 5, 22.). Þótt mönnum því kunni að takast að auka veg sinn eða gengi með einhverjum ódrengi- legum eða óráðvandlegum hætti, þá reynist það einatt skammgóður vermir. Þetla Iýsir sér Iíka oftlega engu síður, og máske frekar, á sviði stjórnmál- anna en annarstaðar. Hversu oft hendir það ekki samvizkulítinn og sérplæg- inn stjórnmálamann, að það, sem hann veitir stuðning með því augnamiði, að það verði honum sjálfum til fjár eða frama, verður beint til þess að fella hann og svifta álili. Þótt hann hugsi að hann hafi gætt allrar varúðar, þóll hann ímyndi sér, að hann hafi nógu marga varnaglana slegið, þá hrekkur það einatt ekki til, með því að æfinlega gela komið fyrir einhver

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.