Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 7
B JARMI 119 skömmu gripið til þeirra úrræða. En »trúmál« geta haft í för með sér þá vanrœkslu á embættisskyldu eða brol á embættisskyldu, sem almenn lög ná til og dómstólar geta felt úr- skurð um. Hér skal ekki neitt út í það farið, á hvern bátt landstjórn álítur réttast, að gæta skyldu sinnar i bverju einstöku lilfelli. En komi það fyrir, að kennarar rækju hnífinn í »sjálft bjartablað« kenslugreinar sinnar með yfirlögðu ráði og kosti opinberlega kapps um, að svifla alla menn notkun þess »hjartablaðs«, þá gæti ekki almenn- ingur talið hann lengur hæfan kenn- ara í þeirri námsgrein, þótt land- stjórn hreyfði sig ekki. Tökum dæmi: Þótt rotvörnin (Anti- septik) sé ekki meira en um 50 ára gömul, má hún þó án efa teljast nú á tímum »sjálft hjartablað« læknis- fræðinnar; það er trú fjölda manna, bæði lækna og annara, er þeir þ)’kj- ast bafa fulla reynslu-sönnun fyrir, að rækilega notuð rotvarnarmeðöl og rotvarnaraðferð aftri kvölum og dauða fjölda manna árlega; sé yfir höfuð eitt hið bezla og nauðsynlegasta hjálp- armeðal læknanna; sé i stuttu máli »sjálft hjartablað« hennar. Mundi nú sá maður lengur teljast hæfur kennari læknaefna háskólans, er ræki hnífinn i þetta »lijartablað« með yfirlögðu ráði, og kostaði opinberlega kapps um, að svipta alla menn notkun þessa »hjartablaðs«, og innprentaði þeim af öllutn mætti, að þessi aðferð væri misskilningur, fáfræði og heimska og ætti alls ekki að nota né treysta? Vafalaust ekki. Menn kunna að segja: Enginn á að kenna öðrum annað en það, sem hann trúir sjálfur, eða þá: enginn er skyldugur til, að kenna annað en það, sem samvizka lians segir honurn að rétt sé. Því skal svarað, að þelta geti verið rétt. En komi það fyrir í lífinu, að skylduverk og sannfæring og samvizka lendi í satnræmi, þá er eina heiðar- lega ráðið fyrir samvizkunæma menn, að losa sig við skylduverkin. Hitt úrræðið, að iratnkvæma ekki skyldu- verkin eða framkvæma þau eftir eigin geðþótta og öðruvísi en maðurinn hefir að sér tekið að vinna þau, það er vafalaust skyldubrot. Og sé skyldu- hrolið svo alvarlegt, að ræða sé um »sjálft hjarlablaðið«, og maðurinn sé sér alls þessa fyllilega meðvitandi, og »viti hver ábyrgð fylgir orðum sínum« — en haldi þó áfram, eins og ekkert sé að, það ber ekki vott unt nœma áfryrí/dar-lilfinningu, — virðist hera fremur vott um þær vonir, að hann verði ekki kraiintt reikningsskapar af einhverjum ástæðum. En hér ú landi er trúarbragðafrelsi, segja menn. Alveg rétl. Hver má sjálfur hafa þá trú, sem hann vill. En landstjórnin heíir ekki fengið frá löggjafarvaldinu peninga, til að launa með neina aðra kennara í guð- fræðisdeild liáskólans, en þá, sem kenna prestaefnum þjóðkyrkjunnar ltina evattgelisk lútersku þjóðkyrkju- trú. Þessir kennarar hafa auðvitað trúarbragðafrelsi, en þeir liafa ekki kenslufrelsi, meðan þeir halda þessu starii; þeir eru svo lengi, sem þeir eru kennarar, bundnir við að kenna evangelisk-lúterska trú, undirbúa prestaefni til að verða hæfa sálu- sorgara þjóðkyrkju-maima. Þennan kensluramma hefir land- sljórnin afhent þeim með embættis- bréfinu, þessa byggingar-teikningu, og eftir henni eiga þeir að fara. Þeir hafa ekkert umboð fengið til að breyta teikningunni, allra sízt, að fella úr lienni máttarviðina (»sjálft lijarta- hlaðið«), eflir eigin geðþótta.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.