Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1915, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.11.1915, Blaðsíða 7
B JARMI 175 pví frá kverinu stafi skaðleg kenslu-að- l’erð, þululærdómurinn. Aumingja kverið, einhvern tíma var fífill pess fegri. En hvað er svo petta kver, sem nú er talið nauðsynlegt að útrýma sem fyrst? í stuttu máli er pað útskýring kristin- dómsins, eftir lúterskri kenningu, samin af merkustu guðfræðingum. Eg minnist pess að Helgi leklor Hálf- dánarson taldi samning barnalærdómsins eitt sitt parfasta verk og var hann pó eigi gagnslaus maður í pjónuslu kyrkj- unnar. Og eg vona, að eg geri engum rangt til, pó eg líti svo á, að islenzka kyrkjan hafi enn pá engan átt honum fremri að heitri trú, afbragðs gáfum, miklum lærdómi og fastheldni við lúterska kenningu. Og pó leit liann svo á, að barnalærdómskver væri eigi pýðingar- laust. Og Pétur biskup lagði svo mikla rækt við barnalærdóm Helga lektors að semja leiðarvísi til að spyrja út úr hon- um. Eigi hafa peir menn treyst hverjum presti eða kennara til að útskýra kristin- dóminn, án pess að hafa leiðbeiningar að styðjast við, og trúað gæti eg pví, að pað væru fleiri en eg, sem eigi hefðu á hraðbergi í hverjum kristindómsfræðslu- tíma skýringar, sem jafnast á við kristi- legan barnalærdóm Hclga leklors, og pað enda pótt peir hafi lært barnafrreðslu á kennaraskóla eða háskóla. Fáir munu neita pví að orð höfundar og pýðanda Klaveness-kversins liaíi að afnaði ált erindi til fólksins, en pegar pau birtast í barnalærdómskveri, pá segja kvcrhatendur: Burt með pau. Lengi hafði pjóðin lært og elskað ljóð séra Valdimars Briems. En pegar hann tók upp á pví að yrkja ljóðakver til að láta börn læra undir fermingu, pá fékk hann ósanngjarnan dóm hjá mikilsvirt- um rithöfundi, sem pá fann sér pað til að trúarlærdómarnir væru eigi nógu vel útskýrðir. En fyrir peim háttvirta höf- undi hefir ef til vill jafnframt vakað, að eigi hali verið pörf á nýju kveri, par sem uýlega hafði verið geiið út ágætt kver. En hafi séra Valdimar eigi tekist að gefa fullskýra mynd kristilegra trúarlærdóma í sínum snildarfögru Ijóðum, hvað mundi Pá mega segja pegar kennarar og preslar •ara kverlaust að búa börn undir ferm- ingu? Vera kann, að skaðlitið sé að sleppa kverkenslunni í barnaskólum i kaup- stöðum með margra vetra námi og góð- um kenslukröftum. En eg neita pví, að pað sé færl út um landið, ekki síst par sem svo vísdómslega er i garðinn búið með fræðslulögunum að sleppa má krist- indómskenslu i farskólum og börnin fá eigi aðra fræðslu í kristindómi cn mis- jafna heimafræðslu og stopula fræðslu presta í stórum prestaköllum. En pó kverkenslunni sé á ýmsum stöðum ábóla- vant, pá er pað eigi næg ástæða til að hælla henni og setja ekkert í staðinn. Og eigi mundi svo að farið með nokkra aðra bók, sem hefði nauðsynlegan fróð- leik að geyma, hcldur mundi reynt af peim sem betur vita að leiðbtina með kensluaðferðina, en eigi beitt staðlitlum öfgum, eins og nú er gert af sumum, par sem um kverkensluna er að ræða. Eg hefi enga trú á pvi að pekking barna í biblíusögum verði meiri eða betri, pó kverið sé lagt niður, en nú á sér stað. Og eg efast um, að munnleg fræðsla presta og kcnnara verði eins góð, hvað pá belri, ef kverinu er slept. Kverið tel eg nauðsynlegt, að minsta kosti til að byggja á pvi viðtalið og fræðsluna. Ottast að skýringarnar á kristindómnum verði annars of mjög á reiki og sundurleitar. Eflaust má of mikið gjöra að orðrétta náminu, en eigi verður með öllu sneill lijá pvi. Og lílið mundi loða eftir hjá mörgu barninu, pegar kenslunni lýkur, ef pau væru eigi látin læra allnákvæm- lega, en ætlast má til að pess sé jafn- framt gælt, að pau fái fullan skilning á pvi, sem pau fara með. Að sum börn, og ýmsir aðstandendur peirra, taki frelsinu frá kverlærdómnum fegins hcndi, pað tel eg enga ástæðu eða eigi nægilega til pess að hætta við kverið, pví pað gæti orðið nokkuð fátt sem öll hörn langi til að læra og allir foreldrar óski að peim sé kent, ef annars cr kostur á að komast hjá pví. Eg skal taka pað fram, að eg hefi litla eigin reynslu fyrir óvinsældum kversins. Nálega öll börn í peim prestaköllum, sem eg hefi pjónað, liafa lært kverið með góðu geði, að pví sem mér er kunnugt. Og eg álít pað, sem oftast, klaufaskap að láta börn verða leið á kverlærdómi eða öðru kristindómsnámi, nema pá stöku börn, sem leiðist alt nám, Sálma tel eg nauðsynlegt að láta börn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.