Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1915, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.11.1915, Blaðsíða 3
BJARMI 171 ari prédikun yrði sá, að þeir, sem hér eru færu nú á eftir Jesú, og að þið yrðuð hjá honum í dag. Læri- sveinarnir urðu hjá lionum þann dag og svo upp frá því og nú eru þeir hjá honum enn. Já, að þú yrðir lijá honum í dag og svo upp frá því. — Við þurfum að koma á fund hans. Hér er, ef til vill, einhver, sem líkist Simoni. Þú setur þér^ markið hátt. Þú vilt fullna hið góða skeið. Þú vilt áfram, það er æskufjör, sem býr þér í brjósli. Þú vill lyfta hátt Ijóss- ins fána og augu þín tindra af eld- legum áhuga. En það er oft ósam- ræmi milli áforma þinna og fram- kvæmda, vilji þinn brestur ofl eins og bogastrengurinn, það er eilthvað sem bilar, þegar mest á reynir. I3á finst þér þú ekki standa á sléttri grund, en þú liefir lent í sandbleytu og of't hefir þú komið of nálægt kolaeldinum og þegar þú sér ásjónu Jesú ljóma, þá finnur þú lil þess, að þú ert syndugur maður og þú gengur út og grætur beisklega. Þú hefir bar- ist við þessa sérstöku synd, sem þú þekkir alt of vel. Fyrir nokkruin mánuðum liélst þú, að nú væri þér borgið, en það er ekki langt siðan, að þú varst grátandi vegna hins veika vilja. Og þú sagðir: »Nú er fokið í hvert skjól. Aldrei hepnast mér að vinna sigur á þessari synd, aldrei tekst mér að stjórna geði minu«. Nei, ekki þér, þér lekst það ekki. En Jesús getur hjálpað þér. Hann lítur á þig og segir: »Þú ert Símon. En þú skalt lieita Kefas. — Þú skalt fylgja mér og eg gef þér bjarg- fasla trú og heilan vilja. Vertu hug- hraustur, eg er með þér, legðu ekki árar í bát og láttu ekki bylgjurnar taka hugrekkið trá þér. En líttu til mín og eg mun rélta þér mína hönd. Á fætur með nýjum áhuga, stalt upp og gakk. Það bíður þín mikið hlut- | verk í Guðs ríki«. Þannig talar Jesús við Simon, og ef Símon er hér inni, þá bendi eg þér: »Sjá, Guðs lambið«. Og Jesús sá Natanael koma til sín og Natanael segir við liann: »Hvað- an þelikir þú mig?« Jesús sagði við hann: »Áður en Filippus kallaði á þig, sá eg þig, þar sem þú varst undir fikjutrénu«. — Skyldi Natanael ekki vera hér í dag? — það býr heilög og viðkvæm þrá í hjarla þínu. Þú átt þínar bænarstundir. Þig langar til þess að trú þin horfi inn í heiðan liimin, þar sem Guðs englar eru. En þér finst svo kalt i þessum heimi, þú ert hræddur um, að liin við- kvæmustu trúarblóm þoli ekki nætur- frostið. Það þekkja fáir þína hræðslu, en Jesús þekkir þig, hann sá þig undir fíkjutrénu, hannþekkir þinabæn. Hann þekkir þær vonir, sem valda þrá og viðkvæmni í barnslegum anda. Er Na- tanael hér inni? Þú sem ert svo einn með þínar vonir og þin áform, þú sem ber harm þinn í hljóði, þú sem grætur, þegar enginn sér, ert þú ekki hér í dag? Þú ert annar heima lijá þér en úti á gölunni. Aðrir mæta þér og sjá þig brosandi, en Jesús hefir séð þig undir fíkjutrénu. Hann þekkir þina viðkvæmu lund og hina helaumu und. Þú átt augnablik, sem aðrir ekki þekkja, ekki þinn liand- gengnasti vinur. En það er einn, sem sér þig undir fíkjutrénu. Það er einn, sem þekkir þig eins og þú ert. Hann þekkir sorg þína og vonleysiskvíða, hann þekkir einnig viðkvæma þrá þína og von, liann veit, að þú þráir birtu og sólaryl, hann veit, að þig hefir dreymt um stigann, sem nær frá jörðu til himins. Þú hefir séð hylla undir land, þú liefir í huga þínum séð dýrlegar myndir, en þær liafa verið í draummóðu, en nú segir liann, sem þekkir þig: »Þú skall sjá það sem þessu er meira«. Og hann

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.