Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.08.1915, Blaðsíða 4
11G B J A R M I Ábyrgð prófessora guðfræðis- deildar háskólans.1) Það er stór-furðulegt, að einn pró- fessor guðfræðisdeildar háskóla vors skuli finna köllun hjá sér tii, að mótmæla opinberlega með áherzlu þeim lærdómi evangelisk-lútersku þjóðkyrkju vorrar, sem hann sjálfur viðurkennir, að sé og hafi verið »sjáljt hjarlablað krisinu trúarinnarv.. Og þetta gerir hann ekki af gáleysi eða óvart, því að hann segir: »Eg er mér þess jyllilega meðviiandi hver ábyrgð jglgir orðum mínum«. Það er þess vegna með yfirlögðu ráði, sem hann gerir þetta. Ábyrgð er nú ætíð tvenns konar: Ábyrgð fyrir Guði og ábyrgð fyrir mönnum. Hin fyrnefnda ábyrgð er að sjálfsögðu einkamál milli Guðs og prófessorsins; en hin síðarnefnda við- kemur landsstjórn vorri og prófess- ornum. Hvað er guðfræðisdeild háskólans? Samkvæmt annari grein í háskúla- lögum vorum er lienni af löggjafar- þingi voru falið það einasta hlutverk, að koma í staðinn fyrir »prestaskól- ann«, sbr. og 33. gr. nefndra laga, er fellir úr gildi konungsúrskurð 21. maí 1847 um stofnun preslaskóla. Og af þessum konungsúrskurði og ástæðum hans er það bert, að prestaskólinn hafði það einasta hlutverk, að undir- búa prestaefni handa kristnum söfn- uðum landsins. Stjórnarskrá vor á- kveður í 45. gr.: »Hin evangelisk- lúterska kyrkja skal vera þjóðkyrkja á íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda«. 1) Þar eð sr. Jón Helgason prófessor er nýbúinn að láta gefa »ísafoldar«-greinar sinar sem llugrit úl í sérstakri bók, þykir rétt að birta grein pessa, enda þótt hún sé skrifuð í fyrra vor. Af öllu þessu er bert, að kennarar guðfræðisdeildar háskólans hafa fengið frá landssljórninni það einasla em- bættisstarf, að undirbúa prestaefni þjóðkyrkjunnar, hinnar evangelisk- lútersku kyrkju. Þeim hefir aldrei verið falið, að undirbúa prestaefni Gyðinga, né Mú- hameðstrúannanna, né kaþólskra, né reformertra, né únítara, né Mormóna; né heldur að sjóða saman nein ný trúarbrögð, livorl sem er spiritisma, guðspeki (þeósófí) eða algyðislrú; né lieldur að rækja neitt dómarastarf um það, hvort fella skuli úr gildi ein- hverjar kennigreinir (Dogmur) þjóð- kyrkjutrúarinnar, t. a. m. af því að þeim sjálfum virðist þær ekki nægi- lega röksluddar. Hvað er þá það, að undirbúa presta- efni þjóðkyrkjunnar ? Það er, að kenna þeim og úlskýra fyrir þeim kristindóminn í samræmi við evangelisk-Iúlerskan skilning.kosta kapps um að styrkja og festa trú þeirra á öllum sannleika kristindóms- ins, og gera þá sem bezt hæfa til að verða sálusorgara þjóðkyrkju-manna. Þetta eru vafalaus skylduverk þeirra, embætlis-skylduverk þeirra, og þeir bera ábyrgð á því, að þeir ræki þessi skyldustörf rélt og sæmilega. Og land- stjórnin á að sjá um, að embættis- menn ræki skyldu sína. Ilún ein getur kallað embættismenn til reikningsskapar. Hver ráð hefir landstjórnin til þess? Hún hefir tvenskonar ráð; annað- hvorl að úrskurða sjálf eftir fjrrir- liggjandi upplýsingum, eða að lála dómstólana fella úrskurð. Það hlýtur þó jafnan, að teljast neyðarúrræði, að leggja trúmtil undir úrskurð dómstóla, og til þess ætli ef til vill ekki að grípa, nema engin önnur úrræði séu. Byskuparnir í Danmörku hafa fyrir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.